Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 10
ÓLÖGLEGT GÓSS
Lögreglan í Addis Ababa gerði á dögunum
upptæk 500 kíló af fílabeinum auk upp-
stoppaðra ljóna og hlébarða. Einnig fund-
ust nokkur strútsegg í góssinu. Selja átti
varninginn úr landi.
10 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
Reykjavíkurborg:
Samgönguáætlun gagnrýnd
BORGARMÁL Höfuðborgarsvæðið og
Reykjavíkurborg, sérstaklega, fara
verulega varhluta af fyrirhuguðum
framkvæmdum ríkisins í sam-
göngumálum að mati meirihluta
borgarráðs. Ný fjögurra ára sam-
gönguáætlun Sturlu Böðvarssonar
er gagnrýnd þar sem innan við tíu
prósent framkvæmdafjár fari til
höfuðborgarbúa þar sem 40 prósent
landsmanna búa.
Segir í bókun borgarráðs að
Sjálfsstæðisflokkurinn beri höfuð-
ábyrgð á fjársvelti höfuðborgarinn-
ar í samgöngumálum enda hafi
samgönguráðuneytið verið í þeirra
höndum óslitið frá árinu 1991. Á því
tímabili hafi aðeins 22 prósent
framlaga til vegamála skilað sér til
höfuðborgarbúa. Algerlega óviðun-
andi sé að hvorki Sundabraut né
samgöngubætur við Mýrargötu séu
á dagskrá ráðherra næstu fjögur ár.
Sundabrautin sé væntanlega hag-
kvæmasta framkvæmdin sem hægt
sé að ráðast í vegna þess fjölda sem
um hana mun fara og yfirlýst áform
um sérstaka fjármögnun eigi ekki
að standa í vegi fyrir að hægt verði
að tímasetja framkvæmdina.
- aöe
Lík fannst sundurhlutað í Stokkhólmi:
Maðurinn er af
norrænum uppruna
SVÍÞJÓÐ Sænsku lögreglunni hefur
enn ekki tekist að bera kennsl á lík
af karlmanni sem fannst sundur-
hlutað í tvennu lagi í miðborg
Stokkhólms um síðustu mánaða-
mót.
Fingraför mannsins hafa verið
borin saman við fingafarasöfn
sænsku, dönsku, norsku og finnsku
lögreglunnar án nokkurs árangurs.
Engu að síður er sænska lögreglan
sannfærð um að maðurinn sé af
norrænum uppruna og byggir það
á tannviðgerðum sem talsmenn
lögreglunnar segja tvímælalaust
gerðar af norrænum tannlækni.
Talið er víst að upplýsingar um
manninn séu því að finna á skrá
einhvers tannlæknis í Skandinavíu
og verður myndum af tönnum
mannsins dreift meðal tannlækna á
Norðurlöndum í þeirri von að hægt
verði að bera kennsl á manninn.
Enn hefur enginn verið hand-
tekinn vegna þessa óhugnanlega
máls en sænska Aftonbladet sagði í
gær að leit lögreglunnar beinist að
konu og hefur það eftir heimildum
innan lögreglunnar.
- ssal
Sættir náðust á
síðustu stundu
Meirihlutasamstarfi í sveitarstjórn Skagafjarðar
var bjargað fyrir horn á elleftu stundu. Oddviti
sjálfstæðismanna ætlar að hætta í stjórnmálum.
SKAGAFJÖRÐUR Sættir hafa náðst í
deilum milli sjálfstæðismanna í
sveitarstjórn Skagafjarðar. Með
því var komið í veg fyrir að van-
traust yrði sam-
þykkt á Gísla
Gunnarsson for-
seta sveitarstjórn-
ar og oddvita sjálf-
s t æ ð i s m a n n a .
Meirihluti sjálf-
stæðismanna og
Vinstri grænna í
Skagafirði heldur
því velli enn um
sinn.
Séra Gísli
Gunnarsson boðar
hins vegar brotthvarf sitt af sviði
stjórnmálanna þegar þessu kjör-
tímabili lýkur að ári, en hann hefur
þá verið oddviti D-listans í átta ár.
„Ég reikna alls ekki með því að ég
sækist eftir því að leiða lista sjálf-
stæðismanna né að vera á lista í
næstu kosningum,“ segir hann og
kveðst ætla að einbeita sér að
prestsstörfum en hann er starfandi
sóknarprestur í Glaumbæ.
Deilur spruttu nýverið milli
Gísla og Bjarna Maronssonar, eins
þriggja fulltrúa sjálfstæðismanna í
sveitarstjórn, og oddvita flokksins,
eftir að Gísli hafði úrskurðað
Bjarna vanhæfan til þátttöku í af-
greiðslu fundargerðar. Í kjölfarið
lýsti Bjarni því yfir að hann styddi
Gísla ekki lengur sem forseta og
hefði meirihlutinn því fallið að
óbreyttu.
Á fundi sjálfstæðismanna í
Skagafirði í fyrrakvöld tókst hins
vegar að bera klæði á vopnin og
þar með var lífi meirihlutans borg-
ið um sinn að minnsta kosti.
Deilendur sættast á að hæfi Bjarna
Maronssonar í áðurgreindu máli
hafi orkað tvímælis en að Gísla
hafi jafnframt borið að leggja hæf-
ið í dóm fundarins í stað þess að úr-
skurða um það sjálfur.
„Það var mín ákvörðun að
þiggja þessar sættir í málinu bæði
vegna þess að Gísli viðurkenndi að
hafa misbeitt valdi sínu en líka að
stutt er eftir af kjörtímabilinu og
óvíst hvað við tæki í sveitarstjórn
ef meirihlutinn félli,“ segir Bjarni
Maronsson.
ssal@frettabladid.is
Samruni mjólkur-
framleiðenda:
Nýtt félag í
lok apríl
SAMRUNI Mjólkursamsalan í
Reykjavík (MS) og Mjólkurbú flóa-
manna hafa sameinast undir einn
hatt. Ný stjórn sameinaðs félags
verður kosin 29. apríl næstkom-
andi, að sögn Magnúsar Sigurðs-
sonar, stjórnarformanns MS.
Magnús segir formlegt samein-
ingarferli hafa staðið síðan sam-
runi var samþykktur á aðalfundi
félaganna í mars. Magnús telur
töluverða hagræðingu og sparnað
skapast við þetta. Áætlað er að fé-
lagið fái nýtt nafn en vörumerki
MS verði notað áfram. -sgi
Árleg söfnun ABC:
Byggja
heimili fyrir
drengi
SÖFNUN Í árlegri söfnun ABC
barnahjálpar verður að þessu
sinni safnað fyrir stórri bygg-
ingu á Heimili litlu ljósanna á
Indlandi, þar sem verður svefn-
aðstaða fyrir 800 drengi. Áætlað-
ur byggingarkostnaður er tæp-
lega 10 milljónir króna.
Söfnunin hefst formlega í dag
með því að forseti Íslands, herra
Ólafur Ragnar Grímsson, og
Vigdís Finnbogadóttir opna hana
með táknrænum hætti, Vigdís í
Háskóla íslands og forsetinn að
Bessastöðum.
Reikningur fyrir söfnunina
Börn hjálpa börnum er í Íslands-
banka nr: 515-14-110000, kt.
690688-1589.
- jss
GÍSLI
GUNNARSSON
Séra Gísli ætlar
að hætta í stjórn-
málum.
Fjármálaráðherra:
Skipaskrá hér óþörf
KAUPSKIP Skipafélög í millilanda-
flutningi þurfa ekki fjárhagsleg-
an stuðning, sagði Geir H. Haarde
í utandagskrárumræðum á Al-
þingi. Íslensk alþjóðleg skipaskrá
væri því óþörf.
Geir sagði menn sammála um
að styðja þyrfti við bakið á far-
mönnum svo að þeir væru sam-
keppnishæfir. Sjónarmið Geirs
eru í samræmi við hugmyndir
Sjómannafélags Reykjavíkur.
Aðrir vilja alþjóðlega skipaskrá
hér eins og í nágrannalöndunum.
Geir benti á að þó að íslensk
skipafélög í flutningum hafi skráð
skip sín í Færeyjum væru sjó-
mennirnir íslenskir.
- gag
M
YN
D
A
P
FRAMTÍÐARSKIPULAG MÝRARGÖTU
Þær framkvæmdir eru ekki á samgöngu-
áætlun en eru forsenda þess að fyrirhuguð
uppbygging svæðisins geti hafist.
GÁMAR EIMSKIPS
Eimskip, eitt félaga í millilandaflutningi á
sjó, skráir áhafnir hér heima. Ekkert fyrir-
tækjanna skráir skipin hér.
SKAGAFJÖRÐUR
Það er fallegt í Skagafirði og allt fallið í ljúfa löð í sveitarstjórn eftir deilur undanfarinna vikna.