Fréttablaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 1. apríl 2005
Útsölustemning verður ríkj-
andi í Kringlunni um helgina
og nýjar vörur seldar á lækk-
uðu verði.
Svokallað Kringlukast hófst í
gær í verslunarmiðstöðinni
Kringlunni og stendur fram á
sunnudag. „Það er veittur afslátt-
ur á bilinu 20 til 50% í flestum
verslunum í tilefni Kringlukasts-
ins. Þetta er eina útsalan þar sem
nýjar vörur eru seldar á lækkuðu
verði,“ segir Hermann Guð-
mundsson, markaðsstjóri Kringl-
unnar.
Hermann segir Kringlukastið
hafa skipað sér fastan sess í versl-
unarháttum þjóðarinnar. „Þetta
brestur orðið á þrisvar á ári og
nær allir söluaðilar í Kringlunni
taka þátt, jafnt verslanir sem veit-
ingastaðir. Þeir sem vilja gera góð
kaup á nýjum vörur ættu að heim-
sækja okkur. Það verður mikil og
góð stemning alla helgina,“ segir
Hermann.
Kringlukastsblaðinu hefur ver-
ið dreift inn á öll heimili á landinu
og þar gefur að líta fjölda þeirra
tilboða sem finna má á Kringlu-
kastinu. Kringlan verður opin til
19 í kvöld, frá 10 til 18 á morgun
og frá 13 til 17 á sunnudag. ■
Kringlukast hafið
í Kringlunni
Það má gera góð kaup á Kringlukastinu og að sögn framkvæmdastjóra verslunarmið-
stöðvarinnar er víða veittur afsláttur á bilinu 20 til 50% af nýjum vörum.
Ýmis góð tilboð eru nú í GAP fjallahjólabúðinni að Faxafeni 7. Ber
þar hæst glænýtt 24 gíra Mongoose Tyax Comp fjallahjól sem var
áður á 36.900 krónur en kostar nú 29.900 kr. Stellið er úr áli og
dempari er 70 mm. Nokkur eldri hjól
eru seld á 20-30% afslætti þessa
dagana og öll nýju hjólin eru á 10-
20% lægra verði nú en í fyrra
vegna gengishækkunar.
Auk þess getur borgað
sig að fara inn á vef versl-
unarinnar £gap.is og líta á
tilboð dagsins því þar eru
einstakir hlutir lækkaðir
niður úr öllu valdi – bara
þann daginn. ■
Fjallahjól fyrir sumarið
MONGOOSE ALVÖRU FJALLAHJÓL ER Á TILBOÐI HJÁ GAP
FJALLAHJÓLABÚÐINNI Í FAXAFENI 7.
Nokkrar gerðir húsgagna eru nú á lækkuðu
verði í versluninni Valhúsgögn sem stendur við
Ármúla og er númer 8.
Vandað ítalskt leðursófasett í stærðinni 3+1+1 fæst
nú á 188.000 krónur í Valhúsgögnum en var
áður á 228.000 kr. Það fæst í þremur
litum, ljósbrúnum, koníaksbrúnum og
dökkbrúnum. Einnig má nefna hornsófa
með slitsterku áklæði sem er á 198.000
kr. og hvíldarstól á 34.900 kr. með
slitsterku tauáklæði og 54.900 kr. með
leðri. Borðstofustólar með háu baki og
leðuráklæði sem áður voru á 19.800 kr. eru
nú á 14.800 kr. ■
Stuðningssokkar og sjúkrasokkar af
ótal tegunum fást á 15% afslætti um
þessar mundir í Sjúkravörum ehf,
Versluninni Remediu í bláu húsunum
við Fákafen. Sami afsláttur er gefinn
af sjúkraskóm af mörgum gerðum,
vinnuskóm, inniskóm og útiskóm svo
nokkuð sé nefnt. ■
Ítölsk hægindi og þægindi
Stuðningssokkar og sjúkraskór
SJÚKRASKÓR OG SOKKAR ERU Á AFSLÆTTI Í REMEDIU Í BLÁU HÚSUNUM
VIÐ FÁKAFEN.
ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLA
Laugavegi 59 • 3. hæð Kjörgarði • 561 5588
Sundföt sem passa
Gjafabréf