Fréttablaðið - 15.04.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 15.04.2005, Síða 44
Undanfarin misseri hefur mikið verið fjallað um erlent verkafólk sem er hingað komið á vegum einhverra milligöngumanna sem starfa sem miðlarar. Þeir bjóða fram vinnu þessa bláfátæka fólks gegn endurgjaldi í grennd við allra lægstu lágmarksdagvinnu- laun, vinnutími er ótakmarkaður og aðbúnaður skiptir nánast engu. Þetta sáum við svo greini- lega í upphafi við byggingu Kára- hnjúkavirkjunar, en hefur með miklu starfi tekist að leiðrétta. Í sinni einföldustu mynd eru miðl- ararnir að hafa af hinum bláfá- tæku verkamönnum réttindi eins og yfirvinnuálag, uppsagnar- frest, veikinda- og orlofsrétt og tryggingar. Miðlarinn sér um að útvega vinnu hjá þriðja aðila. Yfirvöld og starfsmenn stétt- arfélaga leita þessa erlendu verkamenn uppi og þeim er vísað úr landi. Í fréttaskýringaþáttum kemur fram að hinir erlendu verkamenn hlaupa í felur þegar innlendir erindrekar koma á vinnustaðina. Verkafólkið er hrætt, svo sem ekki nema eðli- legt, þar birtast lögreglumenn og svo koma menn í rykfrökkum frá Útlendingastofnun og umkringja húsið og leiða hina bláfátæku er- lendu verkamenn inn í lögreglu- bíla. Ég spyr, er það réttur fram- gangsmáti? Eigum við ekki frek- ar að halda okkur við þá leið sem við fórum í Kárahnjúkum og við Búrfellslínuna, takast á við fyrir- tækin og miðlarana og vinna traust verkafólksins? Ég hef setið allnokkrar ráð- stefnur víðsvegar um Evrópu þar sem fjallað hefur verið um þessi mál, þar á meðal eina í Eistlandi þar sem fram kom hjá heima- mönnum að miðlararnir, sem fá verkafólkið til ferða, innprenti því fyrst og síðast að verkalýðs- félög séu af hinu vonda. Þau séu einvörðungu að hafa afskipti af þessum málum til þess að ná til sín hluta af launum þess, en sé að öðru leyti nákvæmlega sama um hvaða laun verkamenn hafi. Þeir telja verkamönnum trú um að hagur þeirra sé fyrst og síðast fólginn í að forðast yfirvöld og verkalýðsfélög. Mér er tjáð að þessi málatilbúnaður eigi greiðan aðgang að verkafólki í Austur- Evrópu sem alist hefur upp við gerspillta yfirstétt sem einhliða ákvarðaði laun og kjör og kommissara stéttarfélaga sem dönsuðu eftir þeirra flautum. Hér þurfum við ekki að leita nema um 100 ár aftur til þess að finna vistarböndin og bændasam- félagið. Í fréttaskýringaþáttunum er ekki fjallað um hver hagnist mest á vinnu þessa fólks, sem er á launum í grennd við lágmarks- taxta, en nýtur engra réttinda. Samkvæmt landslögum og kjara- samningum öðlast launamaður rétt í gegnum launatengd gjöld. Það er hluti af umsömdum laun- um á íslenskum vinnumarkaði. Veikinda- og orlofsréttur, líf- eyrisgreiðslur, atvinnuleysisbæt- ur, örorkubætur, tryggingar, launaskattur o.fl. Margir Íslend- ingar hafa valið þann kost að fá þennan hluta launa sinna greidd- an beint og sjá svo um sín mál sjálfir. Auk framantalins eiga fyrirtækin að greiða virðisauka og standa skil á öðrum sköttum til samfélagsins. Það er þarna sem hagnaðurinn liggur, og skap- ar miðlurunum möguleika til þess að framleigja verkamenn til fyrirtækja á lágmarkslaunum með góðum hagnaði. Í Finnlandi hafa samtök launa- manna og fyrirtækja, ásamt hinu opinbera, tekið höndum saman og reka umfangsmikla kynningar- stafsemi meðal erlends launa- fólks. Þessi starfsemi fer fram bæði í Finnlandi og Eystrasalts- ríkjunum. Áhersla er lögð á að kynna erlenda verkafólkinu í hverju umsamin kjör eru fólgin, hvaða kröfur það eigi að gera til fyrirtækjanna. Einnig er lögð á það mikil áhersla hvert verkafólk eigi að leita vilji það fá rétt laun og njóta fullra réttinda. Eins og við vitum hefur afstaða Samtaka atvinnulífsins og hins opinbera hér landi verið mörkuð tvískinn- ungi í þessum málaflokki. Ein- kennilegt því neðanjarðarhags- kerfið vex hröðum skrefum og ís- lensk fyrirtæki sem vilja standa eðlilega að sínum rekstri eiga í vaxandi vandræðum. Við eigum að sameinast í því að ná til erlenda verkafólksins og vinna traust þess með því að bjóða það velkomið. Þetta fólk er þegar verðmætur þáttur í upp- byggingu samfélags okkar og við þurfum á því að halda. Hlutverk starfsmanna stéttarfélaganna og yfirvalda er að koma þessum skilaboðum á framfæri. Að er- lendir verkamenn geti gengið hér um stræti eins og frjálsir menn með mannlegri reisn og eigi full- an rétt á að njóta þess samfélags sem við höfum byggt upp frá því við brutum vistarböndin af okkur. Við eigum að fara finnsku leið- ina og kynna fyrir því hvaða kröfur það eigi að gera og hvern- ig það fari að því að ná fram rétt- indum sínum. Verkalýðsfélögin hafa það hlutverk að hjálpa verkafólki sama frá hvaða landi það kom, til þess að ná rétti sín- um gagnvart þeim skúrkum sem eru að stela drjúgum hluta af kjörum þeirra og stinga í eigin vasa. Það eru miðlararnir og fyrirtækin sem stela mestu með því að nýta sér bágindi þessara bláfátæku verkamanna, sem nauðugir viljugir fara frá heimili og fjölskyldu til þess að leita uppi vinnu. Við eigum að taka for- svarsmenn þessara fyrirtækja fasta og rukka þá og sekta. Þá náum við árangri, það hafa Finn- arnir lært fyrir löngu. Við snerum okkur að Impregilo og höfðum fram sigur. Við létum verkafólkið í friði og komum því jafnframt í skilning um að við værum að vinna fyrir það. Það var þá sem Impregilo skildi að það væri búið að tapa. Við þekkj- um hinn víðáttumikla skjalaskóg sem hefur myndað margþætta stofna í kjölfar fjölda frávika frá hinu daglega lífi. Við vitum í hverju heildarkjör verkafólks eru fólgin, það er ekki bara að fá greidd strípuð lágmarksdaglaun fyrir 14 tíma vinnu 6 daga vikunn- ar. Fyrirvaralaus uppsögn fólgin í fjarlægð vegna veikinda og at- hugasemda um aðbúnað eða beiðni um mat og betri skó. ■ 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR24 Hvers eigum við að gjalda? Að und- anförnu hefur verið nokkuð mikið rætt og ritað um málefni aldraðra og mikið talað um að nú þurfi að gera vel við aldraða. Hvers vegna er talað og ritað um að gera vel við aldraða? Svarið er ákaflega einfalt, á undanförnum árum hafa greiðslur Tryggingastofnunar til eftirlauna- þega lækkað verulega sem hlutfall af almennum launum, aldraðir hafa dregist aftur úr öðrum. Rétt dæmi um eftirlaunaþega sem fór á eftirlaun í árslok 1999 og fær ellilífeyri frá Tryggingastofnun og greiðslu úr lífeyrissjóði lítur svona út: Ellilífeyrir frá Trygginga- stofnun hefur hækkað um 30% en greiðslur úr lífeyrissjóðnum hafa hækkað um 39,2% til dagsins í dag. Þetta er staðreynd sem sýnir að elli- lífeyrir frá Tryggingastofnun hefur rýrnað um 9% á þessum árum. Þessi rýrnun á greiðslum Trygg- ingastofnunar sem hér er sagt frá hefur orðið á aðeins 6 árum, en þessi rýrnun hafði verið við lýði næsta áratug þar á undan. Hvers eigum við aldraðir að gjalda? Við sem núna erum komin á eftirlaun og fáum lítið úr lífeyrissjóðum verðum að treysta á eftirlaun frá Tryggingastofnun okkur til fram- færis, og samkvæmt skýrslum Tryggingastofnunar eru það milli tíu og tólf þúsund okkar sem verða að lifa af eftirlaunum sem eru langt undir fátæktarmörkum, eru hung- urlaun, um og undir eitt hundrað og tíu þúsund krónur á mánuði. Hvers eigum við að gjalda? Við erum ekki að fara fram á fátækra- framfærslu, við erum aðeins að krefjast réttlætis. Við erum búin að greiða í almannatryggingar (Tryggingastofnun), sem var okkar lífeyrissjóður, frá 16 ára aldri og þar til við hættum vinnu. Við krefj- umst þess að stjórnvöld hætti að skerða lífeyri okkar frá Trygginga- stofnun eins og verið hefur og greiði okkur lífeyri, (ellífeyri og tekjutryggingu o.fl.) eins og við höfum unnið fyrir og bæti upp þær skerðingar sem orðið hafa, en þær eru milli 15 og 20%. Við aldraðir erum ekki að óska neins sem við eigum ekki, við erum aðeins að krefjast þess sem við höfum greitt fyrir og að stjórnvöld hætti að arð- ræna okkur og skili okkur því sem við eigum. Eins gerum við þær kröfur að hætt verð þessum miklu skerðingum á eftirlaunum frá Tryggingastofnun, þó svo að eftir- launaþegi geti aflað sér einhverra tekna frá öðrum. Við erum ekki að betla, við erum að krefjast réttlæt- is, að við fáum það sem við höfum unnið fyrir. Við höfum byggt upp þetta velferðarþjóðfélag og eigum ekki að gjalda fyrir það, heldur að njóta réttlætis. ■ Stöndum við rétt að málum gagnvart erlendu launafólki? 4. flokki 1992 – 46. útdráttur 4. flokki 1994 – 39. útdráttur 2. flokki 1995 – 37. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 2005. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is Í fréttaskýringaþátt- unum er ekki fjallað um hver sé að hagnast mest á vinnu þessa fólks. Það er á launum sem eru í grennd við lágmarkstaxta, en nýtur engra réttinda. Samkvæmt landslögum og kjarasamn- ingum öðlast launamaður rétt í gegnum launatengd gjöld. Það er hluti af um- sömdum launum á íslensk- um vinnumarkaði. GUÐMUNDUR GUNNARSSON FORMAÐUR RAFIÐNAÐARSAMBANDS ÍSLANDS UMRÆÐAN VERKALÝÐSMÁL ,, Orðasmíð í formannskjöri „Alltaf skal það nú heita eitthvað,“ sagði gömul kona, sem nú er löngu dáin, margoft á dag og reri fram í gráðið. Það verður að segjast eins og er að mér verður oft hugsað til þessarar konu. Ekki veit ég hvað hún átti við með þessum orðum, þau létu í mínum eyrum eins og nokkurs konar uppgjör við lífið sem hafði ekki alltaf farið um hana mjúkum höndum. Það er algeng aðferð í umræðum um ýmis hitamál, þegar rökin þrýt- ur, að menn noti þá baráttuaðferð að henda eitthvert neikvætt orð á lofti og beina því eins og vopni gegn þeim sem við er að etja hverju sinni. Hugmyndafluginu eru þá lítil takmörk sett. Oftar en ekki duga al- geng og hversdagsleg orð til, svo sem dylgjur, slúður, málþóf o.s.frv., en stundum taka menn sig til og hafa fyrir því að smíða nýjar og frumlegar samsetningar eins og frægt er orðið. Mönnum hefur jafn- vel verið hampað fyrir þessa list- grein og gott ef ekki er komin í gang einhver keppni á þessu sviði milli Davíðs og Steingríms Joð. Nýjasta orðið sem ég heyrði í þessa veruna er orðið stjörnupólitík en það hefur verið notað á síðum dagblaðanna nú undanfarið til þess að lýsa skoðunum fólks sem vill fá hæfasta og reyndasta einstakling- inn í flokknum sínum – þann sem er líklegastur til þess að afla stefnu- málum hans fylgis – til þess að vera helsti málsvari hans. (Á mínu máli heitir það skynsemi.) Ég velti því líka fyrir mér af hverju þetta orð er að dúkka upp núna, þessi umrædda „stjarna“ er jú búin að vera lengi í pólitík og engum þeirra sem nú smjatta hvað mest á þessu orði hefur dottið í hug að nota það fyrr. En alltaf skal það nú heita eitt- hvað – þar rataðist gömlu konunni satt á munn. Höfundur er félagi í Samfylkingunni. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, EFTIRLAUNAÞEGI SKRIFAR UM MÁLEFNI ALDRAÐRA BIRGITTA BRAGADÓTTIR UMRÆÐAN STJÓRNMÁLABARÁTTA Hvers eigum við aldraðir að gjalda? Við sem núna erum komin á eftirlaun og fáum lítið úr lífeyrissjóðum verðum að treysta á eftirlaun frá Tryggingastofnun okkur til framfæris, og samkvæmt skýrslum Tryggingastofnunar eru það milli tíu og tólf þús- und okkar sem verða að lifa af eftirlaunum sem eru langt undir fátæktarmörkum, eru hungurlaun, um og undir eitt hundrað og tíu þúsund krón- ur á mánuði. ,,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.