Fréttablaðið - 15.04.2005, Page 43
Stefnu-
merkja- og
ljósanotkun
Ekki er ætlunin að koma af stað
illindum með skrifum mínum
heldur vil ég benda fólki í um-
ferðinni á hluti sem hægt er að
laga. Undirritaður er atvinnu-
bílstjóri (það þarf ekki að þýða
að ég sé betri en hver annar í
umferðinni) og verður ítrekað
var við að margir aka án aðal-
ljósa eða einungis með annað
aðalljósið í lagi.
Ég vil ekki trúa því að eig-
endur þessara bifreiða sem
svona er ástatt með séu að
spara rafmagnið og/eða finnist
perurnar of dýrar, heldur frek-
ar að gleymst hafi að tendra
ljósin (fyrir hefur komið að ég
hafi gleymt að kveikja aðalljós-
in og kveikt eftir að hafa fengið
merki frá umferð á móti), en
það eru ekki allir jafnviljugir
að tendra ljósin þótt þeim hafi
verið gefið merki um ljósleysið.
Svo eru nokkrir bifreiða-
stjórar sem nenna ekki að gefa
stefnumerki þegar við á. Ég vil
ekki trúa því að bílstjórar hafi
gleymt því að gefa stefnumerki
áður en beygt er vegna þess að
það á að vera skylda að gefa
stefnumerki tímanlega. Ég vil
skora á lögregluna að fylgja
þessu betur eftir.
Gatnakerfi bæjarfélaganna
mega vera betri. Þó að gatna-
kerfin hafi lagast mikið að
undanförnu vantar samt mikið
upp á svo vel megi við una. Ég
nefni ekki nein nöfn en mega
þau bæjarfélög sem þetta á við
taka þessi orð til sín, þetta á við
um þau flest. Kærar kveðjur,
með von um bætta og betri bíl-
stjóra í umferðinni og betri
götur til að aka á í bæjarfélög-
um landsins. ■
Straumhvörf á Alþingi Íslendinga
kenningu að hægt sé að nota sam-
gönguáætlun til sveiflujöfnunar í
sjóðheitu hagkerfi. Einn eða tveir
milljarðar til eða frá á ári mælast
varla þegar árlegar fjárfestingar
og lántökur fyrirtækja og banka
eru taldar í hundruðum milljarða
og stjórnvöld bæta enn í virkjana-
og stóriðjuframkvæmdir. Þvert á
móti var talið mikilvægt að útgjöld
til vega og samgönguframkvæmda
væru sem jöfnust og metnaður
lagður í að standa við loforð og
áætlanir. Fróðlegt verður að vita
hvort þessi nýja hagfræðikenning
hlýtur almenna viðurkenningu.
Sumir stjórnarþingmenn telja ekki
lengur á sig leggjandi að útskýra
þann skollaleik fyrir kjósendum
sem felst í því að lofa milljörðum
til viðbótar í samgöngumál fyrir
kosningar og svíkja það síðan að
þeim loknum.
Í öðru lagi gerðu þingmenn af
höfuðborgarsvæðinu uppreisn
gegn skiptingu vegafjár. Lands-
byggðarkjördæmin hafa um árabil
fengið um 80% í sinn hlut en
höfuðborgarsvæðið um 20%. Þetta
hlutfall er ósanngjarnt hvernig
sem á það er litið og ljóst af um-
ræðunni að við það verður ekki
unað. Fjórir af hverjum fimm bíl-
um landsmanna eru á höfuðborg-
arsvæðinu og um helmingur lands-
manna. Sennilegt verður að telja
að í framhaldi af þessari uppreisn
muni þingmenn á höfuðborgar-
svæðinu bindast samtökum um að
knýja á um stærri sneið af kök-
unni. Ekki þarf að tíunda það að
arðsemi vegaframkvæmda og
öryggisumbóta á þessu svæði og
tengingar þess við Suðurnes, Ár-
borgarsvæðið og Borgarfjörð er
margföld á við framkvæmdir í
dreifðari byggðum.
Í þriðja lagi eru að verða
straumhvörf í umræðunni um
flugvöll í Vatnsmýrinni. Það var
augljóst af ræðum nokkurra þing-
manna Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík að verið er að undirbúa
stefnubreytingu. Það má heita ör-
uggt að borgarstjórnarflokkur
þeirra setji það á oddinn í næstu
kosningum að flugvöllurinn hverfi
úr Vatnsmýrinni og verðmætasta
byggingarland Íslands verði nýtt
til þess að styrkja og bæta borgar-
byggðina. Margir sjálfstæðismenn
í Reykjavík hafa skilið rökin fyrir
því að borgin endurheimti Vatns-
mýrina og flytja þau nú af miklum
þrótti. Athyglisvert var að enginn
þeirra Sigurðar Kára Kristjáns-
sonar, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
né Péturs Blöndal hafði nokkurn
áhuga á því samkomulagi sem
samgönguráðherra og borgarstjóri
hafa nýlega kynnt, enda virðist það
vera biðleikur í pattstöðu. Þeir
vilja flugstarfsemina burt, annað-
hvort á annan stað á höfuðborgar-
svæðinu eða til Keflavíkur. Sumir
koma seint á ballið, en þó áður en
samgönguráðherra leikur síðasta
lagið, sem er bygging flugstöðvar
til þess að festa flugvöllinn í Vatns-
mýrinni næstu áratugi. ■
23FÖSTUDAGUR 15. apríl 2005
EINAR KARL HARALDSSON
VARAÞINGMAÐUR SAMFYLKINGAR-
INNAR Í REYKJAVÍK SUÐUR
UMRÆÐAN
SAMGÖNGU-
ÁÆTLUN
ÖSSUR P. VALDIMARSSON
BIFREIÐASTJÓRI
SKRIFAR UM UMFERÐARMENNINGNA
Umfjöllun á Alþingi um sam-
gönguáætlun til næstu fjögurra
ára var fyrir margra hluta sakir
afar merkileg. Ekki var nóg með
að talað væri þvert á flokkslínur
heldur var heilögum kúm slátrað
til hægri og vinstri.
Í fyrsta lagi var blásið á þá
HELOSAN
RAKAKREM
fyrir alla fjölskylduna
Mýkjandi og rakagefandi