Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.05.2005, Qupperneq 18
Eru veisluhöld framundan? Vantar inn í stellið? Hafðu samband. Skipasund 82, 104 Reykjavík – S. 552 – 6255 www.ammaruth.is El ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Það ráku ef til vill margir upp stór augu við áhorf sjónvarps- þáttarins The Block á Stöð 2 fyrir ekki svo löngu þegar eitt parið í þættinum, Steven og Richard, ákváðu að flísa- leggja ísskápinn sinn í stíl við eldhúsinnréttinguna. Frétta- blaðið ákvað að fara á stúf- ana og athuga hvort þessi þjónusta sé í boði á Íslandi. „Það er allt hægt. Maður þarf bara að nota réttu efnin sem loða við yfirborðið á því sem maður er að flísaleggja. Það fer allt eftir hvernig ísskápurinn er, hvort brúnirnar séu rúnaðar eða oddhvassar og annað í þeim dúr,“ segir Trausti Eysteinsson sem rekur flísalagningarþjón- ustuna flisalagnir.is. „Það er til lím fyrir alla skap- aða hluti þannig að auðvitað er hægt að líma ýmislegt á ísskáp. Ef ég væri beðinn um að flísa- leggja ísskáp þá myndi ég nátt- úrulega kynna mér ísskápinn sem um ræðir og hvernig aðferð væri best að nota. Það er ekkert ómögulegt í þessum efnum,“ segir Trausti sem hefur aldrei lent í því að flísaleggja ísskáp. „Ég hef verið í þessum bransa í þrettán ár og það má eiginlega segja að ég hafi fæðst með múr- skeið í rassinum – ekki silfur- skeið eins og sumir. Ég hef ver- ið beðinn um að flísaleggja loft, syllur og fleira en aldrei ísskáp. Það er kannski eitthvað sem á eftir að komast í tísku.“ En hvað er í tísku þessa dag- ana í flísum? „Það er margt í gangi en helstu litirnir eru kremað og ljósgráir tónar. Fólk notar flís- arnar mjög mikið, til dæmis til að ramma inn lagnir og ég hef verið mikið í því að undanförnu að flísaleggja arna alveg upp í loft. Svo hef ég líka séð heilu húsinu þar sem flísar eru notaðar í bókstaf- lega allt,“ segir Trausti. En það er sem sagt greinilegt að það er allt hægt að flísaleggja. Það er engin ástæða að nema staðar við ís- skápinn. Af hverju ekki að hafa heilt eldhús í stíl við til dæmis flísalagt gólf- ið? Brauðristin, kaffivélin, ofninn og hnífapörin gætu ver- ið í stíl. Það kallar maður sko að flísa- leggja heimilið. lilja@frettabladid.is ] Allt er hægt að flísaleggja Sumarblóm Á meðan von er á næturfrosti er ekki hægt að setja út sumarblómin. Þó er hægt að koma þeim fyrir í litlum kerum sem hægt er að kippa inn yfir nóttina til að kuldinn drepi þau ekki og setja þau svo út yfir daginn. [ Flísar bjóða upp á óendanlega möguleika. Trausti hefur verið að flísaleggja í þrettán ár en hefur aldrei lent í því að flísaleggja ísskáp eða önnur heimilistæki. Flísalagður ísskápur SKÁPAHÖLDUR Yfir 300 tegundir á lager Laugavegi 29 Sími: 552 4320 - www.brynja.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.