Fréttablaðið - 01.04.2005, Page 12
12 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
Krónan er minnsti
sjálfstæði gjaldmiðillinn
Ummæli Halldórs
Ásgrímssonar forsætis-
ráðherra um að gengis-
sveiflur íslensku krón-
unnar hlytu að kalla á að
upptaka evrunnar hér-
lendis yrði skoðuð hefur
endurvakið umræðu um
kosti og galla aðildar Ís-
lands að evrópska mynt-
bandalaginu.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra sagði á ársfundi Seðlabanka
Íslands á miðvikudag að þegar
gengissveiflur íslensku krónunn-
ar væru brotnar til mergjar hlyti
að koma til skoðunar hvort taka
ætti upp evruna hér á landi. Með
þessu vekur Halldór upp umræðu
sem staðið hefur yfir með hléum í
nær áratug, eða frá því fyrir lá
að stór hluti utanríkisviðskipta
Íslands yrði við lönd sem nota
nýju Evrópumyntina.
Halldór sagði í erindi sínu að
Íslendingar gyldu þess hversu
íslenski fjármálamarkaðurinn
væri lítill í samanburði við al-
þjóðamarkaðinn. Tiltölulega litlar
fjármagnshreyfingar inn og út úr
landinu gætu skapað miklar
sveiflur í gengi krónunnar.
Skilar meiru en fast gengi
Ísland er minnsta landið í heimin-
um með sjálfstætt fljótandi gjald-
miðil. Eins og Þórarinn G. Péturs-
son, staðgengill aðalhagfræðings
Seðlabanka Íslands, sagði í fyrir-
lestri 3. febrúar síðastliðinn er
spurningin um kosti og galla þess
að hafa sjálfstæða mynt eða taka
upp mynt stærra efnahagssvæðis
mjög þýðingarmikil fyrir Ísland.
Vægi vöruviðskipta Íslands við
evru-löndin tólf hafa verið að
aukast. Þau námu tæplega 30 pró-
sentum af heildarutanríkisvið-
skiptum árið 1970 og eru nú rúm
40 prósent. Ákveði ESB-ríkin þrjú
sem standa utan evrunnar að
ganga í myntbandalagið eykst
hlutdeild viðskipta Íslands við
evrusvæðið í yfir 60 af hundraði.
Ef Noregur skyldi líka bætast í
hóp evru-landa hækkar þetta hlut-
fall í tæp 70 prósent.
Helstu hagfræðilegu rökin
fyrir sameiginlegri mynt er að
hún eyðir nafngengissveiflum
innan myntsvæðisins, hún dregur
úr viðskiptakostnaði í alþjóðavið-
skiptum og eykur gagnsæi í við-
skiptum milli landa. Hún gerir
ennfremur alþjóðleg viðskipti við
lönd utan myntsambandsins auð-
veldari með því að opna aðgang að
dýpri og þróaðri innlendum fjár-
málamarkaði.
Þannig segir Þórarinn að áhrif
sameiginlegrar myntar séu lík-
lega mun víðtækari en áhrif fasts
gengis. Rannsóknir hafi sýnt að
aðild að myntbandalagi auki við-
skipti til muna, án þess að draga
úr viðskiptum út fyrir sameigin-
lega myntsvæðið.
Hagsveiflan ekki í takt
Hagfræðingar hafa einnig bent á
galla sem fylgt geta aðlögun lítils
þjóðhagkerfis eins og þess ís-
lenska að stóru myntsvæði eins og
evrópska myntbandalaginu. Oftar
en ekki sé hagsveiflan hér ekki í
takt við hagsveifluna í stóru evru-
löndunum. Peningamálastefnan á
evrusvæðinu miðist þannig við
aðrar aðstæður en hér ríki (þetta
er gallinn við það sem kallað er á
ensku „one-size-fits-all“ á stóru
sameiginlegu myntsvæði). Hins
vegar hefur reynslan sýnt að eftir
því sem viðskipti aukast milli
landa innan myntsvæðisins eykst
samleitni hagsveiflnanna.
Stjórnun íslenskra peninga-
mála er að mestu í höndum Seðla-
banka Íslands. Helsta hagstjórn-
artækið sem Seðlabankinn ræður
yfir er ákvörðun stýrivaxta.
Bankinn hefur það yfirlýsta
meginmarkmið að stuðla að stöð-
ugleika í þróun verðlags. Stöðug-
leiki í þróun gengis er þannig ekki
markmiðið, en þetta tvennt –
verðbólgan og gengið – er ná-
tengt. Verðbólga er spegilmynd af
eigin verðmæti gjaldmiðilsins.
Gengishækkanir, sem geta tengst
hækkun stýrivaxta, geta komið
þungt niður á útflutnings- og sam-
keppnisgreinum íslensks atvinnu-
lífs. Eins og Jón Sigurðsson seðla-
bankastjóri benti á í erindi 3.
mars síðastliðinn, er í umræðum
um vexti og gengi ástæða til að
minna á að sitt er hvað nafnvextir
og raunvextir, nafngengi krón-
unnar eða þróun raungengis. Með
þeim stjórntækjum sem Seðla-
bankinn hefur yfir að ráða getur
hann lítið gert til jöfnunar gengis-
sveiflna, enda er slík sveiflujöfn-
un strangt til tekið ekki í verka-
hring hans.
Aðvörunarbjöllur
Í áliti sendinefndar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins sem heimsótti Ís-
land í lok október sem leið segir,
að vaxandi eftirspurnarþrýsting-
ur og versnandi verðbólguhorfur
vegna hans kalli á hert aðhald í
peningamálum í komandi tíð. Að
reiða sig á skammtímavexti ein-
göngu til að sporna gegn eftir-
spurnarþrýstingnum og ná verð-
bólgumarkmiðinu eykur að sögn
sendinefndarmanna líkurnar á
hækkun raungengis – ef miklu
hærri vextir eru á krónumarkaði
en í helstu viðskiptalöndum ýtir
það undir innstreymi gjaldeyris
sem ýtir gengi krónunnar upp – en
þetta muni draga úr samkeppnis-
hæfni og ýta enn frekar undir
ójafnvægið í hagkerfinu. Því
meira ójafnvægi sem myndist,
þeim mun harkalegri gæti að-
lögun orðið. Sérstaklega eigi þetta
við þegar innflæði fjármagns
tengdu stóriðjuframkvæmdunum
lýkur, en það gæti leitt til snarpr-
ar lækkunar á gengi krónunnar og
mikils samdráttar í hagkerfinu.
Þetta eru aðvörunarbjöllurnar
sem urðu forsætisráðherra tilefni
til að vekja máls á því á ársfundi
Seðlabankans að Íslendingar
skoðuðu möguleikana á upptöku
evrunnar.
Halldór tók þó fram að hann
væri ekki að segja að upptaka
evrunnar myndi leysa öll vanda-
mál. Aðspurður bætti hann við, að
hann teldi lítt fýsilegt fyrir Ísland
að taka evruna upp einhliða; það
væri ekki ráðlegt nema með því
að ganga í Evrópusambandið, sem
væri hins vegar ekki á stefnuskrá
sitjandi ríkisstjórnar.
Í einhliða upptöku evrunnar
fælist í raun ekki mikið meira en
að ákveða að fasttengja gengi
íslensku krónunnar við evruna.
Ísland ætti þá ekki aðild að Seðla-
banka Evrópu, ECB, í Frankfurt
og vaxtastig hér yrði áfram
hærra. Danir fylgja í raun fast-
gengisstefnu gagnvart evrunni,
og sum nýju ESB-aðildarríkjanna
gera það einnig nú þegar. ■
Sameiginlegt viðskiptaumhverfi
með helstu viðskiptalöndum (eink-
um ef Bretland, Danmörk og Noregur
taka líka upp evru);
Nafngengissveiflur milli Íslands og
evrusvæðis hverfa;
Verðlag verður gegnsærra – neyslu-
vörur lækka í verði;
Hagvaxtargrunnur styrkist – verður
hluti af miklu stærra hagkerfi og við-
skiptalífi;
Veitir aðgang að stærri og „dýpri“
fjármálamarkaði;
Viðskipti á sameiginlegu svæði
stóraukast;
Vöxtur utanríkisviðskipta gæti auk-
ið landsframleiðslu á mann varan-
lega um nokkur prósentustig;
Viðskiptakostnaður lækkar;
Jafnvægisvextir ættu að lækka;
Samþætting í atvinnulífi eykst –
sérhæfing, hagræðing og samkeppn-
ishæfni aukast.
Myntbandalagsaðild fæst ekki
nema með fullri aðild að ESB;
Samleitni hefur skort milli hagsveifl-
unnar á Íslandi og kjarna evrusvæðis-
ins;
Staðbundnar sveiflur í efnahagslíf-
inu verða óvarðar, þar sem peninga-
málastefnan sem hér mun gilda mið-
ast við meðalhagsveifluna á öllu
evru-svæðinu;
Boðleiðir verða lengri – kostir smá-
samfélagsins dvína.
Kostir Gallar
UPPTAKA EVRUNNAR: KOSTIR OG GALLAR
EVRU-AÐILD SKOÐUÐ Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ræðustól á ársfundi
Seðlabankans á miðvikudag.
Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, varð að veruleika í ársbyrjun 1999, með
stofnþátttöku ellefu Evrópusambandsríkja. Nú eru evrulöndin tólf talsins og borgarar
þeirra hafa haft evrumynt og -seðla í vösunum frá því í ársbyrjun 2002. Öll hin tíu
nýju aðildarríki sambandsins stefna að því að taka upp evruna eins fljótt og þeim
tekst að uppfylla efnahagslegu skilyrðin fyrir því, en þrjú þeirra – Bretland, Danmörk
og Svíþjóð – hafa fram til þessa hvert á sínum forsendum kosið að standa utan við
myntbandalagið.
AUÐUNN ARNÓRSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
EVRAN OG ÍSLAND
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Heimildir: www.sedlabanki.is, www.si.is
– hefur þú séð DV í dag?
EINN VIÐBJÓÐSLEGASTI KONUNÍÐINGUR
ÍSLANDS DÆMDUR Í FANGELSI Í GÆR:
Misþyrmdi
konu fyrir að
kæra hann
fyrir nauðgun
Hafði áður kúgað hana til að
undirrita falska yfirlýsingu
um að hann væri saklaus
Skíðavertíðir hérlendis farið forgörð-
um nánast árum saman vegna hlý-
inda og umhleyp-
inga með tilheyr-
andi snjóleysi.
Guðmundur Karl
Jónsson er for-
stöðumaður
skíðasvæðisins í
Hlíðarfjalli við Ak-
ureyri.
Er Ísland enn
skíðaland?
Ísland hefur upp á
margt að bjóða sem
skíðaland og skíða-
svæðin hér eru ekkert síðri en í
Skandinavíu til dæmis. Vandi Íslend-
inga á þessu sviði liggur í því að við
erum 20 árum á eftir helstu skíða-
svæðum í Evrópu í uppbyggingu og
tæknivæðingu.
Hvað vantar?
Fjöllin hér hafa upp á svipaðar að-
stæður að bjóða í hæð og fjölbreyti-
leika í brekkum, en það sem okkur
vantar eru betri lyftur og tæki til að
framleiða snjó. Þróunin í veðráttunni
hérlendis undanfarin ár er lík því sem
gerðist á meginlandi Evrópu fyrir 20-
25 árum. Og þá var snjóframleiðsla
einfaldlega tekin upp. Ég er hræddur
um að skíðasvæðin í Ölpunum væru
lítilfjörleg ef ekki kæmi til framleiðsla
á snjó.
Ísland er víst
skíðaland
SNJÓLEYSI OG HLÝINDI
SPURT OG SVARAÐ
GUÐMUNDUR
KARL
JÓNSSON