Fréttablaðið - 15.04.2005, Síða 62
Um daginn var ég, eins og svo oft áður,
að pæla í samböndum. Fór að velta því
fyrir mér af hverju fólk er alltaf að rífast
og eyða dýrmætum tíma sínum í það að
vera vond hvort við annað. Ég komst að
þeirri niðurstöðu að oftar en ekki er af-
brýðisemi valdurinn. Þegar ég fór að
hugsa til baka sá ég að innst inni, ein-
hvers staðar í rótum rifrildanna og leið-
indanna, lá afbrýðisemin í einhverri
mynd.
Fólk telur sér oft trú um að það sé alls
ekki afbrýðisamt vegna þess að það sé
svo öruggt með sig í sambandinu og
treysti makanum hundrað prósent. En ef
maður hugsar aðeins betur um það og
er örlítið hreinskilnari við sjálfan sig,
kemur upp á daginn að flestir eru það
bara víst. Spurning eins og: „hvaða fólk
er í partýinu með þér“ er til þess gerð,
undir niðri, að komast að því hvort það
séu einhverjar freistingar fyrir augunum á
makanum sem gætu valdið áhyggjum.
Þó maður telji sig vissan um það að ekk-
ert muni gerast sem ekki sé leyfilegt þá
er bara betra að vita til þess að það sé
engin ástæða til að vera óöruggur um
sitt. Afbrýðisemi er eitthvað sem nagar
fólk hægt, alla leið inn að beini og gerir
það geðveikt með tímanum. Hún verður
oft til þess að fólk gerir ótrúlegustu hluti
sem það fær svo að sjá eftir í langan
tíma. Yfirleitt var það heldur ekki þess
virði að tapa kúlinu yfir.
Það er líka hrikalega pirr-
andi og erfitt að eiga maka
sem er haldinn afbrýðisemi.
Það verður til þess að mað-
ur fer ósjálfrátt að vernda
hann með því að
segja ekki allan
sannleikann þó það
sé engin ástæða til
þess. Bara svona til
málamynda og til að
komast hjá spurning-
um og umræðum sem
eru gersamlega óþarfar.
Yfirleitt er ástæðulaust
að hafa áhyggjur þar sem
makinn hefur á annað
borð valið þig til að vera með en ekki
einhvern annan. Við pörumst allavega
ekki saman af handahófi, svo mikið er
víst. Í fleiri tilfellum en mann grunar
er ástæðan fyrir því að fólk hættir
saman uppspunnar hugsanir og
ímyndunarveikin ein. Það kald-
hæðna við þetta allt saman er
það að fólk gleymir sér í blindn-
inni og eyðileggur fullkomlega
heilbrigð sambönd með
svona vitleysu. Er ekki málið
að halda kúlinu og slappa
aðeins af? Ef það reynist síð-
an hafa verið ástæða til að
nöldra og naga neglurnar, þá er
ekki úr vegi að forða sér og njóta
þess að vera singúl aftur!
REYKJAVÍKURNÆTUR
HARPA PÉTURSDÓTTIR RÁÐLEGGUR FÓLKI AÐ HALDA KÚLINU OG SLAPPA AF
Afbrýðisemi
42 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
Margir bíða spenntir eftir útgáfu-tónleikum hljómsveitarinnar
Trabant sem verða á Nasa í kvöld.
Fáar sveitir
hafa vakið
jafn mikla
athygli hér
á landi
enda er
Trabant eina
poppsveitin
sem hefur
verið fengin
til að leika á Bessastöðum að beiðni
Dorritar Moussaieff. Trabant-menn
eru ákaflega hrifnir af forsetafrúnni
enda er hún nokkurs konar verndari
þeirra. Dorrit fær meira að segja
þakkir á nýju Trabant-plötunni,
Emotional,
enda hefur
hún verið
dugleg við
að kynna
sveitina fyrir
vinum sínum
í útlöndum.
Nú er bara
að bíða og sjá hvort forsetafrúin og
jafnvel herra Ólafur Ragnar Gríms-
son forseti láti sjá sig á tónleikun-
um í kvöld en þar má búast við
mikilli gleði að hætti Trabant-
manna.
Gunnar Þorsteinsson, jafnankenndur við Krossinn, heldur úti
hressilegu bloggi á vefsíðunni
www.kross-
inn.is. Þar
segir hann
frá því að
hann hafi
verið lengi
að jafna sig
á leiðara
Morgun-
blaðsins
þann 12. apríl þar sem leiðarahöf-
undur fagnar breytingum á „málfari“
ritningartexta og að „niðrandi orð-
um“ um „afbrigðilega kynhegðan“
hafi verið breytt. Gunnar fær engan
botn í þetta. „Það er eins og vandi
þessa hóps sé sá að Guð hafi verið
orðljótur,“ segir Gunnar sem segir
það af og frá að hægt sé að gera
breytingar á texta Biblíunnar árið
2005. „Megi þeir menn er að þessu
stóðu hafa skömm,“ segir Gunnar
og er ekki skemmt.
Lárétt:
1 þéttan reyk, 5 slæm, 6 haf, 7 skyldir
stafir, 8 skinn, 9 kjaftur, 10 kind, 12 ung-
mennasamtök, 13 verkur, 15 sólguð, 16
kögur, 18 nema.
Lóðrétt:
1 tími sólarhrings, 2 tímabil, 3 í röð, 4
táknræn saga, 6 herbergi, 8 híbýli, 11
sérkennilegur, 14 frostskemmd, 17 hlotn-
ast.
Lausn:
Lárétt: 1mökk,5ill,6sæ,7ðd,8ham,
9túli,10ær, 12sus,13tak,15 ra,16
traf, 18læra.
Lóðrétt: 1miðnætti,2öld,3kl,4dæmi-
saga,6salur, 8hús,11rar, 14kal,17fæ.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Í Hafnarfjarðarblaðinu, sem kom
út á fimmtudaginn, varð nafna-
víxl þar sem Örn Baldursson var
sagður hafa tekið við rekstri veit-
ingastaðarins Tilverunnar af Sig-
urði Skúla Bárðarsyni. Hið rétta
er að Sigurður Skúli tók við af
Erni. ■
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
Borgarstjórinn
Allt í lagi að
lána Ingibjörgu
hjólbörur undir
afmælisvínið
– hefur þú séð DV í dag?
Kvikmyndaskoðun hefur aðvarað
Ísleif B. Þórhallsson, fram-
kvæmdastjóra Iceland Inter-
national Film Festival, vegna
fyrirhugaðrar sýningar hans á
myndinni 9 Songs.
Telur Kvikmyndaskoðun að
sýningin varði við 210. grein ís-
lenskra hegningarlaga um bann
við sýningu og dreifingu kláms. Í
dómi Kvikmyndaskoðunar segir
m.a.: „Dvalið er langdvölum við
athafnir fólksins á kynlífssviðinu,
sýnd nærgöngul atlot þar sem
kynfæri, bæði karls í fullri reisn
og konu, eru sýnd í nærmynd og
„hefðbundnar“ kynlífsathafnir
stundaðar.“
Ísleifur, sem einnig var aðvar-
aður vegna sýningu myndarinnar
Ett hål i mitt hjärta, óttast ekki að
vera stungið í steininn. „Jafnvel
þó að þau ósköp myndu gerast að
ég fengi kæru hef ég ekki áhyggj-
ur af því að ég verði fundinn sek-
ur,“ segir hann. „Það myndi af-
hjúpa ótrúlega hræsni í þessu
þjóðfélagi. 9 Songs er lítil ástar-
saga þar sem kynlíf er sýnt. Það
er ekki hægt að kalla þetta klám
því það skiptir máli hvernig þetta
er gert og í hvaða samhengi.“
Kvikmyndaskoðun hefur sett
þau skilyrði að 9 Songs verði sýnd
seint á kvöldin og einungis á þess-
ari hátíð. Myndin, sem verður
frumsýnd kl. 22.30 í kvöld, verður
bönnuð börnum yngri en 16 ára og
mun vörður standa við inngang-
inn til að framfylgja banninu. ■
Kvikmyndaskoðun aðvarar Ísleif
9 SONGS Atriði úr hinni umdeildu mynd 9 Songs sem verður frumsýnd hérlendis í kvöld.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Lúðvík Bergvinsson.
Rúmenía og Búlgaría.
Súmötru.
Idol-stjörnurnar mega nú loks tjá
sig opinberlega en talbanninu sem
fylgir Idol Stjörnuleit lauk í dag.
Þetta gerir það að vonum auðveld-
ara fyrir hinar rísandi stjörnur að
koma sér á framfæri og virðast
þær margar ætla að notfæra sér
það.
Aðalheiður Ólafsdóttir er frek-
ar fegin að hún megi núna tjá sig
opinberlega. „Jú, það er bara
mjög fínt, gaman að geta látið vita
af sér en annars fann ég svo sem
ekki mikið fyrir þessu. Ég ætla
ekkert að koma með einhverja
rosalega tilkynningu núna,“ segir
hún og hlær.
„Núna er bara um að gera að
bóka sig í fullt af verkefnum og
reyna að hamra járnið á meðan
það er heitt. Ég verð að nýta mér
þennan meðbyr. Ég er bæði að
bóka mig í einkasamkvæmi eins
og árshátíðir og svoleiðis og
einnig er ég með mína eigin
hljómsveit svo ég get komið fram
á böllum. Núna á sunnudaginn
syng ég í fyrsta sinn opinberlega
og geri það í Versló, sem er gamli
skólinn minn. Í næstu viku ætlum
við Helgi Þór svo að syngja saman
í Reykhólum í Dölunum. Við tvö
erum nefnilega Vestfirðingarnir í
keppninni.“
Lísebet Hauksdóttir, eða Lísa
eins og hún er kölluð, segir það
ekki skipta sig nokkru máli að hafa
ekki mátt tala við fjölmiðla hingað
til. „Ég er nú ekkert sérstaklega að
sækjast eftir því að tala við blöðin
svo mér fannst þetta allt í lagi.
Verra var að mega ekki syngja op-
inberlega, sem ég má nú gera. Ég
er því núna búin að bóka mig á árs-
hátíðir og í nokkur brúðkaup í lok
apríl og í sumar.“
Lísa vinnur við einkaþjálfun á
Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði.
„Ég var að kaupa íbúð á Akureyri
og svo keyri ég bara til Dalvíkur
og á Ólafsfjörð til þess að sinna
vinnunni.“
Ekkert sérstakt brennur á
Davíð Smára Halldórssyni að hans
sögn. „Ég er ekkert að fara að til-
kynna neitt stórkostlegt þó svo að
ég megi það núna, ég er alltaf eins.
Reyndar er ég komin með örlítið
síðara hár,“ segir hann.
Hann ætlar þó að reyna að halda
áfram á söngbrautinni. „Ég ætla að
reyna að halda þessu einhvern veg-
inn áfram, það er yndislegt að
syngja og sérstaklega ef maður
fær tækifæri til þess að syngja fyr-
ir einhvern. Sumarið er nú ekkert
planað en það er eitthvað verið að
hringja í mig og biðja mig um að
syngja hér og þar, til dæmis í brúð-
kaupum. Ég tek því bara rólega og
sé hvað ég get gert,“ segir Davíð og
samþykkir að hann gæti tæklað
brúðkaupssönginn vel miðað við
hversu góða dóma hann fékk fyrir
rólegu lögin í Idol. ■
AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR Hún virð-
ist fegin að geta loksins komið fram opin-
berlega og syngur í gamla skólanum sín-
um, Versló, strax á sunnudaginn.
LÍSEBET HAUKSDÓTTIR Hún hefur nú
þegar bókað sig í nokkur brúðkaup og árs-
hátíðir þar sem hún mun syngja fyrir gesti.
DAVÍÐ SMÁRI HARÐARSON Hann von-
ast til þess að geta haldið söngferlinum
eitthvað áfram og segir töluvert um að fólk
hafi samband við sig að biðja sig um að
syngja hér og þar.
IDOL STJÖRNULEIT: TALBANNINU LOKIÐ
Idol-þögnin loksins rofin
FRÉTTIR AF FÓLKI
...fá systurnar Svava og Sigríður
Björnsdætur. Þær stýra verkefn-
inu Blátt áfram, forvarnar- og
fræðsluverkefni sem tekur á
kynferðislegu ofbeldi gagnvart
börnum.
HRÓSIÐ