Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 8
2. maí 2005 MÁNUDAGUR LÝÐURINN BLESSAÐUR Benedikt XVI páfi blessar lýðinn út um gluggann á íbúð sinni í Páfagarði, sem snýr út að Péturstorginu. Þetta var fyrsta opinbera sunnudagsbænahaldið sem páfi stýrði eftir að hann tók við. Vill breytingar á fyrningarfresti Jónína Bjartmarz vill afnema eða lengja fyrningar- frest í alvarlegri kynferðisbrotum gegn börnum. Hún vill breytingar á fumvarpi sem nú liggur fyrir. ALÞINGI Jónína Bjartmarz alþingis- maður telur að huga þurfi að breytingum á frumvarpi um af- nám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Jónína á sæti í allsherjarnefnd, en þar er frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður lagði fram, til meðferðar. „Spurningin er hvort rök séu til þess að afnema fyrningarfrest í öllum ákvæðum kaflans um kyn- ferðisbrot gegn börnum,“ sagði Jónína. „Við þeim brotum sem ekki fyrnast liggur að öllu jöfnu 16 ára fangelsi eða meira. Hvað varðar kynferðisafbrot erum við ekki að tala um hámarksrefsingu sem nemur svo miklu. Refsing- arnar eru mjög mismunandi eftir grófleika brotanna en nálgast hvergi 16 ár. Því væri það úr takt við refsirammann gagnvart öðr- um brotum með mun hærri hámarksrefsingu að afnema fyrn- ingarfrestinn í öllum kynferðis- brotum gagnvart börnum. Á móti má benda á að mat almennings á alvarleika þessara brota hefur verið að breytast á allra síðustu árum. Þetta eru brot sem hafa ekkert minni áhrif á ein- staklinginn til allrar framtíðar en mjög grófar líkamsmeiðingar; grófustu brotin í hegningarlögun- um sem mjög þungar refsingar liggja við. Sá raunveruleiki er grunnurinn undir það að eðlilegt sé að þessi brot séu litin öðrum augum gagnvart fyrningunni.“ Jónína benti á nýjar upplýsing- ar frá Stígamótum sem sýndu að meðalaldur meirihluta þeirra ein- staklinga sem leituðu þangað væri slíkur að brotin væru fyrnd samkvæmt gildandi fyrningar- ákvæði. Svo virtist sem brotaþol- ar gætu ekki tekist á við þessa hluti og leitað sér aðstoðar fyrr en þeir væru komnir á fullorðinsár og jafnvel efri ár. Þetta sýndi hve langan tíma fólk þyrfti til að vinna úr þessum brotum, ef það gerði það einhvern tíma á annað borð. „Það eru önnur rökin fyrir að afnema fyrningu í þessum brot- um,“ sagði Jónína. „Segja má að því alvarlegra sem brotið sé, þeim mun lengri tíma þurfi þolandi til að vinna úr því. Þess vegna er ástæða til þess að fella alveg niður fyrningarfrestinn eða lengja hann verulega í alvarlegri brotunum. Það er síður ástæða til þess í hin- um vægari. Þó svo að fyrningar- fresturinn yrði afnuminn eða hann lengdur teldi ég enga ástæðu til að ætla einhverja holskeflu í kærum vegna slíkra brota, að því ógleymdu hve erfitt er að koma við sönnun í þessum málum og því erfiðara sem lengri tími er liðinn frá brotinu.“ jss@frettabladid.is Fljótsdalshérað: Skólpið geislað HOLRÆSAHREINSUN Síðastliðinn föstudag var tekið í notkun nýtt fjögurra þrepa hreinsivirki við holræsakerfi Egilsstaða. Fljóts- dalshérað er brautryðjandi á Ís- landi í notkun þeirrar tækni sem hreinsivirkið byggir á en notaður er bakteríudrepandi geislabúnað- ur við hreinsunina. Búið er að koma fyrir fjórum slíkum hreinsi- virkjum í bæjarfélaginu og áformað að reisa það fimmta á næstunni. - kk FRÆÐIV E R K Hugbúnaðarverkfræði Tölvunarfræði Tölvuverkfræði Rafmagnsverkfræði Vélaverkfræði Iðnaðarverkfræði Efnaverkfræði Byggingarverkfræði Umhverfisverkfræði VERKFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS www.verk.hi.is Nánari upplýsingar og rafræn umsóknareyðublöð á www.hi.is E N N E M M / S IA / N M 15 2 9 2 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 27 49 9 4 /2 00 5 Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 -dregi› í hverri viku bifreiðar í vinninga Ford Mustang 3 milljónir í skottið að auki ef þú átt tvöfaldan miða 10 Kauptu miða núna! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HREINSIVIRKIÐ GANGSETT Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, ræsti hreinsivirkið en það var framleitt af Bólholti á Egilsstöðum. JÓNÍNA BJARTMARZ Telur að huga þurfi að breytingum á fyrningar- frumvarpi Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingis- manns. Málþing um Jónas frá Hriflu: Sjálfstæðisflokkurinn stofnaður vegna ótta MÁLÞING Málþing um Jónas Jóns- son frá Hriflu var haldið 1. maí á vegum Viðskiptaháskólans á Bif- röst og Framsóknarflokksins í tilefni af 120 ára fæðingaraf- mæli Jónasar. „Sjálfstæðisflokkurinn varð til vegna þess ótta sem menn höfðu af Jónasi og þeirri þróun sem orðin var undir hans leið- sögn,“ sagði Guðjón Friðriksson sagnfræðingur í fyrirlestri sín- um á málþinginu. Á þinginu var fjallað um Jónas annars vegar sem stjórnmálamann og hins vegar sem skólamann en hann var að mörgu leyti frumkvöðull í skólamálum. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra sat þingið og flutti erindi en brást ekki við þessum ummælum Guðjóns. „Hann kom hins vegar inn á hversu fram- sýnn Jónas var í utanríkisstefnu hvað varðar samning við banda- ríska herliðið,“ segir Bárður Örn Gunnarsson, kynningar- og markaðsfulltrúi Viðskipta- háskólans. „Þetta var opinn fyrirlestur og ummæli Guðjóns brunnu mest á fólki en Halldór blandaði sér ekki í þá umræðu,“ bætir Bárður við. - lkg JÓNAS FRÁ HRIFLU Var bæði frumkvöðull í stjórnmálum og skólamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.