Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 32
„Þetta hefur verið ánægjulegur
tími þar til undir það síðasta,“ seg-
ir Friðrik Páll Jónsson, sem hefur
verið fréttastjóri á fréttastofu
Ríkisútvarpsins síðan í ágúst, en í
dag á Auðun Georg Ólafsson að
taka við stöðunni. Friðrik Páll er
annars varafréttastjóri Útvarps.
„Það eru óvissutímar framundan
og við vitum ekkert hvernig rætist
úr,“ segir Friðrik.
Á sínum tíma stefndi Friðrik á
að ljúka doktorsprófi í rökfræði og
var á leið til Bandaríkjanna þegar
honum bauðst starf við fjölmiðlun.
„Þetta togaði í mig og hér hef
ég verið síðan, enda er þetta fjöl-
breytt og skemmtilegt starf þótt
fáir verði ríkir af því,“ segir hann.
Leiðinlegast við fréttastjóra-
stöðuna finnst Friðriki að halda
utan um reikninga og mannahald.
„Þetta tekur frá manni tíma og þess
vegna hef ég bent á að það eigi að
búa til stöðu rekstrarstjóra sem
heldur utan um þesa þætti, en
fréttastjóri einbeiti sér að hinu fag-
lega starfi. Fólk hér er fullt metn-
aðar og það þyrfti að leggja meiri
áherslu á endurmenntun. Heimur-
inn verður sífellt flóknari og það er
mikilvægt að fréttamenn haldi í við
það til að greina kjarnann frá hism-
inu. Það gerist bara ef menn eru
menntaðir og sérhæfa sig.“
Friðrik Páll tók við stöðu frétta-
stjóra 12. ágúst í fyrra þegar Kári
Jónasson, þáverandi fréttastjóri
hætti. „Þetta er stuttur tími í
starfi,“ segir Friðrik,“ en þó und-
arlega langur í ljósi þess að það
hefur tekið sjö og hálfan mánuð að
ráða arftaka Kára.“ Friðrik segist
ekki vera rétti maðurinn til að
dæma um hvort hans verði saknað
úr stöðunni, en samstarfsfólk sitt
þurfi alltént ekki að örvænta því
hann fer ekki langt. „Ég sný aftur
í Spegilinn sem ég hafði umsjón
með áður en ég tók við stöðu
fréttastjóra. Mér hefur alltaf líkað
vel þar, sem og á fréttadeildinni.
Þetta er fínn vinnustaður og ég
kvarta ekki undan því að vera
partur af þessum góða hópi.“ ■
20 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
MILAN KUNDERA (1929 – )
á afmæli í dag.
Óvissutímar framundan
TÍMAMÓT: FRIÐRIK PÁLL JÓNSSON LÆTUR AF STARFI FRÉTTASTJÓRA
„Ég hugsa, þess vegna er ég, er yfirlýsing
gáfumennis sem vanmetur tannpínu.“
Milan Kundera er rithöfundur og heimspekingur af tékkneskum upp-
runa sem búið hefur í Frakklandi í þrjátíu ár og verið franskur þegn
síðan 1981. Hans þekktasta bók er Óbærilegur léttleiki tilverunnar,
eftir henni gerði bandaríski leikstjórinn Philip Kaufman vinsæla
kvikmynd.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Valgarður Pétursson, Hjúkrunarheimil-
inu Garðvangi, áður Hringbraut 57,
Keflavík, lést föstudaginn 4. mars. Útför-
in hefur farið fram í kyrrþey.
Sverrir P. Jónasson, vélstjóri, Hátúni 4,
Reykjavík, lést mánudaginn 21. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Gunnar Sigurðsson, Leirulækjarseli, lést
sunnudaginn 27. mars.
Gunnar Símonarson, Hrafnistu, Reykja-
vík, lést þriðjudaginn 29. mars.
Vigfús Pétursson, frá Hellissandi, lést
þriðjudaginn 29. mars.
Þóra Þorkelsdóttir, elliheimilinu Grund,
áður Grenimel 8, Reykjavík, lést þriðju-
daginn 29. mars.
JARÐARFARIR
11.00 Arnþrúður Guðbjörg Sigurðardótt-
ir Kaldalóns, frá Bæjum á
Snæfjallaströnd, Hringbraut 50,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju.
11.00 Katrín Björnsdóttir, Ljósheimum
8a, Reykjavík, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni.
13.00 Hulda Norðdahl, Hrafnistu, Hafnar-
firði, áður Drápuhlíð 10, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju.
13.00 Steinn Tryggvason, elliheimilinu
Grund, áður Álfaskeiði 100, Hafnar-
firði, verður jarðsunginn frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði.
13.30 Erika Ottósdóttir, frá Hlíð, Skriðdal,
verður jarðsungin frá Höfðakapellu,
Akureyri.
14.00 Friðgerður Rannveig Kjærnested
Finnbjörnsdóttir, Garðvangi, Garði,
áður á Birkiteigi 13, Keflavík, verður
jarðsungin frá Keflavíkurkirkju.
15.00 Eyvindur Jónasson, Glæsibæ 3,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju.
15.00 Guðni Hansson, tæknifræðingur,
Blönduhlíð 14, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Áskirkju.
15.00 Gylfi Gígja, stálsmíðameistari, Unu-
felli 15, Reykjavík, verður jarðsung-
inn frá Árbæjarkirkju.
15.00 Hákon Valtýsson, Safamýri 41,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1815 Prins Ottó von Bis-
marck, stjórnmálamaður.
1852 Edwin Austin Abbey,
myndlistarmaður.
1868 Edmond Rostand,
rithöfundur.
1873 Sergei Rachmaninov,
tónskáld.
1932 Debbie Reynolds,
leikkona.
1938 Ali MacGraw,
leikkona.
1961 Jenni-
fer Runyon,
leikkona.
1970 Sung Hi Lee,
fyrirsæta.
AFMÆLI
Hjónin Margrét
Þormar arkitekt og
Bjarni Rúnar Bjarna-
son tónmeistari eiga
bæði afmæli í dag.
Margrét er 54 ára og
Bjarni Rúnar 53 ára.
Nikulás Sigfússon læknir er 76 ára í
dag.
Stefán Skarphéðinsson sýslumaður er
sextugur í dag.
Erla Gígja Garðarsdóttir söngkona er
45 ára í dag.
Magnús Þór Þorbergsson leikhúsfræð-
ingur er 34 ára í dag.
Nína Björk Jónsdóttir blaðamaður er
þrítug í dag.
Hjálmar Blöndal nemi er 29 ára í dag.
FRIÐRIK PÁLL JÓNSSON Tekur aftur við Speglinum sem hann hafði umsjón með áður
en hann tók við starfi fréttastjóra tímabundið.
Þennan dag árið 2001 var Slobodan
Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu,
handtekinn eftir að júgóslavneska lög-
reglan hafði setið um stórhýsi hans í
hálfan annan sólarhring.
Milosevic gafst loksins upp eftir að lög-
reglan og lífverðir hans höfðu skipst á
skotum. Hann var ekki talinn vera í and-
legu jafnvægi og hafði tilkynnt lögregl-
unni að hún myndi aldrei ná honum lif-
andi. Hann gafst þó upp að eigin frum-
kvæði. Milosevic var eftirlýstur af
júgóslavneskum yfirvöldum fyrir spill-
ingu og af Stríðsglæpadómstól Samein-
uðu þjóðanna í Haag fyrir stríðsglæpi. Júgóslavnesk
stjórnvöld höfðu um hríð dregið handtöku hans á
langinn en létu til skarar skríða eftir að Bandaríkja-
menn beittu þrýstingi og hótuðu að efna ekki vilyrði
um fjárstyrki og ívilnanir.
Júgóslavar gáfu í skyn að það væri ekki
ofarlega í forgangsröðinni að framselja
Milosevic til Stríðsglæpadómstólsins en
eftir mikinn alþjóðlegan þrýsting gerðu
þau það nokkrum mánuðum síðar. Rétt-
arhöldin yfir honum hófust í febrúar árið
2002 og sér ekki enn fyrir endann á
þeim. Milosevic er gefið að sök að hafa
sem forseti Júgóslavíu borið ábyrgð á
stríðsglæpum sem voru framdir í
Bosníu, Króatíu og Kosovo á tíunda ára-
tugnum.
Milisevic segist ekki viðurkenna lögsögu
dómstólsins og kaus að verja sig sjálfur. Honum var
þó skipaður verjandi sjálfur sem hann mótmælir enn
í dag og segist hafa verið sviptur réttinum til réttlátrar
málsmeðferðar.
SLOBODAN MILOSEVIC
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1855 Íslendingum leyfð frjáls
verslun við þegna allra
þjóða. Áður hafði verslun
verið bundin við þegna
Danakonungs.
1933 Ofsóknir nasista á gyðing-
um í Þýskalandi hefjast
með sniðgöngu fyrirtækja í
eigu gyðinga.
1936 Alþýðutryggingarlög taka
gildi. Skylda að stofna
sjúkrasamlög í sýslum og
kaupstöðum.
1943 Læknavarðstöð Reykjavík-
urbæjar tók til starfa í Aust-
urbæjarskólanum.
1952 Veðurstofa Íslands hefur
starfrækslu á flugveður-
stofu á Keflavíkurflugvelli.
1971 Formleg afhending handrit-
anna í Kristjánsborgarhöll.
1999 Sigríður Einarsdóttir verður
flugstjóri á þotu hjá Flug-
leiðum fyrst íslenskra
kvenna.
Milosevic fer í steininn
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
10-40% afsláttur
af legsteinum út febrúar
www.hjarta.is • 535 1800
Minningarkort
535 1825
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir,
Svana R. Guðmundsdóttir
Túngötu 23, Suðureyri,
verður jarðsungin þriðjudaginn 5. apríl kl. 11 frá Hafnarfjarðarkirkju.
Aldís Elfa Gísladóttir Tom Richardsson
Gunnar Hrafn Birgisson Hildur Halldóra Karlsdóttir
Guðni Páll Birgisson Jenný Níelsdóttir
Sonja Elín Thompson Sigþór Valdimar Elíasson
Richard Erik Thompson
Elsa María Thompson Jón Skúlason
Íris Edda Thompson Ómar Ingi Eggertsson
barnabörn og bræður.
Innilegar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns
míns, föður, sonar, bróður, tengdasonar og mágs,
Guðmundar Árna Jónssonar
Skúlagötu 61, Reykjavík.
Sigríður B. Árnadóttir
Stefanía Ösp Guðmundsdóttir
Jón Gunnarsson Nína Soffía Hannesdóttir
Árni Kristmundsson Geirlaug Egilsdóttir
Gunnar Jónsson
Nína Karen Jónsdóttir Karl Gunnarsson
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
Erna Sigurðardóttir
Sjávargrund 6a, Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 30. mars. Hún verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 4. apríl kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Krabbameinsdeild 11E á Landspítala eða CP Félagið,
www.cp.is.
Jón Ívarsson, Ívar Þór Jónsson, Þóra Sigríður Karlsdóttir, Eva Rut Jóns-
dóttir, Ómar Örn Jónsson, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og ömmubörn.
Víða um heim er siður að halda
upp á fyrsta apríl með glettum og
hrekkjum. Sagt er að uppruna sið-
arins megi rekja til miðalda, en þá
tíðkaðist í vestanverðri Evrópu að
halda nýjársgleði á vorjafndægri.
Fyrsti apríl var þá áttundi og síð-
asti dagurinn í nýárshátíðinni, en
samkvæmt fornri hefð Rómverja
og Gyðinga skyldu merkilegar há-
tíðir standa í átta daga.
Í Sögu daganna eftir Árna
Björnsson kemur fram að hér á
landi sé ekki vitað um ærsl þenn-
an dag fyrr en seint á 19. öld.
Ljóst mun þó að á 17. og 18. öld
þekktu lærðir Íslendingar fyrir-
bærið að „hlaupa apríl.“ Fyrsta al-
kunna aprílgabb í íslenskum fjöl-
miðli var frétt um fljótaskip á Ölf-
usá frá fréttastofu Útvarps árið
1957, en fréttamenn létu þá sem
um beina útsendingu væri að
ræða.
Nú má segja að óformleg sam-
keppni sé meðal fjölmiðla hér um
það, hver á besta aprílgabbið, en
þennan dag hafa oft verið fluttar
fréttir af miklum verðlækkunum
og ýmsum vörum sem ekki hafa
átt sér neina stoð í raunveruleik-
anum og margir orðið til að
hlaupa á eftir þeim. ■
Að hlaupa apríl
STÖÐ 2 Á LYNGHÁLSI Í tengslum við fyr-
irhugaðar lýtaaðgerðir á söngkonunni Rut
Reginalds í fyrra skrökvaði Ísland í býtið
því að áhorfendum á fyrsta apríl að fimm
konum byðist ókeypis brjóstastækkun ef
þær kæmu upp á Lyngháls í afgreiðslu
Stöðvar 2 fyrir klukkan níu um morguninn.