Fréttablaðið - 23.06.2005, Side 10
10 23. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Bið tæplega 400 offitusjúklinga eftir meðferð á Reykjalundi:
Endursko›a fljónustusamning
HEILBRIGÐISMÁL Þjónustusamning-
ur heilbrigðisráðuneytis og
Reykjalundar er nú til endurskoð-
unar, að sögn Jóns Kristjánssonar
heilbrigðisráðherra.
Fréttablaðið greindi frá því
fyrir helgi að 380 offitusjúklingar
eru nú á biðlista eftir meðferð á
Reykjalundi. Gildandi þjónustu-
samningur heimilar meðferð
fyrir 25 manns á ári. Ludvig Guð-
mundsson yfirlæknir segir að
auka þurfi þann fjölda upp í 100-
110 manns á ári, en það svari ein-
ungis brýnustu þörfinni.
„Biðlistatölur á Reykjalundi
slá mig illa,“ segir ráðherra. „Það
er ljóst að offita er hraðvaxandi
heilsufarsvandamál. Einn þáttur
málsins er að reyna að koma í veg
fyrir að þróunin haldi áfram með
þessum hraða. Ískyggilegasti
þátturinn í þessu er hins vegar
hinn duldi vandi, því fólk sem er
svona komið á fyrir heldur sig til
hlés í samfélaginu. Það kemur
fram í dagsljósið þegar einhver
raunhæf hjálp, eins og offitu-
aðgerðir, er í sjónmáli.“
Ráðherra kveðst ekki geta sagt
til um hver niðurstaða endurskoð-
unar þjónustusamningsins verði.
-jss
JÓN KRISTJÁNSSON Offitan er á hraðri
uppleið sem heilsufarsvandamál.
Frábær ferðaleikur fyrir al la f jölskylduna
omdu við á næstu Olís-stöð,
fáðu stimpil í Ævintýrakortið
og ævintýraglaðning!
Yf
ir
10
00
gl
æ
sil
eg
ir
vi
nn
in
ga
r!
SAMGÖNGUR Í byrjun næsta mánað-
ar verða sett upp fyrstu viðvörunar-
merkin við staði á þjóðvegum lands-
ins þar sem mikið hefur verið um
umferðarslys. Með merkjunum er
fólk hvatt til að draga úr hraða öku-
tækis við þessa svörtu bletti, þrátt
fyrir að leyfilegur hámarkshraði
kunni að vera meiri. Merkin eru
sett upp í samvinnu við Vegagerð-
ina, en þau eru hluti af þjóðarátaki
Vátryggingafélags Íslands gegn
umferðarslysum. Félagið stendur
nú fyrir slíku átaki fimmta sumarið
í röð undir yfirskriftinni: „Hægðu á
þér – tökum slysin úr umferð.“
„Staðreyndin er sú að hraðinn er
aðalóvinurinn í umferðinni og
alvarlegu slysin hafa verið að fær-
ast úr þéttbýlinu út á þjóðvegina,“
segir Ragnheiður Davíðsdóttir, for-
varna- og öryggisfulltrúi VÍS, en
hún kynnti átakið fjölmiðlum í
æfingasal endurhæfingardeildar
Landspítala - háskólasjúkrahúss á
Grensási í gær. Fyrirtækið gengst á
næstu vikum fyrir auglýsingaher-
ferð í útvarpi og sjónvarpi til að
vekja athygli á afleiðingum umferð-
arslysa um leið og ökumenn eru
hvattir til að draga úr hraðanum. Þá
verður og vakin athygli á nýju um-
ferðarmerkjunum sem auðkenna
eiga slysabletti.
Ágúst Mogensen, framkvæmda-
stjóri Rannsóknarnefndar umferð-
arslysa, sagði á kynningarfundinum
að 70 prósent alvarlegra umferðar-
slysa yrðu í dreifbýli. „Ef tveir bílar
rekast saman á þjóðvegi á 90 kíló-
metra hraða verður alvarlegt um-
ferðarslys eða banaslys,“ sagði
hann, en áréttaði um leið að nýju
viðvörunarmerkin væru leiðbein-
andi. „Sumar beygjur á þjóðvegum
landsins er ekki hægt að taka á 90
kílómetra hraða, þrátt fyrir að það
sé leyfður hámarkshraði.“ Hann
kallaði einnig eftir aukinni lög-
gæslu og þyngri refsingum til
handa þeim sem valda öðrum veg-
farendum stórhættu með ofsa-
akstri.
-óká
N‡ umfer›armerki
SVARTIR BLETTIR
Á ÞJÓÐVEGI EITT
1. Vesturlandsvegur undir Hafnarfjalli
2. Vesturlandsvegur um Stafholtstungur
3. Vesturlandsvegur við Fornahvamm í
Norðurárdal í Borgarfirði
4. Brú yfir Síká í Hrútafirði
5. Norðurlandsvegur við Geitaskarð í Langadal
6. Brú yfir Kotá í Norðurárdal í Skagafirði
7. Vegamót Norðurlandsvegar og
Eyjafjarðarbrautar eysti, austan Akureyrar
8. Suðurlandsvegur um beygjur í Kömbum
9. Vegamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar
10. Suðurlandsvegur í Hveradalabrekku
og næsta nágrenni
11. Suðurlandsvegur í Lögbergsbrekku
og næsta nágrenni
Í fljó›arátaki VÍS gegn umfer›arslysum er sjónum a› flessu sinni beint a›
umfer›arhra›a. Í samvinnu vi› Vegager› ríkisins ver›a sett upp lei›beinandi
vi›vörunarmerki á stö›um flar sem mörg slys hafa or›i›.