Fréttablaðið - 01.04.2005, Side 34
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
29 30 31 1 2 3 4
Föstudagur
APRÍL
■ ■ LEIKIR
17.15 KR og KA mætast á KR-velli í
A-deild deildarbikars karla í fótbolta.
18.30 Fylkir og Víkingur mætast á
Fylkisvelli í A-deild deildarbikars karla
í fótbolta.
18.45 Víkingur og FH mætast í
Víkinni í seinni umspilsleik um sæti í
úrslitakeppninni í handbolta.
19.15 Valur og Höttur mætast að
Hlíðarenda í úrslitakeppni 1. deildar í
körfubolta.
19.15 Keflavík og Snæfell mætast
í Sláturhúsinu í úrslitum
Intersportdeildarinnar í körfubolta.
■ ■ SJÓNVARP
07.00 Olíssport á Sýn. Endurtekinn
þáttur.
07.30 Olíssport á Sýn.
08.00 Olíssport á Sýn.
08.30 Olíssport á Sýn.
16.10 Skíðamót Íslands á RÚV.
Samantekt frá öðrum keppnisdegi.
Endurtekinn þáttur.
16.15 Þú ert í beinni! á Sýn.
Endurtekinn þáttur.
17.15 Olíssport á Sýn. Endurtekinn
þáttur.
18.30 Meistaradeildin á Sýn.
Þáttur um meistaradeild Evrópu.
19.00 Intersportdeildin á Sýn.
Bein útsending frá leik Keflavíkur og
Snæfells í úrslitum Intersport-
deildarinnar í körfubolta.
21.00 US Masters 2004 á Sýn.
Upphitunarþáttur fyrir Masters-mótið
í golfi.
22.00 Motorworld á Sýn.
23.15 HM í póker á Sýn.
23.25 Skíðamót Íslands á RÚV.
Samantekt frá þriðja keppnisdegi.
Berglind í algjörum
sérflokki í Kaplakrika
22 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
> Við hrósum ...
… borðtenniskappanum Guðmundi E.
Stephensen sem komst alla leið
í 16-manna úrslit tvíliðaleiks á
Evrópumótinu í Árósum í
Danmörku. Þetta er besti
árangur sem íslenskur
borðtennisspilari hefur
nokkurn tíma náð á
Evrópumóti og sýnir að
Guðmundur er á réttri leið.
sport@frettabladid.is
> Við hrósum ...
… kvennaliði Vals í handboltanum sem
náði með miklu harðfylgi að snúa
töpuðum leik í sigur gegn FH
í gær. Í stöðunni 19–16
lokaði Berglind
Hansdóttir markinu og
FH skoraði ekki mark á
síðustu 10 mínútum
leiksins. Valur skoraði þá
sex mörk og fór með 19–22
sigur af hólmi.
Aðal leikur dagsins
Keflavík-Snæfell
Fyrsti leikurinn í úrslitarimmu
Keflavíkur og Snæfells fer fram í
Reykjanesbæ í kvöld. Þar má fastlega
búast við stórgóðri skemmtun enda
óumdeilanlega tvö bestu lið landsins
á ferðinni.
Úrslitakeppni kvenna
FH–VALUR 19–22 (9–10)
Mörk FH: Gunnur Sveinsdóttir 5, Bjarný
Þorvarðardóttir 4, Björk Ægisdóttir 4/4, Dröfn
Sæmundsdóttir 3, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir
2, Berglind Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Kristín María Guðjónsdóttir 13.
Mörk Vals: Katrín Andrésdóttir 5, Ágústa Edda
Björnsdóttir 5/4, Soffía Rut Gísladóttir 4, Arna
Grímsdóttir 2, Lilja Valdimarsdóttir 2, Hafrún
Kristjánsdóttir 2, Berglind Íris Hansdóttir 2.
Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 28/2.
ÍBV–VÍKINGUR 31–27 (14–17)
Mörk ÍBV: Alla Gokorian 12/5, Anastasia Patsion
5, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Ingibjörg
Jónsdóttir 3, Elísa Sigurðardóttir 2, Tatjana
Zukovska 2, Eva Björk Hlöðversdóttir 1, Edda
Björk Eggertsdóttir 1.
Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 13.
Mörk Víkings: Margrét Egilsdóttir 10, Ásta
Agnarsdóttir 7, Helga Guðmundsdóttir 3, Helga
Birna Brynjólfsdóttir 4/3, Natasa Damiljanovic 2,
Eygló Jónsdóttir 1.
Varin skot: Erna María Eiríksdóttir 11.
Fyrir nokkrum vikum settist á varamannabekkinn hjá
kvennaliði Keflavíkur í körfubolta maður að nafni Nick
Bradford, sá hinn sami og hefur gert það gott með
karlaliði félagsins í Intersport-deildinni undanfarin
tvö tímabil. Bradford þykir mikill glaumgosi sem
leikmaður og er venjulega í fararbroddi þegar
kemur að því að halda uppi stemningu í leikj-
um karlaliðsins. Það var í miðjum leik þann
23. febrúar gegn ÍS sem Bradford tók sér
stöðu á bekk kvennaliðsins en þá var staðan
40-14 fyrir ÍS. „Ég veit ekkert af hverju hann
mætti á hliðarlínuna í þessum leik og við
leikmennirnir vorum lítið að spá í það,“ segir
Anna María Sveinsdóttir, leikreyndasti leik-
maður Keflavíkur. Ekki ber á öðru en að nærvera
Bradford svínvirki, því um leið og hann mætti á
svæðið í umræddum leik gegn ÍS sneru Keflavíkur-
stúlkur honum sér í hag og unnu á endanum
þriggja stiga sigur, 71-68.
„Það er ofboðslega gaman að hafa hann, hann er
náttúrulega bara trúður og mikill stemningsgrís og heldur
okkur stelpunum í fullu fjöri,“ segir Anna María en síðan í
þessum leik hefur Bradford átt fast sæti á bekknum að und-
anskildum öðrum leiknum í undanúrslitaeinvíginu gegn ÍS.
Þá var Bradford að spila með karlaliðinu og komst ekki í
bæinn í tæka tíð. Það þurfti ekki að spyrja að sökum
– Keflavík tapaði leiknum í fjarveru Bradfords.
„Þótt mörgum öðrum finnist hann kannski frekar
leiðinlegur karakter þá er hann toppnáungi,“ segir
Anna María og neitar því ekki að Bradford sé
orðinn hálfgerður happagrís. „Hann mætir
þarna hlaupandi með nammi handa öllum,
gefandi „high-five“ og heldur uppi stemning-
unni. Hann er líka byrjaður að gefa leik-
mönnum ráð og það er hlustað á hann. Hann
verður alveg örugglega með okkur í úrslitaeinvíginu
gegn Grindavík,“ segir Anna María. Einum leik er lokið í
þeirri rimmu og með Bradford á bekknum vann Keflavík
öruggan sigur í fyrrakvöld. Og það sem meira er - nafninu
hans var splæst á leikskýrsluna í fyrsta sinn.
ÍBV og Valur fögnuðu sigri í fyrstu umferð úrslitakeppni DHL-deildar
kvenna í handbolta þar sem góðir endasprettir tryggðu þeim báðum sigur.
BANDARÍKJAMAÐURINN NICK BRADFORD HJÁ KEFLAVÍK: ER LUKKUTRÖLL KVENNALIÐSINS
Trúður sem hleypur um með nammi
HANDBOLTI Það leit ekki vel út
fyrir Valsstelpur þegar þjálfar-
arnir Guðríður Guðjónsdóttir og
Valdimar Grímsson tóku leikhlé
þegar tíu mínútur voru eftir og
heimastúlkur í FH voru þremur
mörkum yfir, 19-16, í fyrsta leik
liðanna í átta liða úrslitum. Ræða
Valdimars heyrðist um allan
Kaplakrika og hafði einnig frá-
bær áhrif því Valsliðið vann síð-
ustu tíu mínútur leiksins 6-0 og
tryggði sér 19-22 sigur og 1-0
forystu í einvíginu.
Berglind Íris Hansdóttir var
frábær í marki Vals, varði 28 skot
og skoraði einnig tvö af níu hraða-
upphlaupsmörkum liðsins yfir
endilangan völlinn. Berglind var
líka ánægð í leikslok. „Við vorum
búnar að klúðra niður þriggja
marka forskot, vorum komnar
þremur mörkum undir og þurft-
um bara spark í rassinn,“ sagði
Berglind um leikhléið sem breytti
öllu. Berglind var heldur ekki í
vafa hvernig fer á Hlíðarenda á
laugardaginn. „Þetta fer pottþétt
2-0,“ og það er ljóst að með sams-
konar stórleik frá henni sjálfri
gæti sumarfríið verið á næsta
leiti hjá FH-liðinu.
„Það var eins og við hefðum
ekki trú á þessu, við stressuðumst
upp og náðum ekki að klára þetta.
Þessi endakafli er bara skandall
og þetta á ekki að gerast. Berglind
var að taka fullt af skotum og hún
er bara að taka þetta fyrir þær,“
sagði Kristín María Guðjónsdótt-
ir, fyrirliði FH sem stóð sig vel í
markinu og varði 13 skot. „Við
getum þetta alveg, vitum alveg
hvað þær geta. Við eigum leik á
laugardaginn og verðum að vinna
hann því við ætlum ekki að detta
út núna,“ bætti Kristín María við.
Íslandsmeistarar ÍBV voru
heppnar að sleppa með sigur
þegar þær fengu Víkinga í heim-
sókn til Eyja í gærkvöldi. Víkings-
stelpur komu mjög ákveðnar til
leiks og höfðu yfirhöndina í fyrri
hálfleik þar sem liðið náði mest 5
marka forskoti, 10-15. Með inn-
komu Guðbjargar Guðmanns-
dóttur og Darinku Stefanovic,
sem byjuðu á bekknum vegna
meiðsla, breyttist leikur ÍBV liðs-
ins til hins betra, liðið seig hægt
framúr og vann að lokum 31–27,
tölur sem gefa kannski ekki rétta
mynd af gangi leiksins.
„Ég er auðvitað ekki ánægður
með leikinn og við vorum að spila
mjög illa. Ég er hins vegar ánægð-
ur með að við skildum ná sigrinum
þó við hefðum alls ekki átt hann
skilinn. Við erum að fara í gegnum
erfitt tímabil núna, það er mikið um
meiðsli í hópnum og það er mikil-
vægt að við klárum dæmið á laug-
ardaginn svo stelpurnar geti fengið
smá hvíld,“ sagði Alfreð Finnsson,
þjálfari ÍBV að leik loknum.
Vandræðagemlingurinn JermainePennant er laus úr fangelsi eftir
að hafa dvalið í einn mánuð bak við
lás og slá. Pennant
var dæmdur í
þriggja mánaða
fangelsi fyrir ölvun-
arakstur en tekur út
þá tvo síðustu á
skilorði. Auk þess
þarf hann að hafa
staðsetningartæki á
sér svo yfirvöld geti fylgst með ferð-
um hans. „Ég hlakka til að reima á
mig skóna á nýjan leik og byrja að
æfa á nýjan leik,“ sagði Pennant er
hann slapp úr prísundinni en hann
er nú í láni hjá Birmingham frá
Arsenal.
Jermaine O’Neal æfði í fyrsta sinní mánuð með Indiana Pacers eftir
að hann meiddist illa á öxl fyrir
mánuði síðan. Margir glöddust yfir
endurkomu kappans en O’Neal bað
menn um að hafa allan varann á.
„Mér liggur ekkert á að snúa tilbaka.
Ef ég spila í fyrstu umferð úrslitanna
þá verður það ekki fyrr en í þriðja
eða fjórða leik,“ segir O’Neal.
ÚR SPORTINU
HELOSAN
RAKAKREM
fyrir alla fjölskylduna
Mýkjandi og rakagefandi
UEFA búið að dæma í máli Jose Mourinho:
Fær tveggja leikja bann
og milljón króna sekt
FÓTBOLTI Jose Mourinho, knatt-
spyrnustjóri Chelsea í ensku úr-
valsdeildinni, var í gær sektaður
og dæmdur í bann af evrópska
knattspyrnusambandinu UEFA
fyrir að reyna að koma óorði á
andstæðinginn með lygum eftir
leik í meistaradeild Evrópu milli
Chelsea og Barcelona á Nou Camp
þann 23. febrúar síðastliðinn.
Mourinho fékk tveggja leikja
bann og er gert að borga 8.900
pund í sekt eða um eina milljón ís-
lenskra króna.
Eins og einhverjir ættu að
muna fullyrti Mourinho að hann
hefði persónulega séð Fran Rijka-
ard, knattspyrnustjóra Barcelona,
ræða við dómarann Anders Frisk í
hálfleik í viðureigninni frægu.
Mourinho var seinna staðinn að
því að fullyrða að einn af aðstoð-
armönnum sínum hefði bent sér á
atvikið en hann hefði ekki orðið
vitni að þessu sjálfur.
Bruce Buck, einn af stjórnar-
mönnum Chelsea, sagði félagið
ekki vera ánægt með úrskurðinn.
„Við virðum ákvörðun UEFA
engu að síður,“ sagði Buck. „Við
dáumst einnig að Frisk og hans
eldmóði og hörmum hvernig mál-
in hafa þróast. Okkar fólk reynir
hvað það getur til að komast að
því hverjir standa á bak við hótan-
irnar sem Frisk og fjölskylda
hans hafa þurft að þola og munum
að sjálfsögðu koma öllum upplýs-
ingum sem við kunnum að komast
yfir til yfirvalda,“ bætti Buck við.
Chelsea mætir Bayern
Munchen í 8 liða úrslitum meist-
aradeildarinnar og er fyrri leikur
liðanna á mánudaginn. Mourinho
fær ekki að koma nálægt liði sínu
meðan á viðureignunum tveimur
stendur en mun væntanlega verða
í stanslausu símasambandi úr
stúkunni við Steve Clarke,
aðstoðarmann sinn, sem mun
koma til með að stjórna liði
Chelsea í leikjunum.
LEIKIR GÆRDAGSINS
USS Jose Mourinho ætti núna að vita það sjálfur að það borgar sig stundum að segja
sem minnst. Hann fær ekki að stjórna Chelsea í leikjunum gegn Bayern Munchen.
BERGLIND
HANSDÓTTIR
Var stórkostleg í
marki Vals í
gærkvöldi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN