Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 51
FÖSTUDAGUR 15. apríl 2005 31 Fáðu þér 2005 árgerðina í Sony Center! *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. www.sonycenter.is DCR-HC22 Stafræn MiniDV myndbandstökuvél. • 800 þúsund pixla myndflaga • 20x aðdráttur um Carl Zeiss linsu • 800x stafrænn aðdráttur • DV inn/út • Snertiskjár • Tengistöð fylgir Verð 5.980 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 71.760 krónur staðgreitt DCR-HC32 Stafræn MiniDV myndbandstökuvél. • 800 þúsund pixla myndflaga • 20x aðdráttur um Carl Zeiss linsu • Analog inn • 800x stafrænn aðdráttur • DV inn/út • Snertiskjár • Tengistöð fylgir Verð 6.580 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 78.960 krónur staðgreitt Carl Zeiss linsa Linsurnar frá Zeiss tryggja hámarks dýpt og lita- aðgreiningu myndarinnar. Snertiskjár Allar aðgerðir er framkvæmdar á skjánum í stað hefðbundina hnappa. • Tekur ljósmyn dir á minn iskort. • Analog inn! 20x optical og800x stafrænn aðdráttur! Enska úrvalsdeildin: Þrír menn frá Chelsea FÓTBOLTI Chelsea á þrjá af þeim sex leikmönnum sem koma til greina sem leikmenn ársins í ensku úrvalsdeildinni. Það eru leikmenn ensku úrvalsdeildarinn- ar sem velja og tilnefningarnar voru gefnar út í gær. Miðjumaðurinn Frank Lam- pard, varnarmaðurinn John Terry og markvörðurinn Petr Cech eru allir á listanum en Chelsea er komið langleiðina með að landa fyrsta meistaratitli félagsins í 50 ár. Aðrir sem koma til greina eru Steven Gerrard miðjumaður Liverpool, Andy Johnson sóknar- maður Crystal Palace og síðast en alls ekki síst framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal en hann hefur unnið þessa viðurkenningu tvö síðustu ár. Fyrirfram er búist við að annaðhvort Lampard eða Terry vinni að þessu sinni en það yrði þá í fyrsta sinn síðan Teddy Shering- ham var valinn sem leikmaður Manchester United árið 2001, að enskur leikmaður hlýtur þessi virtu verðlaun. Erlendir leikmenn hafa einok- að verðlaunin síðustu tímabil en auk Henry hafa Hollendingarnir Ruud van Nistelrooy og Dennis Bergkamp, Írinn Roy Keane og Frakkinn David Ginola verið kosnir bestir af kollegum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Einnig er valinn besti ungi leikmaður deildarinnar og í ár koma þar til greina Wayne Roon- ey og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, Shaun Wright-Phillips hjá Manchester City, Arjen Robben hjá Chelsea, Stewart Downing hjá Middles- brough og að lokum Jermain Defoe hjá Tottenham. Sigurvegarnir í ár verða verðlaunaðir í sérstöku hófi 24. apríl næstkomandi. -ooj VERÐUR LAMPARD VALINN BESTUR? Frank Lampard hjá Chelsea þykir ásamt félaga sínum John Terry líklegastur til að verða valinn besti leikmaður ensku úrvals- deildarinnar í vetur. Stjörnuleikur Evrópudeildar FIBA á Kýpur í gær: Jón Arnór með 10 stig KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson skoraði 10 stig og tók þrjú fráköst á 21 mínútu í Stjörnuleik Evrópu- deildar FIBA sem fram fór á Kýp- ur í gær. Jón Arnór var í byrjunarliði Evrópuúrvalsins sem tapaði með fjórum stigum, 102- 106, fyrir heimsúrvalinu. Jón Arnór setti meðal annars niður tvo þrista úr fjórum skot- um, átti eina stoðsendingu og tap- aði þremur boltum. Félagar Jóns Arnórs í liði Dynamo St. Péturs- borg áttu ágætan leik fyrir Heimsúrvalið sem hafði gott forskot allan leikinn. Lettinn Kaspars Kambala var stigahæst- ur hjá Evrópuúrvalinu með 20 stig en fjórir leikmenn liðsins skoruðu meira en Jón í leiknum. Shammond Williams, þrítugur bakvörður og leikmaður Unics Kazan, var valinn besti maður leiksins en Williams skoraði 20 stig og gaf 6 stoðsendingar á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Næst á dagskrá hjá Jóni Arnóri og félögum hans í Dynamo St. Pétursborg eru undanúrslitariðill Evrópudeildarinnar -ooj TÍU STIG Á KÝPUR Jón Arnór Stefánsson skoraði 10 stig á 21 mínútu í Stjörnuleik Evrópudeildar FIBA á Kýpur í gær. Hér sést hann í leiknum. Fréttablaðið/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.