Fréttablaðið - 01.04.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 01.04.2005, Síða 18
Actavis stefnir að frekari sókn á Bandaríkin. Skráning í London er á dagskrá ársins í ár. Síðasta rekstrarár var eitt það besta í sögu Actavis Group. Fé- lagið jók veltu sína um 47 prósent milli ára og hagnað um 51 prósent. Félagið er nú komið í hóp tíu stærstu lyfjafyrirtækja heims hvað markaðsvirði varðar. Fjárfestar hafa beðið spenntir eftir skráningu Actavis á erlend- an markað en Kauphöllin í London hefur verið nefnd sérstaklega til sögunnar. Í máli Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis, kom fram að undirbún- ingur að skráningu félagsins er- lendis væri langt á veg kominn en ekki hefði verið ákveðið með dag- setningu. Róbert Wessman, for- stjóri félagsins, sagði að enn væri stefnt á skráningu á þessu ári. Actavis hefur beint spjótum sínum að Bandaríkjamarkaði og ætlar sér að vaxa þar með kaup- um og yfirtökum. Samhliða þessu ætlar félagið að fjárfesta á Ind- landi en þar er þróunarkostnaður mun lægri en annars staðar. - eþa Skamm Birgir Greiningardeild Landsbankans beindi spjótum sínum að Birgi Ísleifi Gunnarssyni seðlabanka- stjóra, í Vegvísi Landsbankans í gær, vegna ræðu sem hann flutti á aðalfundi Seðlabankans í fyrra- dag. Þar beindi Birgir Ísleifur sjálfur spjótum sínum að viðskiptabönkunum og sagði þá hafa farið offari í útlánum og ættu þar af leiðandi verulegan þátt í þenslu hagkerfisins og verðbólgu. „Þessar ávirðing- ar seðlabankastjóra koma nokkuð á óvart og hljóma óneitanlega sem endurómur gamalla tíma, þegar lánsfjárskömmtun og haftastefna einkenndu íslensk efnahagsmál,“ sagði í Vegvísinum. Var það svar við þeirri gagnrýni Birgis að þar sem bankarnir geri kröfur um að Seðlabanki og ríkis- vald sýni aðhald og stuðli að efnahags- legum stöðug- leika verði þeir einnig að gera sambærilegar kröfur til sjálfs sín. Starfsfólk greiningardeildarinnar segja ekki góða latínu að gera fjármálafyrirtækin að blórabögglum. Ábyrgðin á hagstjórninni liggi hjá stjórnvöldum en ekki hjá fyrirtækjum og heimilum. Skamm Halldór „Öfugt við það sem oft er gefið til kynna er ís- lenska krónan ekki óstöðugri en aðrir gjaldmiðlar sem eru á floti,“ segir greiningardeild KB banka í Hálfimm fréttum í gær og setur þar með ofaní við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem einmitt hélt þessu fram á aðalfundi Seðlabankans. Vitnar KB banka-fólkið í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá árinu 2000 máli sínu til stuðnings. Íslenska krónan þurfi ekki að vera óstöðugri en aðrir gjald- miðlar vestrænna ríkja ef vel tekst til með stjórnun peningamála. Er þá spjótum greiningardeildarinnar í þessu samhengi beint gegn Seðlabankanum sjálf- um og hinu opinbera. Jafnframt kemur fram að á árunum 1995 til 2000 hafi dollarinn sveiflast meira en gengisvísitalan en evran svipað. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.917 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 327 Velta: 6.100 milljónir +0,45% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Eskja var rekin með 178 milljón króna hagnaði á árinu 2004. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði var 730 milljónir, eða 24,2 prósent af rekstrartekjum sem er þremur prósentustigum lakari framlegð en í fyrra. Fiskeldi Eyjafjarðar gekk illa í fyrra og tapaði 165 milljónum króna. Tekjur drógust verulega saman og var undirritun endur- skoðenda með fyrirvara um að ljóst væri að félagið þyrfti aukið fjármagn til áframhaldandi starf- semi. Kaupfélag Eyfirðinga hefur selt allan hlut sinn í Samherja. KEA átti tíu prósent hlutafjár í Sam- herja og var einn af kjölfestufjár- festum eftir kaup Burðaráss á Kaldbaki. Stefnt er á skráningu Samherja af markaði. 18 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Flótti sjávarútvegsfyrir- tækja af markaði hefur staðið yfir á fjórða ár. Margar ástæður skýra flóttann. Um áramótin síðustu voru tæp- lega 4.000 fjárfestar eigendur að sjávarútvegsfyrirtækjum í Kaup- höllinni en með brotthvarfi Sam- herja fækkar þeim um nær helm- ing. Sjávarútvegur hefur því átt undir högg að sækja sem fjárfest- ingarkostur á hlutabréfamarkaði á undanförnum árum. Ávöxtun af hlutabréfum sjávarútvegsfélaga hefur verið óviðunandi á sama tíma og verð á hlutabréfum í öðrum greinum hefur hækkað nær látlaust. Tólf sjávarútvegs- fyrirtæki hafa yfirgefið Kauphöll Íslands frá 2002, þar af tvö á þessu ári. Ef Samherji fer af markaði verða aðeins þrjú, hefðbundin sjávarútvegsfélög eftir í Kauphöllinni, HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi – Sæberg. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar fyrir þessari þróun. Aug- ljósasta ástæðan er sú að félög í sjávarútvegi hafa sameinast eða verið yfirtekin. Þar má nefna að Eimskip eignaðist Harald Böðv- arsson (HB), Skagstrending og ÚA árið 2002. Grandi eignaðist síðar HB og sameinaðist Tanga snemma á þessu ári. Síldarvinnslan samein- aðist SR- mjöli árið 2003 en nýja félagið var síðar tekið af markaði af Samherja og fleiri aðilum. Þá hefur verið bent á óviðun- andi arðsemi af hlutabréfum í sjávarútvegsfélögum og þá póli- tísku ókyrrð sem ríkir um grein- ina. Fáir hluthafar eiga mikið, við- skipti með bréf félaganna eru fá- tíð, arðsemi greinarinnar oft slök og eilíft karpað um kvótakerfið. Gott dæmi um ávöxtun hluta- félags í sjávarútvegi er Samherji sem fór á markað fyrir átta árum. Gengi félagsins var þá um 9 krón- ur á hlut en yfirtökuverð, sem brátt mun bjóðast hluthöfum, verður 12,1. Ávöxtunin er því að- eins um 35 prósent á átta árum án þess að tillit sé tekið til arð- greiðslna. Að lokum er rétt að nefna að að- stæður til þess að taka félög af markaði eru mjög hagstæðar um þessar mundir. Stjórnendur og stórir eigendur í sjávarútvegsfélög- um hafa séð sér leik á borði á tím- um lágra vaxta og farið út í skuld- settar yfirtökur. Sömu aðilar telja að markaðsverðmæti félaganna sé oft lægra en eðlilegt getur talist og bent á að með því að leysa upp eign- ir félagsins fáist meira fyrir þær en sem nemur virði á markaði. - eþa vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,900 -0,97% ... Atorka 6,10 – ... Bakkavör 31,80 +0,63% ... Burðarás 14,15 +0,71 ... FL Group 13,70 – 0,36... Flaga 5,38 -0,92% ... Íslandsbanki 12,45 +1,22% ... KB banki 528,00 +0,57% ... Kögun 60,30 +0,50 ... Landsbankinn 14,95 +0,67% ... Marel 57,10 +1,06% ... Og fjarskipti 4,09 -0,73% ... Samherji 12,25- ... Straumur 10,30 -0,48% ... Össur 83,50 +0,60% Stolt sigldi fleyið mitt Fiskmarkaður Íslands 1,82% Tryggingamiðstöðin 1,33% Íslandsbanki 1,22% Actavis -0,97% Og fjarskipti -0,73% Straumur Fjárfest.b.-0,48% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Enn stefnt að skráningu 2005 Stjórnin opnar á viðræður Baugur hækkar boð sitt í Somerfield, en formlegt tilboð verður ekki lagt fram fyrr en eftir langt samningaferli. Stjórn smásölukeðjunnar Somer- field hefur ákveðið að hefja við- ræður við bjóðendur sem leitt geti til yfirtökutilboðs. Þrír aðilar hafa lýst áhuga á að bjóða í fyrirtækið og samkvæmt breskum reglum skal eitt yfir alla ganga og fá því allir aðgang að bókhaldi fyrirtækisins. Baugur hefur lagt fram óform- legt tilboð, líklega upp á 205 pens á hlut, en síðasta tilboð Baugs var upp á 190 pens á hlut í Somerfield. Í framhaldi af þessu hefst nokkurra vikna ferli sem, ef sam- komulag næst, mun leiða til form- legs tilboðs þeirra sem vilja taka yfir félagið. Auk Baugs eru það fasteignafélög í eigu Tchenguiz- bræðra annars vegar og Livingstone-bræðra hins vegar. Verðmæti Somerfield samkvæmt þessu er um 130 milljarðar króna. Baugur á fyrir fimm prósenta hlut í Somerfield og myndi inn- leysa góðan hagnað ef „bræðra- lögin“ keyptu Somerfield. Hins vegar mun Baugur hafa mikinn áhuga á að kaupa fyrirtækið og telja menn þar á bæ sig hafa ágæta möguleika. Bæði hafi Baugur náð að klára slíkar yfir- tökur, auk þess sem þeir séu í smásölubransanum og meiri áhugi hjá stjórnendum Somer- field á að fá slíka eigendur en hreina fasteignafjárfesta. - hh FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA SJÁVARÚTVEGUR Fyrirtækjum í sjávarútvegi hefur fækkað jafnt og þétt frá árinu 2002. Óviðunandi arðsemi, sameiningar, deilur um kvótakerfi og hagstæð skilyrði til skuldsettra fyrirtækjakaupa eru nefndar sem ástæður fyrir afskráningu félaganna. AÐALFUNDUR Róbert Wessman, for- stjóri Actavis, og Björgólfur Thor Björgólfs- son stjórnarformaður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.