Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 39
FÖSTUDAGUR 1. apríl 2005 27
Banki allra landsmanna
410 4000 | landsbanki.is
Eyddu í sparnað og fermingargreiðslan vex
jafnt og þétt í framtíðinni. Framtíðargrunnur
Landsbankans er góður kostur til fermingargjafa.
• Hæstu vextir sparireikninga Landsbankans
• Bundinn til 18 ára
• Verðtryggður
Fermingargreiðsla sem vex
iBook
Þau fermingarbörn sem leggja ferm
ingarpeningana inn á Fram
tíðargrunn Landsbankans lenda sjálfkrafa í lukkupotti þar se
m hæ
gt e
r a
ð v
inn
a
gl
æ
si
le
ga
1
2”
iB
oo
k
fa
rt
öl
vu
e
ða
f
jö
ld
a
af
g
læ
ný
ju
m
iP
od
Sh
uff
le m
p3 s
pilurum.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
77
98
03
/2
00
5
Vin Diesel skiptir um bleiur
Hasarmyndahetjan Vin Diesel
sýnir á sér nýja hlið í kvikmynd-
inni The Pacifier sem er frum-
sýnd í dag. Myndin segir frá
sérsveitarmanninum Shane
Wolfe sem fenginn er til þess að
leiða björgunarhóp sem á að
frelsa vísindamanninn Howard
Plummer úr höndum bosnískra
hryðjuverkamanna. Einhver
brögð eru þó í tafli og Plummer
er drepinn og Wolfe særist.
Þegar hann nær sér ákveður
hann að taka að sér að vernda
fimm börn Plummer-fjölskyld-
unnar fyrir glæpamönnum sem
vilja komast yfir uppgötvun
Plummers. Wolfe þarf því að
takast á við ný vandamál á borð
við það að kenna á bíl og skipta
um bleiur auk þess sem hann
berst við hættulega hryðju-
verkamenn.
Vin Diesel er ef til vill best
þekktur sem harðjaxl úr mynd-
um á borð við „XXX“ og „The
Fast and the Furious“. Hann er
þó ekki að fara ótroðnar slóðir
því sællar minningar lék Arnold
Schwarzenegger fyrir fimmtán
árum rannsóknarlögreglumann-
inn John Kimble í kvikmyndinni
Kindergarten Cop en sú mynd
naut mikilla vinsælda.
Sjálfur segist Vin Diesel hafa
notið þess að leika á móti börn-
unum. „Ég var í góðu skapi allan
þann tíma sem tökur fóru fram
enda fékk ég að leika mér í
tölvuleikjum, elta krakka og
henda smábörnum upp í loftið.“
Hann segir að erfiðara hafi
verið að ná sambandi við öndina
sem leikur stórt hlutverk í
myndinni. „ Sem betur fer
vorum við með góða andarþjálf-
ara,“ segir harðjaxlinn sem
þykir sýna á sér nýja og mýkri
hlið í myndinni.
Meðal annarra leikenda í
myndinni má nefna Brad Garret
sem er betur þekktur sem
Robert úr Everybody Loves
Raymond og Brittany Snow sem
er að verða ein skærasta ung-
lingastjarna Bandaríkjanna. ■
VIN DIESEL Þykir sýna á sér skemmtilega
og nýja hlið í kvikmyndinni The Pacifier.
Pitt og Jolie
saman?
Það eru ekki liðnar margar vikur
síðan Jennifer Aniston sótti um lög-
skilnað frá Brad Pitt. Flestir héldu
að Pitt myndi taka sér góðan tíma til
þess að komast yfir skilnaðinn, enda
reyndu þau að bjarga hjónabandinu.
Nú virðist sem Pitt hafi ekki verið
með allan hugann við Aniston held-
ur mótleikkonu sína, Angelinu Jolie.
Á meðan skilnaður Aniston og
Pitt var á forsíðum slúðurblaðanna
kepptust þau við að bendla leikkon-
una Jolie við Pitt
og sögðu hana
ástæðuna fyrir
s k i l n a ð i n u m .
Pitt og Jolie
voru þá að leika
saman í kvik-
myndinni Mr.
and Mrs.Smith
og bárust fregn-
ir af djörfum
samtölum þeirra
á milli í síma.
Var þetta sagt
hafa ollið því að
Aniston ákvað að
slíta samband-
inu.
Nú hafa Jolie
og Pitt gefið
þessum sögu-
sögnum byr und-
ir báða vængi
því þegar þau mættu til þess að láta
taka kynningamyndir af sér fyrir
Mr. and Mrs.Smith skráðu þau sig
inn á svítu Meridien hótelsins sem
hjón undir nöfnunum Bryce og
Jasmine Pilaf.
Þessu hefur reyndar verið tekið
með fyrirvara, því svítan er útbúin
mörgum herbergjum og halda ein-
hverjir því fram að þetta sé ein-
göngu hluti af kynningarherferð
myndarinnar.
The Pacifier
Internet Movie Database 5/10
Rottentomatoes.com 18% = Rotin
Metacritic 31/100
The Life and Death of Peter Sellers
Internet Movie Database – 6,6/10
rottentomatoes.com – 70% = Fersk
Danny the Dog
Internet Movie Database – 6,9 / 10
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
(DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM)
ANGELINA JOLIE
Er sögð hafa deilt
svítu um með Brad
Pitt páskana og gefið
þannig sögusögnum
um að þau væru
meira en vinir byr
undir báða vængi