Fréttablaðið - 09.05.2005, Page 73

Fréttablaðið - 09.05.2005, Page 73
24 9. maí 2005 MÁNUDAGUR Okkar ástkæru s j ó m ö n n u m finnst hreint ekki leiðin- legt að segja sögur af sjálfum sér. Oftar en ekki er dágóður skammtur af á f e n g i s - n e y s l u innifalinn í frásögn- unum og vill árás- arhneigðin oft blossa upp í mönnum. Það er því ekki komið að tómum slagsmálakofunum hjá þessum hetjum landsins. Sjómaður nokkur vestan af landi stærði sig eitt sinn af því að hafa lent í stympingum við þekktan gítarleikara hér á landi. Atvikið átti sér stað í teiti heima hjá strengjaplokkaranum góða. „Ég var búinn að eiga í vandræðum með hann lengst af enda merkilega vel á sig kom- inn af gítaraleikara að vera,“ sagði sjóarinn að viðstöddum nokkrum félögum sínum sem sperrtu eyrun. Kallinn sjálfur var nú ekki hár í loftinu og, að því er virtist, ekki mjög burðug- ur líkamlega séð. Það kom því á óvart að hann hafði lagt fullvax- inn karlmann að velli í handa- lögmálum.. Frásögn sjómannsins hélt áfram. „Það var samt gaman að eiga við gaurinn enda ekki á hverjum degi sem maður fær að dangla í íslenska poppstjörnu,“ sagði sögumaðurinn, yfir sig ánægður með afrek sitt. Þegar dágóður tími var liðinn á slagsmálin fékk okkar maður sig fullsaddan af kýtingunum. „Hann var eitthvað að reyna að streitast á móti og þá var mér nóg boðið,“ sagði hetja hafsins. „Þá rak ég augu í gítarinn hans sem lá þarna rétt hjá. Ég fékk þá þessa líka frábæru hug- mynd. Ég reif upp gítarinn, hóf hann til lofts og braut hann á hausnum á honum,“ fullyrti kappinn með montglampa í auga. „Og síðan hefur hann spil- að á bassa!“ ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SMÁRI JÓSEPSSON HEYRÐI FRÁSÖGN AF FRUMLEGUM SLAGSMÁLUM Ég braut gítarinn á hausnum á honum M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N – hefur þú séð DV í dag? Átti ekki fyrir treyjunni en var bjargað af Eggerti Skúlasyni Misþroska drengur bauð 800 þúsund í treyju Eiðs Smára Alltaf einfalt www.ob.is 14 stöðvar! Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Hún gerir þetta VILJANDI!! Flestir sem borða gera það viljandi, Jói. Palli og Sara, þið eruð nú bara sætt par! Æ, takk. Þið minnið svolítið á okkur fyrir utan einn stóran mun. Smekkleg- heit? Trúlofun? Pláss til að anda. Einn biti af þessum góða svissneska osti til að lokka mús- ina fram með. Góðan daginn. Neii!! Hverju á ég svona góða meðferð að þakka? Krakkarnir stífluðu klósettið og ég þarf að fara á fund. Ég veit að þú getur ekki farið í svona drullumál áður en þú færð morgunkaffið þitt. Ó, en rómantískt. ENGINN getur staðist þennan ost! Láttu mig fá ostinn! Ég á hann!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.