Fréttablaðið - 09.05.2005, Page 18

Fréttablaðið - 09.05.2005, Page 18
Eru veisluhöld framundan? Vantar inn í stellið? Hafðu samband. Skipasund 82, 104 Reykjavík – S. 552 – 6255 www.ammaruth.is El ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Það ráku ef til vill margir upp stór augu við áhorf sjónvarps- þáttarins The Block á Stöð 2 fyrir ekki svo löngu þegar eitt parið í þættinum, Steven og Richard, ákváðu að flísa- leggja ísskápinn sinn í stíl við eldhúsinnréttinguna. Frétta- blaðið ákvað að fara á stúf- ana og athuga hvort þessi þjónusta sé í boði á Íslandi. „Það er allt hægt. Maður þarf bara að nota réttu efnin sem loða við yfirborðið á því sem maður er að flísaleggja. Það fer allt eftir hvernig ísskápurinn er, hvort brúnirnar séu rúnaðar eða oddhvassar og annað í þeim dúr,“ segir Trausti Eysteinsson sem rekur flísalagningarþjón- ustuna flisalagnir.is. „Það er til lím fyrir alla skap- aða hluti þannig að auðvitað er hægt að líma ýmislegt á ísskáp. Ef ég væri beðinn um að flísa- leggja ísskáp þá myndi ég nátt- úrulega kynna mér ísskápinn sem um ræðir og hvernig aðferð væri best að nota. Það er ekkert ómögulegt í þessum efnum,“ segir Trausti sem hefur aldrei lent í því að flísaleggja ísskáp. „Ég hef verið í þessum bransa í þrettán ár og það má eiginlega segja að ég hafi fæðst með múr- skeið í rassinum – ekki silfur- skeið eins og sumir. Ég hef ver- ið beðinn um að flísaleggja loft, syllur og fleira en aldrei ísskáp. Það er kannski eitthvað sem á eftir að komast í tísku.“ En hvað er í tísku þessa dag- ana í flísum? „Það er margt í gangi en helstu litirnir eru kremað og ljósgráir tónar. Fólk notar flís- arnar mjög mikið, til dæmis til að ramma inn lagnir og ég hef verið mikið í því að undanförnu að flísaleggja arna alveg upp í loft. Svo hef ég líka séð heilu húsinu þar sem flísar eru notaðar í bókstaf- lega allt,“ segir Trausti. En það er sem sagt greinilegt að það er allt hægt að flísaleggja. Það er engin ástæða að nema staðar við ís- skápinn. Af hverju ekki að hafa heilt eldhús í stíl við til dæmis flísalagt gólf- ið? Brauðristin, kaffivélin, ofninn og hnífapörin gætu ver- ið í stíl. Það kallar maður sko að flísa- leggja heimilið. lilja@frettabladid.is ] Allt er hægt að flísaleggja Sumarblóm Á meðan von er á næturfrosti er ekki hægt að setja út sumarblómin. Þó er hægt að koma þeim fyrir í litlum kerum sem hægt er að kippa inn yfir nóttina til að kuldinn drepi þau ekki og setja þau svo út yfir daginn. [ Flísar bjóða upp á óendanlega möguleika. Trausti hefur verið að flísaleggja í þrettán ár en hefur aldrei lent í því að flísaleggja ísskáp eða önnur heimilistæki. Flísalagður ísskápur SKÁPAHÖLDUR Yfir 300 tegundir á lager Laugavegi 29 Sími: 552 4320 - www.brynja.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.