Fréttablaðið - 01.04.2005, Side 40

Fréttablaðið - 01.04.2005, Side 40
Í kvöld eru fyrstu útskriftartón- leikar í tónleikaröð útskriftarnema í tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Fluttar verða tónsmíðar Ásrúnar Ingu Kondrup og Guðmundar Steins Gunnarssonar en þau ljúka bæði námi í tónsmíðum í vor. „Verkið mitt heitir Solus Christ- us og það er fyrsti kaflinn af fjór- um. Þeir eru allir samdir í kringum fjögur slagorð mótmælendakirkj- unnar sem aðgreina hana frá kaþólsku kirkjunni. Síðasti kaflinn heitir Sola Gratia og hann er saminn við texta sem ég þýddi úr hollensku. Verkið er fyrir litla hljómsveit og messósópran en söngkonan heitir Sólveig Samúelsdóttir,“ segir Ásrún. Tónsmíðanámið er þriggja ára nám og segir Ásrún mikla tónfræði og greiningu á tónsmíðum felast í náminu. „Við æfum okkur í alls kyns tæknilegum atriðum í sam- bandi við vinnubrögð við að semja tónlist. Einnig lærum við töluvert í tölvutækni sem er alltaf verið að nota meir og meir við tónsmíðar.“ Útskriftartónleikarnir eru átta talsins og standa til 9. maí. Á þeim verða meðal annars flutt ný verk eftir tónsmíðanemendur auk þess sem fram koma söngvarar og ungir einleikarar á flautu og píanó. Tónleikarnir í kvöld fara fram í Salnum í Kópavogi og hefjast klukkan átta. ■ 28 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… ... Línu Langsokk sem kveður í Borgarleikhúsinu um helgina. Leikritið um hana var frumsýnt í september 2003. Lína ætlaði upp- haflega að drífa sig í siglingu til Suðurhafseyja með pabba sínum fyrir páskana, en hún frestaði för og gaf færi á tveimur sýningum til við- bótar núna fyrstu helgina í apríl. Langur biðlisti á síðustu sýningu og tárvot augu þeirra sem ekki komust að gerðu útslagið. Enn eru nokkur sæti laus á sýningarnar á laugardag og sunnudag. ... því þegar hljómsveitin Jak- obínarína treður upp í Smekk- leysu/Gallerí humar eða frægð á laugardaginn klukkan 15. Hljóm- sveitin vann Músíktiraunir á dögun- um og kemur að þessu sinni fram með meðlim úr sveitinni Lada Sport. Einn þekktasti plötusnúður Bretlands, Alan McGee, mun þeyta skífum á Gauki á Stöng helgina 1. og 2. apríl. McGee er afar þekktur í bresku tónlistarlífi enda uppgötvaði hann meðal annars Oasis, Jesus & Mary Chain og Primal Scream og er nú umboðsmaður The Libertines. Hann rekur umboðsskrifstofuna The Poptones, sem hefur m.a. á sínum snærum The Hives, The Cosmic Rough Riders, og The Bellrays, auk þess sem hann stofnaði hina þekktu Creation Records á sínum tíma. Óli Palli verður gestaplötusnúður bæði kvöldin og bætist þar með í hóp margra mætra einstaklinga sem hafa spilað með Alan. Þeirra á meðal eru Courtney Love, Shane MacGowan og sveitirnar The Libertines, The Hives og Primal Scream. Sign og 911 hita upp fyrir McGee og Óla Palla á föstudagskvöldið og kvöldið eftir hita Dúndurfréttir upp. Stuðið byrj- ar kl. 22.00 bæði kvöldin og kostar 1500 kr. inn. Kl. 17.00 Markús og Donna Mezz leika í Smekkleysu/Gallerí humar eða frægð. Markús Bjarnason er söngvari hljóm- sveitanna Sofandi, Skáta og Campfire Backtracks en Donna Mezz er hljómsveit skipuð þremur ungum konum, þeim Björgu, Iðunni og Söru. Heilinn á bak við sveitina er Björg Sveinsdóttir, hún semur tónlistina og syngur ásamt þeim stöllum. menning@frettabladid.is Þekktur plötusnúður á Gauknum ÁSRÚN INGA KONDRUP Hún og Guðmundur Steinn Gunnarsson halda tónleika í kvöld í Salnum Kópavogi. Þau eru bæði útskriftarnemar í tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Verk fyrir hljómsveit og messósópran ! STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20 Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 - Aukasýning Su 3/4 kl 14 - Aukasýning Lokasýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Í kvöld kl 20 - AUKASÝNING Síðasta sýning NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Í kvöld kl 20, Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl. 20 AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Su 3/4 kl 20 Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning - Ath: Miðaverð kr. 1.500 AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson. Í samstarfi við Hið lifandi leikhús. Í kvöld kl 20 Síðasta sýning ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT, Su 3/4 kl 20 - UPPSELT, Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 16/4 kl 20, - UPPSELT, Su 17/4 kl 20 Mi 20/4 kl. 20 - UPPSELT, Fi 21/4 kl 20 Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT, SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. Aðalæfing fi 7/4 kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning fö 8/4 kl 20 - UPPSELT Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar MIÐASALAN ER HAFIN á www.borgarleikhus.is og í síma 568 8000 Fimmtudagur 21. apríl FRUMSÝNING kl. 14.00 - Sumardagurinn fyrsti Laugardagur 23. apríl 2. sýning kl. 14.00 Sunnudagur 24. apríl 3. sýning kl. 14.00 Sunnudagur 1. mai 4. sýning kl. 17.00 Sunnudagur 1. mai 5. sýning kl. 14.00 Fimmtudagur 5. maí 6. sýning kl. 14.00 - Uppstigningardagur Laugardagur 8. mai 7. sýning kl. 14.00 Sunnudagur 9. mai 8. sýning kl. 14.00 Sýnt í Borgarleikhúsinu! ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Hljómsveitin Skakkamanage heldur veislu í fyrrum Hvítakoti í Lækjargötu í tilefni þess að út er komin splunkuný sjötommu- hljómplata hljómsveitar- innar, Hold Your Heart.  20.00 Þrettán nemendur úr tónlist- ardeild Listaháskóla Íslands verða með útskrifartónleika í Salnum Kópavogi. Fluttar verða tónsmíðar eftir Ásrúnu Ingu Kondrup og Guð- mund Stein Gunnarsson. Tónleik- arnir eru þeir fyrstu í níu raða tón- leikaröð.  22.30 Blúskvöld með Mike Poll- ock, Sigga Sig og Gunnar Erlings á Café Rosenborg. ■ ■ OPNANIR  Ólöf Björg opnar sýningu á málverk- um í kaffihúsinu Energía í Smáralind. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 DJ Sóley og Áki Pain spila á Pravda  23.00 Hljómsveitin Sixties heldur fjörinu uppi alla helgina á Kringlu- kránni þann 1. og 2. apríl. Stuðið hefst kl:23 báða dagana.  Dúettinn Halli og Kalli skemmtir á Ara í Ögri. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 31 1 2 3 4 Föstudagur APRÍL ALAN MCGEE Þessi þekkti plötusnúður þeytir skífum á Gauki á Stöng 1. og 2. apríl. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.