Fréttablaðið - 15.04.2005, Síða 22

Fréttablaðið - 15.04.2005, Síða 22
Umræðan um einkavæðingu Símans er komin inn á óvenjulegar brautir. Á Alþingi er hart tekist á um hvort málið skuli rætt, einkum vegna þess að menn greinir á um hvort umræðu- grundvöllurinn sé sögusagnir og dylgjur og þar með sé málið óþing- tækt eða hvort meirihlutinn með lið- styrk þingforseta sé að koma sér hjá umræðu. Samfylkingarþingmenn tala um ritskoðun en þingmenn stjórnarinnar, einkum framsóknar- manna, tala um persónulega aðför og dylgjur í garð forsætisráðherra. Hneykslun og vandlæting gengur á báða bóga. Á meðan hinir kjörnu fulltrúar fara með ræður sínar og leika sig inn í staðnaðar rullur stjórnmálahand- ritsins sem nú er í umferð – en þar eru í aðalatriðum tvö eintalshlut- verk, með stjórn og móti stjórn – fjarar þolinmæði almennings út og leiðindin og sorgin grípa um sig. Leiðindi yfir fullkomnum fyrirsjáan- leika staglsins, sorg vegna sjálf- heldu mikilvægra mála og nagandi tilfinningar um að einhvers staðar á bak við stjórnsýsluathafnir leynist einhvers konar sérhagsmunasjónar- mið. Ekki sérhagsmunasjónarmið kjördæmapotsins sem eru gamal- kunn og gagnsæ. Halldór E. Sigurðs- son heitinn, fyrrum ráðherra Fram- sóknarflokksins og Borgnesingur, sagði mér eitt sinn frá því að í um- ræðum um Borgarfjarðarbrúna á Al- þingi hafi Reykjavíkurþingmaður- inn Albert Guðmundsson komið í ræðustól og sagt að sérhagsmuna- sjónarmið Halldórs E. réðu ferðinni við ákvörðunartöku um brúarsmíð- ina og nær væri að setja fé í vega- gerð í höfuðborginni (Kunnugleg umræða!). Halldór kvaðst hafa farið upp til að andmæla þessu og að ekki kæmi til greina að fresta fram- kvæmdum við brúna. Þegar hann kom aftur í sæti sitt var á borðinu hjá honum miði með vísu: Sérhagsmunasjónarmið sýnast ekki eiga við, en Borgarfjarðarbrúna byggja skal ég núna. Halldór mun hafa haft gaman af þessu enda felst í allri gagnrýni á kjördæmapot viðurkenning á því að menn séu uppteknir af því að hugsa um hag sinna kjósenda. Auk þess hefur sagan sýnt að tæpast var þarna um augljósa sérhagsmuni að ræða. Um langt skeið hafa menn þó gagnrýnt stjórnmál kjördæmapots og talað fyrir því að almenn sjónar- mið ráði för umfram sértækar lausn- ir, sé þess nokkur kostur. Almenn- ingur hefur verið vakandi yfir þessu og háværar og sanngjarnar kröfur komið fram um að jafna vægi at- kvæða og jafnvel gera landið allt að einu kjördæmi. En þó að nú sé al- mennt viðurkennt að stjórnmála- menn eigi að hugsa um hag allra kjósenda er sú synd að hugsa sér- staklega til sérhagsmuna kjósenda í tilteknu kjördæmi talsvert annars eðlis en gæsla sérhagsmuna af ein- hverjum öðrum toga, t.d. hagsmuna tiltekinna gæðinga eða vildarvina stjórnmálamanna eða flokka. Slík hagsmunatengsl við fyrir- tæki og einstaklinga eru vissulega vel þekktur hluti af íslenskri stjórn- málasögu og hafa verið gagnrýnd, ekki síður en kjördæmapotið. Það er aftur á móti grundvallarmunnur á þessu tvennu, sérhagsmunum al- mennings á tilteknu landsvæði eða sérhagsmunum einstaklinga eða ein- stakra fyrirtækja. Stjórnmálaflokk- um og stjórnmálamönnum fyrirgef- ast sérhagsmunasjónarmið kjör- dæmapotsins og það rýrir ekki traust manna á þeim að marki. Það magnar hins vegar upp kröfur um kerfisbreytingar. Sérhagsmunasjón- armið hagsmunatengsla fyrirgefast síður og þau rýra tiltrú manna og traust á viðkomandi flokkum og mönnum og stjórnmálunum í heild. Það er alvarlegt mál fyrir stjórn- málin að missa traustið með þessum hætti. Vissulega er þetta áhyggju- efni fyrir alla flokka, en stjórnar- flokkarnir hljóta að hafa sérstakar áhyggjur um þessar mundir. Hin beitta gagnrýni og vantraust á Síma- söluna kemur nefnilega ekki frá stjórnarandstöðunni og meintum „dylgjum“ hennar. Sá tónn hverfur inn í pólitískan samhljóm staglsins og nær einskis manns eyrum. Gagn- rýnin kemur í viðbrögðum almenn- ings við viðhorfsgrein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu. Pétur Blöndal, sá þingmaður sem hugsan- lega hefur hvað mesta tiltrú hjá al- menningi, sagði í útvarpi um þetta mál að hann hefði í síðustu viku varpað fram svipaðri hugmynd og Agnes. Hann fékk engin viðbrögð! Það segir það sem segja þarf um til- trú fólks á stjórnmálunum. Alveg óháð því hvort eitthvað er í raun og veru athugavert við undirbúninginn á sölu Símans, er ljóst að mjög stór hluti þjóðarinnar trúir að svo kunni að vera. Í því felst einmitt hin stóra áminning! Stjórnarflokkarnir þurfa að horfast í augu við að þeirra eigin framganga og meðferð valds veldur því að í huga svo margra sýnast sér- hagsmunasjónarmið – og ekki bara meinlítið kjördæmapot – einmitt eiga við, hvort sem þau gera það í þessu tilviki eða ekki. Vandinn liggur ekki í dylgjum stjórnarandstöðu þótt þær kunni að vera ósmekklegar. Í þessum efnum glymur klukkan stjórnarflokkunum sjálfum. Þ að vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir tæpum aldar-fjórðungi þegar Vigdís Finnbogadóttir var körin forseti Ís-lands, fyrst kvenna í heiminum sem kosin var í embætti þjóðhöfðingja í almennum kosningum. Þetta vakti ekki aðeins mikla athygli hér á landi heldur einnig víða um heim. Kristín Ást- geirsdóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar, sem er í dag, að það hafi skipt mjög miklu máli í kvenna- bráttunni að Vigdís var kjörin forseti: „Hún var fyrirmynd og það ólst heil kynslóð upp við það að hafa konu sem forseta. Þessi sýni- leiki sýnir að konur eiga alls staðar erindi og það brýtur niður gamla fordóma,“ sagði Kristín í viðtalinu. Í forsetatíð sinni ferðaðist Vígdís mjög mikið um landið og fór auk þess í margar opinberar og óopinberar heimsóknir til útlanda. Hvarvetna sem hún fór, hvort sem það var um fámenn byggðarlög Vestfjarða eða nágrannalöndin, vakti hún verðskuldaða athygli. Hún bar með sér ferska vinda og boðaði fagnaðarerindi sitt á hverjum stað þannig að allir skildu. Náttúruvernd og skógrækt hafa verið henni ákaflega hjartfólgin viðfangsefni í gegnum árin, auk verndar menningararfsins og íslenskrar tungu. Þótt þessir þættir hafi staðið henni nærri hefur hún lagt sitt af mörkum til tækni og verkþekkingar og var þess vegna gerð að heiðursdoktor við verkfræðideild Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum. Í tilefni af afmælinu efnir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands til alþjóðlegrar ráð- stefnu undir heitinu „Samræður menningarheima“. Fjöldi fyrirles- ara kemur á þessa ráðstefnu, bæði innlendir og erlendir sem koma víða að úr heiminum. Staðreyndin er sú að þó að Vigdís hafi látið af embætti forseta Íslands fyrir nokkrum árum heldur hún áfram að bera hróður Íslands víða um heim. Það sýna hinir erlendu fyrirles- arar glöggt sem hingað eru komnir. Okkur ber því að virða og þakka framlag hennar til eflingar íslenskri menningu og kynning- ar á landi og þjóð sem hún hefur innt af hendi víða um heim á und- anförnum árum. Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Vigdísi í tilefni afmælisins. Þar segir hún á einum stað: „Ég vona að ég hafi aldrei verið á stalli, því mér þykir svo vænt um fólk. Ég óskaði þess að fólk fyndi það vinsamlega í mér, en ekki hið gagnstæða. Ég var bara ein af okkur, ósköp venjuleg manneskja sem af tilviljun var valin í þetta starf. Vinur þeirra sem vildu vera vinir mínir. Reiðubúin að halda undir horn og lyfta með átökum, því ég er í eðli mínu dráttarklár, tilbúin að draga eða ýta á eftir málefn- um og verkum.“ Hún var svo sannarlega í forsetatíð sinni tilbúin að ýta á eftir málefnum og verkum af ýmsu tagi, og jafnvel þannig að sumum þótti nóg um á sínum tíma. Vigdís færði embætti forseta Íslands nær fólkinu í landinu og með óþvingaðri framkomu sinni við ýmis tækifæri heillaði hún fólk bæði heima og erlendis. Til hamingju með afmælið Vigdís.■ 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Vigdís FRÁ DEGI TIL DAGS Staðreyndin er sú að þó að Vigdís hafi látið af embætti forseta Íslands fyrir nokkrum árum held- ur hún áfram að bera hróður Íslands víða um heim. Það sýna hinir erlendu fyrirlesarar glöggt sem hingað eru komnir. Okkur ber því að virða og þakka framlag hennar til eflingar íslenskri menningu og kynningar á landi og þjóð sem hún hefur innt af hendi víða um heim á undan- förnum árum. ,, Í DAG SALA SÍMANS BIRGIR GUÐMUNDSSON Alveg óháð því hvort eitthvað er í raun og veru athugavert við und- irbúninginn á sölu Símans, hvort einhver sérhagsmuna- sjónarmið hafi þar ráðið för, er ljóst að mjög stór hluti þjóðarinnar trúir að svo kunni að vera. Í því felst einmitt hin stóra áminning! ,, Dómarinn og fjölmiðlalög Morgunblaðið birti stutta en fræga stefnuyfirlýsingu Jóns Steinars Gunn- laugssonar, hæstaréttardómara og frjálshyggjumanns, 19. janúar 2004. Þar segir meðal annars: „Ég er á móti lög- gjöf sem bannar sama manni (eða mönnum) að eiga mörg fyrirtæki, hvort sem þau fást við rekstur fjölmiðla eða stunda aðra starfsemi.“ Og enn fremur: „Mér finnst það vera jákvætt ef framtakssamir einstaklingar verða ríkir meðal annars vegna þess að þeir eru líklegir til að nýta hagnað sinn til áframhaldandi upp- byggingar.“ Þegar horft er til fágætrar og ný- fenginnar þverpóli- tískrar samstöðu um takmörkun á eign- arhaldi í fjölmiðlum verður að telja lík- legt að lög verði bráðlega sett þar að lútandi. Hugsanlegt er að fjölmiðlaeig- endur sætti sig ekki við slíkar takmark- anir þegar þar að kemur og leiti réttar síns alla leið upp í Hæstarétt. Hvað ger- ir hæstaréttardómarinn þá? Stjórnlyndir frjálshyggjumenn Frjálshyggjumaðurinn Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður út- varpsráðs, skrifaði undir eftirfarandi texta árið 1996 þegar hann skilaði Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamála- ráðherra, skýrslu um endurskoðun á útvarpslögum: „Ekki verði sett sér- stök lög um takmarkanir á eignar- haldi í ljósvakamiðlum. Líta skal á útvarpsrekstur sem hvern annan at- vinnurekstur og skulu almenn sam- keppnislög gilda um ljósvakamiðla eins og aðrar atvinnugreinar.“ Nefndarmenn bentu á slæma reynslu í nágrannalönd- unum af takmörkun eignarhalds í fjöl- miðlum: „Það hefur reynst fremur auð- velt að fara í kring um slík lög og þó að þeim sé ætlað að vernda athafnafrelsi og hlutleysi, virðast þau stundum hafa skert athafnafrelsið á ósanngjarnan hátt og jafnvel beinst að einstökum aðilum.“ Svo mörg voru þau orð. Auk Gunnlaugs Sævars undirrituðu skýrsluna þau Ásdís Halla Bragadóttir og Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki, og framsóknarmaður- inn Páll Magnússon, varaformaður út- varpsráðs. Þetta var þá. Og svo breyttist allt. Eða hvað? johannh@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Þau sýnast einmitt eiga við

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.