Fréttablaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 19
Jóhannes Ásbjörnsson, dagskrárgerð- armaður og „annar helmingurinn“ af „Simma og Jóa“, er annálaður sælkeri þegar kemur að mat og matargerð. Jói var ekki nema táningur þegar áhuginn á matargerð vaknaði og var duglegur að nota afganga úr ísskápnum heima hjá mömmu til að prófa sig áfram. „Ég notaði allt sem til var og blandaði saman, til dæm- is í eggjakökur og pastarétti. Svo tók grill- tímabilið við, og þegar við félagarnir fór- um í útilegur vakti ég athygli fyrir að vera alltaf með kryddlagerinn og sá sem fyllti sveppina með osti og skar niður grænmeti með steikinni. Strákarnir voru meira í því að slengja fordkrydduðu kjöti á einnota grill. Ég var að sjálfsögðu með ferðagas- grill,“ segir Jói. Áhuginn á matargerð hefur síður en svo dofnað hjá Jóa með árunum og nú sér hann alfarið um eldamennskuna á sínu heimili. „Ég elda nokkurn veginn á hverjum degi, en ég og konan mín ákveðum oft í samein- ingu hvað á að elda. Mér finnst lang- skemmtilegast að búa til góða máltíð úr því sem er til og er einhvern veginn mjög upp- tekinn af því að nýta alla afganga. Ef ég væri jafn skynsamur á öðrum sviðum væri ég í góðum málum,“ segir Jói hlæjandi. Jói bjói á Ítalíu um skeið og þar jókst mataráhuginn enn frekar. „Ég tók með mér heim alveg sæg af hugmyndum og á Ítalíu féll ég fyrir gæðamat eins og hráskinku og mozzarellaosti. Þetta er auðvitað hráefni sem maður fær hér heima en er bara svo hrikalega dýrt.“ Jói segist alltaf hafa borðað allan mat og aldrei verið hræddur við að prófa eitthvað nýtt. „Ég fer alveg óhræddur á litla „lókal“- staði í útlöndum og er alltaf að safna í sarp- inn hugmyndum að nýjum réttum.“ Uppáhaldsréttur Jóa er ítalski kjúkl- ingarétturinn saltembocca. Hann gefur okkur uppskrift að réttinum sem er borinn fram með hrísgrjónum og salati. Uppskrift- in er á næstu opnu. ■ Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er föstudagur 1. apríl, 91. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 6.44 13.32 20.20 AKUREYRI 6.27 13.16 20.08 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Skemmtilegast að nýta afganga tilbod@frettabladid.is Rekstrarvörur á Réttarhálsi 2 eru ávallt með mánaðartilboð á einhverjum af sínum söluvör- um og selja þær þá á 20% lægra verði en áður. Nú í apríl er það hreinlætispappír fyrir vinnusvæði, skammtarar fyrir slíkan pappír og sápuskammt- arar sem eru á tilboði. Dömutoppar með innbyggðum brjóstahöldum eru á 25% af- slætti í versluninni Aktív í Kringlunni í tilefni af Kringlu- kasti. Topparnir eru meðal ann- ars í bleikum og bláum litum og eru amerískir af gerðinni Danskin. Aktíf er líka með til- boð á Nike flíspeysum á dömur á þessu Kringlukasti og selur þær á 20% afslætti yfir helgina, eða 5.992 krónur í stað 7.490 áður. Þær eru í hvítum og svört- um litum og eru þeirrar gerðar að hægt er að snúa þeim við, þótt „rangan“ sé frábrugðin „réttunni“. Aktíf hét áður Nike- búðin og sérhæfir sig nú í sportfatnaði fyrir kvenþjóðina. Verslunin Rúmgott á Smiðju- vegi í Kópavogi er með mikið úrval af rúmum á tilboðum. Af- sláttur er ýmist 30 eða 40 pró- sent. Stór rúm sem áður kost- uðu um 100.000 kr. kosta nú 73.500 kr. og einstaklingsrúm fást fyrir allt niður í 15.900 krónur. Meðal þess sem mestra vinsælda nýt- ur þar á bæ eru rúm með svo- kallaðri NeverTurn heilsudýnu sem er svæðaskipt og með tvö- földu gormakerfi. Einstaklings- rúm með slíkri dýnu kostar nú 39.900 kr. Jói er þekktur fyrir snilli í matargerð enda veit hann fátt skemmtilegra en að elda góðan mat. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég á mitt eigið rúm en aumingja pabbi þarf að sofa í mömmu rúmi! Ítalskt sófasett á tilboðsverði BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.