Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 18
Í blaðinu í fyrradag var dreginn saman mikill fróðleikur um það hvers konar fólk heldur til á nokkrum tilteknum krám í miðbæ Reykjavíkur og var á greininni að skilja að óskráðar en afdráttar- lausar reglur séu í gildi um hegð- un, fas, klæðaburð, skoðanir, tón- listarsmekk, áhugamál og jafnvel líkamsvöxt til að mega teljast tækur í viðkomandi hóp. Með öðr- um orðum: maður kemur sér upp einkennum; maður staðlar sig; maður skapar sig: maður er ekki lengur Stína úr Bakkaseli eða Guðjón frá Tálknafirði heldur týpa. Maður tilheyrir ekki lengur Reykjahlíðarættinni eða Briem- urunum heldur hefur maður gengið til liðs við nýjan ættbálk; maður er FM-hnakki – maður til- heyrir Úlpufólkinu. Sækjast sér um líkir og hvað með það? Ég veit það ekki alveg. Getur hugsast að svona mengja- fræði sé til vitnis um breytingar á íslensku samfélagi? Að hér sé hugsanlega að myndast borgar- menning eftir allar þessar aldir? Einu sinni sagði Einar Már Guð- mundsson eitthvað á þá leið að þótt Íslendingar væru ekki millj- ónaþjóð þá kæmi það ekki að sök því að ólíkt milljónaþjóðfélögun- um þá væri bara eitt eintak hér af hverri týpu. Nú virðist þeim vera nokkuð að fjölga eintökunum af hverri týpu. Hver og einn er minna sérstæður en var í þorps- menningu fyrri ára. Og þar með gæti verið að breytast sú sérstaka tegund nokk- uð plássfrekrar einstaklings- hyggju sem löngum hefur legið hér í landi og lýsir sér með ýmsu móti – allt frá litum á þökum, sem Íslendingar hafa löngum notað til að tjá sinn innri mann og kunn- áttuleysi í biðraðamenningu – til íslenskrar sönghefðar eins og hún var stunduð í kirkjum hér fram á 19. öld og heyrist enn til dæmis í Skagafirðinum á karlaklósettinu á dansleikjum og felst í keppni um það hver getur haft hæst og yfir- gnæft hljóðin í hinum með öskrum... Forðum tíð taldi fólk sig fyrst til tiltekinnar fjölskyldu, síðan ættar, þá héraðs, sveitar og lands- hluta, loks starfsgreinar og stjórnmálaskoðana og að síðustu þjóðar. Allt er þetta vissulega enn til staðar en nú hafa bæst við alls kyns óljósari og alþjóðlegri sam- félög sem fólk sækir sjálfsmynd sína og sjálfsskilgreiningu allt eins til. Þannig virðist mörgum tamara að skilgreina sig út frá enskum fótboltaliðum en fæðing- arstað sínum eða starfi – eða ef út í það er farið íslenskum fótbolta- liðum. Menn koma hiklaust fram í viðtölum til þess að ræða um gengi Chelsea eða Manchester United í fyrstu persónu fleirtölu: já við vorum óheppnir með að missa þarna mann út af... en ég hef trú á því að við munum taka þetta næst. Þetta er nánast eins og ef ég færi að tala eins og ég hefði komið nálægt því að skrifa síð- ustu bók Ian McEwan, sem er frægur enskur höfundur: já við vorum í vandræðum með kaflann um Blair en svo duttum við niður á lausnina... Þetta er sýndarveruleiki, til vitnis um það hvernig mörk sýnd- ar og reyndar eru að mást út; þarna sitja menn kannski í bolum viðkomandi félags, veifa fána þess og treflum og æpa á mótherj- ana, málaðir í framan að hætti ættbálksins en í raunveruleikan- um sitja þeir heima í stofu í Hafn- arfirðinum og eru í þykjustuleik. Týpufræðin er af svipuðum toga; þykjustuleikur: „minns“ og „þinns“. Það að vera FM-hnakki eða Úlpumenni er þá „minns“, þetta er hliðarsjálf sem maður kemur sér upp, gervi sem notað er í samskiptum við aðra til að skapa ósagðan grundvöll fyrir þau samskipti og koma upp gagn- kvæmum skilningi. Hópkenndin er að breytast með auknum fjarlægðum milli fólks í borginni. Þegar allir þekkja ekki lengur alla þá dæma allir alla. Þannig verða til staðal- myndirnar. Þær geta verið fyndnar og þær geta verið bjálfalegar – og þær geta verið hættulegar. Hættan er þá sú að fólk fari að lifa sig um of inn í þennan dóm umhverfisins um sig og taki að leika misvel mis- gáfulegar hugmyndir um þann til- tekna hóp sem það á að tilheyra. Hvimleiðast verður þetta þegar um er að ræða svokallaða minni- hlutahópa þegar einstaklingnum gefst lítið svigrúm til að vera hann sjálfur eða koma sér upp öðru hliðarsjálfi. Þá verður þessi dilka- dráttshugsunarháttur að kúgunar- tæki, hvort sem staðalhugmyndin er „jákvæð“ eða neikvæð. Sú tíð er væntanlega liðin að hér á landi séu 300.000 týpur. Þeim hefur fækkað í svona fimmtíu. Kannski að þjóðfélagið sé ekki jafn skemmtilegt fyrir vikið en á móti kemur að fólk kann nú að bíða í biðröð og syngja saman. ■ S íðastliðinn fimmtudag dæmdi Hæstiréttur karlmann íþriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að berjaeiginkonu sína. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að árás- in hafi verið alvarleg og að árásarmaðurinn eigi sér engar máls- bætur. Ekki var einhugur um þessi málalok í réttinum því Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði séráliti. Jón Steinar tekur þar undir forsendur dómsins en þrátt fyrir það vill hann milda dóminn yfir árásarmanninum og telur hæfilega refsingu vera 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Burtséð frá því hvað hægt er að segja um 30 daga eða þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að berja eiginkonu sína er athyglisvert að skoða rökstuðning Jóns Steinars fyrir því af hverju hann telur árásarmanninn eiga skilinn mildari dóm en kollegar hans felldu í Hæstarétti. „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða,“ segir Jón Steinar í séráliti sínu. Það er sem sagt fjölmiðlaumfjöllun um málið sem á að koma manninum til refsilækkunar. Þarna er Jón Steinar kominn út á hálan ís, svo ekki sé meira sagt. En segjum sem svo að þetta sé viðmið sem íslenskir dóm- stólar eigi að taka upp í dómum sínum. Hvaða forsendur eiga þeir þá að gefa sér þegar mælistika er lögð á opinbera umfjöll- un? Er það fjöldi ljósmynda sem birtast af sakborningi? Hversu margir dálksentimetrar eru skrifaðir og hversu margar mínút- ur eru lagðar undir mál hans í ljósvakamiðlunum? Og bíðum við, það hlýtur líka að verða að taka tillit til útbreiðslu fjölmiðl- anna, lestrar þeirra og áhorfs. Vill Jón Steinar að dómstólar styðjist við kannanir Gallups á þeim þáttum svo hægt sé að meta til hversu margra fréttaflutningurinn náði og þar með hversu stóran afslátt eigi að gefa sakborningi af refsingunni? Nei, fjölmiðlar eru ekki dómstólar og umfjöllun þeirra getur ekki verið refsing. Fjölmiðlar segja fréttir og þeim fylgja gjarnan ljósmyndir og nöfn. Það er hins vegar sígilt viðfangs- og umræðuefni hvenær skuli sleppa því að nafngreina og birta myndir af sakamönnum. Um það mál verður aldrei fest niður ein skoðun. Í veröld Jóns Steinars gæti klókur verjandi búið svo um hnútana að ljósmynd af skjólstæðingi hans birtist í tiltölulega lítið útbreiddu dagblaði og það yrði sakamanninum til refsi- lækkunar. Besta dæmið um hversu sérálit Jóns Steinars er undarlegt er að sama dag og Hæstiréttur úrskurðaði í máli mannsins sem barði konuna sína og hann vill milda yfir refs- ingu, féllu dómar í réttinum í þremur öðrum málum sem fengu mun meiri fjölmiðlaumfjöllun. Í engu tilfelli var minnst á refsilækkun af þeim sökum. Ekki í máli handrukkarans sem fékk þriggja ára dóm, né í Landssímamálinu, eða í máli þeirra algjörlega óþekktu manna sem léku aðalhlutverk í líkfundar- málinu en eru nú orðnir þjóðþekktir. Man einhver eftir eftir þessari einu mynd sem birtist í DV af manninum sem barði konuna sína? ■ 2. maí 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Dómstólar geta ekki skotið sér undan því að dæma menn til refsingar vegna fréttaflutnings. Dómsvaldið og fjölmiðlar ORÐRÉTT Víðsýni á DV Mikil gleði og hamingja ríkir á heimili hennar fyrir bragðið þó að vitaskuld eigi barnið eftir að setja eitthvert strik í lögfræði- karríerinn. Slúðurmoli um nýfætt barn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns DV 30. apríl Hvernig virka þessi óheilögu? Logi og Svanhildur í heilagt hjónaband Fyrirsögn DV 30. apríl Getur lært af körlunum [Karlarnir í BYKO] höfðu svo mikið umburðarlyndi fyrir því hve vanþekking mín var mikil. Og ég vona að þeir muni hafa það áfram þó ég taki við sem forstjóri fyrirtækisins, því van- þekking mín á þessu sviði er mjög mikil. Ásdís Halla Bragadóttir, eftir að hafa upplýst hve illa hún er að sér í kofa- smíðum Morgunblaðið 1. maí Kaldhæðni í Staksteinum? Það getur sízt talizt of langur tími að það taki ríki sjö ár að hrinda þessari stefnu í fram- kvæmd. Það er raunar bara nokkuð snarpt viðbragð miðað við það hvernig ríkisstofnanir starfa almennt. Ungt, vel mennt- að, skilvirkt og viðbragsfljótt starfsfólk hefur augljóslega náð völdum í ríkisstofnunum á kostnað hinna svifaseinu, gamaldags skriffinna. Staksteinar Morgunblaðið 1. maí Verið að kaupa köttinn í sekknum Þá má ef til vill líka segja að í ljósi aukins vægis varúðarmerk- inga á tóbakspökkum, eins og Evrópureglur kveða á um, sé ósamræmi í því að fela vöruna þannig að varúðarmerkið sjáist ekki fyrr en búið er að kaupa vöruna. Hróbjartur Jónatansson um sýnileika tóbaks Fréttablaðið 1. maí FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG STAÐALMYNDIR OG SJÁLFSMYNDIR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Hópkenndin er að breytast með aukn- um fjarlægðum milli fólks í borginni. Þegar allir þekkja ekki lengur alla þá dæma allir alla. Þannig verða til staðalmyndirnar. ,, Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 18. maí. Stökktu til Costa del Sol 18. maí frá kr. 36.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Verð kr. 36.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 18. maí. Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 18. maí. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Týpur Hring eftir hring Sendiherrahringekjan fer bráðum af stað og búist er við þó nokkrum til- færslum. Á laugardag sagði DV að Guðmundur Árni Stefánsson væri að hætta í þingmennskunni til að fara sem sendiherra til Kaupmannahafnar. Guðmundur Árni segist reyndar koma af fjöllum og ekkert vita af þessum áformum. En það er ekki útkljáð hvort einhver af vinstri væng stjórnmálanna fær sendi- herrastól. Guðmundur Árni er talinn jafn líklegur með það og hver annar. Gildir samtryggingin enn? Það er ekki ólíklegt að fyrir utan Þorstein Pálsson, sem auglýsti eftir nýrri vinnu í Kastljósinu ekki fyrir svo löngu, séu þrír aðrir sendiherrar á leiðinni heim sökum aldurs. Það eru þeir Jón Baldvin Hannibalsson, Eiður Guðnason og Kjartan Jóhannsson. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa verið þing- menn Alþýðuflokksins áður en þeir hófu að berjast fyrir hagsmunum Ís- lands á erlendri grund. Samtrygging stjórnmálamanna hefur verið á þann veg að tryggja ákveðið „rétt“ hlutfall fyrrverandi þingmanna úr fjórflokkun- um í utanríkisþjónustunni. Hví ætti Samfylkingin þá að una því að þrír fyrrum þingmenn Alþýðuflokksins komi heim, án þess að nokkur úr þeirra röðum fari út? Fleiri á leið út Kjaftasögurnar segja að fleiri „nýliðar“ í utanríkisþjónustunni séu á leiðinni út. Annars vegar er talið líklegt að Júlíus Hafstein muni hverfa á braut frá skrif- stofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og þess í stað fljúga út í hinn stóra heim. Hann starf- aði eins og kunnugt er náið með Davíð í borginni þegar núverandi utanríkis- ráðherra var borgarstjóri. Hinn nýliðinn sem sagt er að sé á leiðinni út tengist einnig Davíð í gegnum borgina, en eftir því sem sögur segja á Markús Örn Antonsson loks að verða sendiherra – sem honum á að hafa verið lofað þegar hann hætti sem borgarstjóri og Árni Sigfússon tók við keflinu. svanborg@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.