Fréttablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 45
Helmingur áhugasamra
lætur í ljós hversu mikið
Síminn á að kosta.
Sífellt stækkar í hópi fjárfesta sem
vilja bjóða í Símann í gegnum einka-
hlutafélag sem Agnes Bragadóttir,
Orri Vigfússon og Ingvar Guðmunds-
son halda utan um.
Orri segir vinnuna við stofnun fé-
lags vera á fullu að fara í gang og ver-
ið sé að setja saman hóp um framtíð-
arsýnina Hann telur hópinn vera
áhugaverðan kost fyrir stærri fjár-
festa og segir hann nokkra hafa gefið
sig fram.
Orri segir verð hafa áhrif á áhuga
þeirra sem hafa skráð sig og að annar
hver sem skrái sig láti í ljós hvert
verðið eigi að vera. Enn liggi þó ekki
nægjanleg gögn fyrir til að verðmeta
fyrirtækið. Í gær hitti hópurinn með-
al annars Fjármálaeftirlitið og stefnt
er að því að fulltrúa Morgan Stanley.
„Við erum að tala við helstu lífeyris-
sjóði og lánastofnanir. Við erum að
skýra stöðuna fyrir þeim og þeir
verða að melta það í sínum fyrirtækj-
um,“ segir Orri.
- dh
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.021
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 415
Velta: 12.335 milljónir
+0,95%
MESTA LÆKKUN
Verðið ræður áhuga
Actavis 41,90 +2,44% ... Atorka 6,00
– ... Bakkavör 33,00 +1,85% ... Burðarás 14,15 +1,80% ... FL Group
14,30 +1,06% ... Flaga 5,60 -2,95% ... Íslandsbanki 12,80 +1,59% ... KB
banki 542,00 +0,18% ... Kögun 61,50 +2,50% ... Landsbankinn 15,70
+1,29% ... Marel 56,40 +0,53% ... Og fjarskipti 4,07 +0,74% ... Samherji
12,05 -0,41% ... Straumur 11,05 +1,38% ... Össur 83,50 -
SÍF 4,17%
Hampiðjan 2,94%
Kögun 2,50%
Flaga -2,95%
Samherji -0,41%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Umsjón: nánar á visir.is
25FÖSTUDAGUR 15. apríl 2005
KRAFTUR Í KAUPHÖLLINNI Töluverðar
hækkanir hafa verið síðustu tvo daga.
Hækkanir í
Kauphöll
Úrvalsvísitalan aftur
yfir fjögur þúsund.
Hlutabréfaverð hélt áfram að
hækka í gær og fór Úrvalsvísital-
an á ný yfir fjögur þúsund stig.
Bakkavör hefur hækkað mjög
á síðustu tveimur dögum og er
það meðal annars rakið til þess að
greiningardeild Íslandsbanka gaf
út nýtt verðmat.
Í nýrri skýrslu Íslandsbanka er
komist að þeirri niðurstöðu að
verðmæti Bakkavarar gefi tilefni
til þess að hlutabréfaverð sé 37,2
krónur. Íslandsbanki ráðleggur
því fjárfestum að kaupa bréf í fé-
laginu en í gær var verð á mark-
aði 33 krónur.
Hinir bankarnir hafa einnig
nýlega gefið út verðmatsskýrslur
fyrir Bakkavör. KB banki setti
36,4 krónur á hvern hlut þann 9.
mars sl. en Landsbankinn telur að
gengið ætti að vera 28,3.
Í gær kom einnig út nýtt verð-
mat Landsbankans á FL Group,
sem áður hét Flugleiðir. Niður-
staðan var sú að félagið geti stað-
ið undir hlutabréfaverðinu 13,85.
Íslandsbanki gaf í byrjun febrúar
út mat á félaginu þar sem niður-
staðan var 13,9. Gengi FL Group á
markaði í gær var 14,3.
- þk
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
SÍMINN Hópur fjárfesta áhugaverður kostur fyrir stærri fjárfesta.