Fréttablaðið - 09.05.2005, Side 12

Fréttablaðið - 09.05.2005, Side 12
Fyrir tæpum áratug var eitt af helstu viðfangsefnum lögreglunnar í Reykjavík að hafa afskipti af börnum og ungling- um sem söfnuðust saman í miðborg- inni að næturlagi um helgar. Skiptu ungmennin hundruðum og létu þau nokkuð að sér kveða í bjartri sum- arnóttinni innan um eldra fólk sem var ýmist á leið á eða af öldurhúsum. Nú er öldin önnur og að sögn kunn- ugra er fátítt að sjá ungmenni í mið- borginni á þessum tíma sólarhringsins. „Ég vil þakka þetta börnunum og ung- lingunum. Þetta er fyrirmyndarfólk í dag og mynstur og áherslur hafa gjör- breyst frá því sem var,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík. „Forvarnarstarfið sem unnið er á veg- um lögreglu, íþróttafélaga, skóla og fleiri aðila hefur líka skilað sér. Það er opnari umræða um svona lagað og það hvernig fólk á að haga sér.“ Geir Jón segir að þessum breytingum fylgi að landi sjáist ekki lengur en tekur um leið fram að sorglegt sé að stækkandi hópur ungs fólks neyti fíkniefna. „Það er samt mikill minnihluti ungs fólks en mikið áhyggjuefni engu að síður.“ En þó að börnin og unglingarnir safnist ekki saman í miðborginni eins og áður er ekki þar með sagt að lögreglan þurfi ekki að hafa afskipti af fólki á svæðinu að næt- urlagi. „Ástandið er öðruvísi, nú er það fólk á aldrinum 20 til 30 ára sem er frekar til vandræða. En bragurinn er með allt öðrum hætti en var og þar blandast líka inn í að afgreiðslutími veitingastaðanna var gefinn frjáls.“ 12 9. maí 2005 MÁNUDAGUR Þýskur dýralæknir býður íslenskum hestamönnum upp á þá nýjung að hnykkja hesta þeirra. Í glæsilegu hesthúsi í Hafnar- firði tekur á móti okkur fínleg og brosmild kona í bláum sam- festingi. Þýski dýralæknirinn Susanne Braun heilsar á næst- um lýtalausri íslensku og hlær þegar hún er spurð að því hvað hún sé að gera hér og af hverju hún tali svona gott mál. „Ég eignaðist íslenskan hest þegar ég var 12 ára, elskaði allt sem honum viðkom og vildi koma til landsins þar sem hann ætti heima,“ segir Susanne sem rak búgarð með íslenskum hestum í tólf ár ásamt þáverandi manni sínum sem var Íslendingur. Susanne er með sérpróf í hestum en hún hefur einnig sér- hæft sig í hnykkingum hesta sem er lítt þekkt hér á landi enda er hún sú eina sem stundar það eins og er. Hún segist þó vita af einhverjum dýralæknum sem huga að námi í slíkum fræð- um. Þá leggur Susanne einnig stund á nálastungur sem hún lærði meðal annars í Kína. Susanne segist finna fyrir töluverðum áhuga fyrir hnykk- ingum. Til sín leiti bæði tamn- ingamenn sem þekkja hnykking- ar erlendis frá og frístundafólk sem hefur sjálft prófað hnykk- ingar og vill gera hesti sínum gott. Hnykking hjálpar hestum sem eiga í erfiðleikum með til- teknar hreyfingar, segir Sus- anne. Orsökina sé að leita til margra þátta, til dæmis gamals slyss eða vandamála sem fórst fyrir að laga strax. Þá geti einnig slæm reiðmennska, járn- ing eða vondur hnakkur leitt til þess að hestur festist í baki, skekki sig og fái misjafna vöðvafyllingu. Slíkt hefur síðan áhrif á ganglag hestsins. Sus- anne segir mikið lagast eftir fyrstu meðferð og oft dugi hún til. Reiðmaðurinn fái þó leið- beiningar um áframhaldandi þjálfun og æfingar. Susanne verður á Íslandi fram að heimsmeistaramóti ís- lenska hestsins sem haldið verð- ur í Svíþjóð í sumar. Eftir það segir hún ekkert ákveðið. Hún geti vel ímyndað sér að búa á Íslandi. Henni líði vel hér og fólkið sé skemmti- legt. solveig@frettabladid.is Haustakur Hvannakur Hjálmakur Jafnakur Krossakur Kaldakur Kornakur Nánari upplýsingar um lóðirnar, stærðir þeirra og nýtingu, einnig upplýsingar um hvernig væntanlegir kaupendur bera sig að við tilboðsgerð er að finna á vefsíðu Akralands www.akraland.is Þar er einnig að finna nauðsynleg gögn sem tilboðsgjafar þurfa að kynna sér, s.s. tilboðsskilmála, tilboðsskrá og sölu- og skipulagsskilmála. Komnar eru í sölu frábærar eignarlóðir í Akrahverfi, hverfið er vel staðsett á grónu svæði á besta stað í Garðabæ. Þetta eru góðar byggingarlóðir á frjósömu svæði mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með fljótfarnar umferð- aræðar til allra átta. Um er að ræða 49 lóðir sem seldar verða í tveimur hlutum og gert er ráð fyrir að þær verði byggingarhæfar í október á þessu ári. Tilboðum í 26 lóðir sem eru í fyrrihlutanum skal skila eigi síðar en föstudaginn 20. maí 2005 kl. 15:00 og í lóðir í seinnihlutann eigi síðar en föstudaginn 3. júní kl. 15:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Akralands þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar um lóðirnar. Fasteignasölurnar Borgir og Eignamiðlun munu einnig annast milligöngu um sölu lóðanna og geta þeir sem hafa áhuga snúið sér þangað. gullmolinn á höfuðborgarsvæðinu Akraland ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík sími 599 4000, fax 599 4001 Tilboðsfrestur 20. maí Tilboðsfrestur 03. júní hz et a www.akraland. is 2.220 BÚA Í SVEITARFÉLAGINU HORNAFIRÐI Heimild: Hagstofan SVONA ERUM VIÐ Unga fólki› til fyrirmyndar EFTIRMÁL: UNGLINGARNIR Í MIÐBORGINNI Orðið erlendis merkir samkvæmt Orðabók Eddu í öðru landi, í út- löndum, og gefur til kynna stað- setningu. Að ferðast erlendis merk- ir þannig að ferðast í útlöndum, en ekki að að ferðast til útlanda. Stundum er orðið notað á sér- kennilegan hátt eins og um hreyf- ingu sé að ræða, til dæmis „Nýjar rannsóknir erlendis frá sýna ...“ eða „Ég er að fara erlendis í næstu viku“. Heppilegra er að tala um er- lendar rannsóknir og að fara til út- landa eða fara utan. Ekki myndum við segja „í útlöndum frá“, er það? magnus@frettabladid.is ERTU AÐ FARA ERLENDIS? ÁSTKÆRA YLHÝRA TEYGIR Á Susanne teygir á vöðvum í hálsi hestsins og athugar hvort vöðvamisvægi eða spenna sé í hnakka. Kynningar á hjálpartækjum ást- arlífsins eiga auknum vinsæld- um að fagna meðal ungra kvenna á Íslandi, að sögn starfs- manns hjá romantik.is sem býð- ur upp á slíkar kynningar í heimahúsum. Algengt er að vin- konuhópar, saumaklúbbar eða vinnustaðir taki sig til og fái kynningu á því sem vinsælast er í hjálpartækjum og undirfatn- aði. Algengast er að konurnar séu í yngri kantinum, frá 20 til 30 ára, og er þetta ekkert feimnis- mál í þeirra hugum. Spyrja þær opinskátt um kosti og galla hvers tækis en vinsælast þessa daga eru að sögn romantik.is egg, titrarar og krem. Karlmenn hafa hins vegar lít- inn sem engan áhuga á slíkum kynningum, en kaupa til jafns við konur í verslunum hjálpar- tækja. Hefur sýnt sig að konur senda oft karla sína til að versla fyrir sig. Sala hjálpartækja er árstíða- bundin. Mest er selt fyrir jólin, á Valentínusar- og konudag. Er þetta að verða æ minna feimnis- mál meðal landans enda fjöldi ástartækjaverslana rekinn á höfuðborgarsvæðinu. Heimakynningar á hjálpartækjum vinsælar: Konur kynnast kynlífstækjum Hestahnykkir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.