Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2005, Qupperneq 79

Fréttablaðið - 09.05.2005, Qupperneq 79
30 9. maí 2005 MÁNUDAGUR Fullur lögmaður hrinti fegursta fljóði Eskifjarðar Sagðist hafa verið „ögn óstöðugur“ á fótunum – hefur þú séð DV í dag? Ættfræðingurinn Oddur Helgason hitti Kára Stef- ánsson í Íslenskri erfðagreiningu á förnum vegi um daginn og það skipti engum togum, þeir ræddu um að leggja saman krafta sína og vinna í sameiningu að skráningu íslenskra ætta. „Það eru engar tilviljanir í mínu lífi,“ segir Oddur. „Ég var staddur í banka þegar Kári stendur þar við hliðina á mér og við förum að tala saman. Við ætlum að fara í fornættirnar. Hann er með erfðaleiðirnar en við erum með öll nöfnin.“ Oddur hefur um árabil rekið ættfræðiþjónustuna ORG, sem hefur aðsetur í Skerjafirði. Þar vinna hann og félagar hans að skráningu allrar þjóðarinn- ar frá upphafi, og styðjast jafnt við prentaðar heim- ildir sem óbirtar upplýsingar frá einstaklingum, átt- hagafélögum og öðrum velunnurum þessa verkefnis. „Hér er saman kominn meiri fróðleikur en nokk- urs staðar annars staðar um fornættirnar.“ ■ Í samstarf vi› Kára ODDUR HELGASON ÆTTFRÆÐINGUR Oddur fær sér í nefið á milli tveggja tréskúlp- túra eftir Lúkas Kárason, þeirra Gróu á Leiti og Öfundar, sem Oddur tekur þó fram að ráði hreint ekki ríkjum í hans herbúðum. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Sextíu ár. Um fimm krónur. Marburg-veiran. Þeir sem sakna þess að hlusta á Tvíhöfðann sinn á morgnana ættu að kætast yfir því að félag- arnir eru að vinna í nýjum sjón- varpsþáttum sem sýndir verða á Stöð 2. Þeir félagar hafa þó sést tvisvar í viku í Tvíhöfðafréttum en nýi þátturinn verður allt öðruvísi og vonandi töluvert lengri. Reyndar verður hann ekki nokkrum öðrum sjónvarps- þætti líkur að sögn Sigurjóns Kjartanssonar en eins og allir vita skipar hann Tvíhöfða ásamt Jóni Gnarr. „Þetta verður ekki líkt nokkrum sköpuðum hlut!“ segir Sigurjón æstur og greinilegt að hann er með eitthvað rosalegt í farteskinu. Hann vill þó augljós- lega halda þættinum undir skikkju leyndardómsins aðeins lengur og aðspurður hvenær fólk fái að sjá þessa næstu afurð þeirra félaga segir hann: „Þetta er á vinnslustigi, við erum núna að finna fólk til þess að vinna í þessu með okkur. Það er ekkert svakalega langt í þetta og kemur í ljós hvort menn munu sjá þetta á skjánum í sumar eða haust.“ Sigurjón segir að þeir félagar hafi gengið þónokkurn tíma með hugmyndina í maganum. „Það tekur dálítinn tíma að þróa sjón- varpsþætti af einhverju tagi. Það verður svo væntanlega góð- ur afrakstur af allri meðgöng- unni ef vel gengur.“ Sigurjón hefur líka leikið í Svínasúpunni og einnig verið meðal handrits- höfunda. Í vetur hafa þó aðeins endursýndir þættir af Svínasúp- unni sést á skjánum en að sögn Sigurjóns er hún ekki liðin und- ir lok. „Nei nei, við höfum verið að vinna í henni, hún er bara í smá salti.“ ■ TVÍHÖFÐI: LENGRI OG ÖÐRUVÍSI Nýr sjónvarpsþáttur í vinnslu Hvítasunnan er um næstu helgi, þriðja stórhátíð kristninnar. Þar með lýkur páskatímanum, en hvítasunnan er stofndagur kirkjunnar og einskon- ar vígsludagur hinnar almennu kirkju sem Guð gefur í Jesú Kristi. Vörður Leví Traustason er forstöðumaður Hvíta- sunnukirkjunnar í Reykjavík, en söfnuðurinn dreg- ur nafn sitt af hvítasunnunni. „Hátíðin er mikils virði fyrir okkar söfnuð og helst vildum við hafa hvítasunnudag allt árið um kring. Við viljum vera hvítasunnumenn í reynd, fylltir heilögum anda og krafti Guðs, en ekki eingöngu sem yfirskrift á kirkjunni okkar,“ segir Vörður Leví. Hvítasunnukirkjan verður í sviðsljósinu um hvíta- sunnuhelgina, því að kvöldi hvítasunnudags verð- ur sjónvarpað samkomu úr Fíladelfíu í Ríkissjón- varpinu, og á annan dag hvítasunnu verð- ur bein útsending frá messu safnaðarins í Ríkisútvarpinu. „Á hvítasunnudag útdeildi Guð heilögum anda yfir mannkynið og kirkjan telur stofn- un sína frá þessum degi þegar Pétur, fyllt- ur heilögum anda, sté fram og predikaði yfir lýðnum sem tók skírn þennan dag. Jesús sagði sjálfur við lærisveina sína í Jó- hannesarguðspjalli, 14. kafla: „Ekki mun ég skilja ykkur eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar. Ég mun biðja föðurinn og Hann mun senda yður annan huggara sem verður hjá yður að eilífu.“ Þetta þýðir að við göngum í krafti heilags anda á hverjum degi. Þegar Jesús gekk um á jörðinni var hann staðbundinn á einum stað í einu, en kraftur hans í heilögum anda nær yfir alla kristna, hvort sem þeir eru hér í Fíladelfíu, Kína, Ameríku eða annars staðar í heiminum,“ segir Vörður Leví og bætir við að hvítasunnumenn upplifi nærveru Guðs á hverjum degi, sem geri allt trúarlíf svo spennandi. „En því miður held ég að margir líti á frí- daga Biblíunnar sem afslöppun og frí, án þess að gefa trúarlegri merkingu þeirra gaum. Jafnvel á föstudaginn langa heyrir maður í vélsögum og hamarshöggum, og finnst mér það miður. Menn ættu að nota heilagt frí til að íhuga og ganga úti í náttúrunni. Upplifa kraftaverk og nærveru Guðs í næði með sjálfum sér.“ VÖRÐUR LEVÍ TRAUSTASON FORSTÖÐUMAÐUR HVÍTASUNNUKIRKJUNNAR VILL HVÍTASUNNUDAG ÁRIÐ UM KRING SÉRFRÆÐINGURINN VÖRÐUR LEVÍ TRAUSTASON Fylltir heilögum anda og krafti Gu›s ..fær Alli Metall fyrir að breyta tónum Mugisons í metal. HRÓSIÐ Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf TVÍHÖFÐI Þeir félagar Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr vinna nú í nýjum sjónvarpsþætti sem að sögn Sigurjóns verður ekki líkur nokkrum sköpuðum hlut.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.