Fréttablaðið - 23.06.2005, Side 12
SUMARVEIÐI Á POLLINUM Lítið hefur sést
til sólar á Norðurlandi undanfarinn mánuð
en síðastliðinn þriðjudagsmorgun brast
óvænt á með blíðu á Akureyri og nýttu
sumir tækifærið og renndu fyrir fisk í Poll-
inum. Sólþyrstir Norðlendingar eru farnir
að setja upp sumarbrosin því Veðurstofan
spáir suðvestlægum áttum á Norðurlandi
frá og með morgundeginum.
12 23. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Á dagskrá Kirkjudaga um helgina:
Dans gegn fordómum
KIRKJUDAGAR „Meginmarkmið
Kirkjudaga er að kynna kirkj-
una,“ segir Stefán Már Gunn-
laugsson, verkefnisstjóri
Kirkjudaga. Kirkjudagar verða
haldnir í annað sinn um helgina
en stefnt er að því að gera dag-
ana að föstum lið í kirkjustarf-
inu, fjórða hvert ár.
„Á Kirkjudögum reynum við
að safna kirkjunni allri saman á
einum stað,“ segir Stefán Már.
„Þannig er hægt að fá innsýn í
allt hið fjölbreytta starf kirkj-
unnar.“
Eitt meginmarkmiða Kirkju-
daga er að hvetja til umræðu í
samfélaginu um kristna trú og
starf kirkjunnar en á dagskrá
eru um fjörutíu málstofur.
„Þetta er hugsað sem vettvang-
ur fyrir umræður þar sem fólk
getur komið og sagt skoðun
sína,“ segir Stefán.
Á sjötta tug hreyfinga,
félaga, nefnda og stofnana komu
að undirbúningi Kirkjudaga.
Nýstárlegir atburðir verða á
dagskránni, til dæmis píla-
grímaganga, dans gegn fordóm-
um og Ólympíuleikar undar-
legra.
Kirkjudagar verða settir
klukkan átta á föstudagskvöld
og standa til miðnættis á laugar-
dag á Skólavörðuholti. - ht
KIRKJUDAGAR UNDIRBÚNIR Upplýsingamiðstöð hefur verið opnuð við Hallgrímskirkju þar
sem hægt er að kynna sér dagskrá Kirkjudaga.
meg
a
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
JARÐSKJÁLFTAR Klukkan hálf átta í
gærmorgun reið yfir jarðskjálfti
upp á 3,5 á Richter-kvarða við
vestanvert Kleifarvatn á Reykja-
nesi. Sekúndu fyrr mældist annar
um 2,5 á Richter. Að sögn Stein-
unnar S. Jakobsdóttur, deildar-
stjóra hjá Veðurstofunni, virtist
hrinan í gær vera að ganga niður
með eðlilegum hætti. Skjálfta-
virkni hófst um klukkan þrjú í
fyrrinótt.
„Við sjáum enga sérstaka
fyrirboða í þessu, en fylgjumst
vitanlega vel með,“ segir Stein-
unn og telur ekki loku fyrir það
skotið að hrinan nú sé hluti af ein-
hverri spennutilfærslu vegna
skjálftahrinunnar úti af Reykja-
neshrygg fyrir um mánuði. Hún
bendir jafnframt á að fyrir um
tveimur árum hafi orðið hrina á
svipuðum slóðum við Kleifarvatn,
en stærsti skjálftinn þá mældist
rúmlega fjórir á Richter. „Í júlí í
fyrra mældist líka allnokkur
hrina við Fagradalsfjall, nokkuð
vestar á Reykjanesskaga. Þá
mældust nokkur hundruð skjálft-
ar á nokkrum dögum, en enginn
þeirra náði stærðinni þremur,“
segir Steinunn. -óká
KLEIFARVATN Í fyrrinótt hófst jarðskjálftahrina við Kleifarvatn sem náði hámarki snemma í
gærmorgun með skjálfta upp á 3,5 á Richter-kvarða. Í ágúst 2003 varð hrina á svipuðum
slóðum þar sem öflugasti skjálftinn var rétt yfir fjóra á Richter að stærð.
Jarðskjálftar við Kleifarvatn:
Hrinan gengur ni›ur
Bílbruni í Heiðmörk:
Ungs manns
enn leita›
LÖGREGLA Lögregla leitar enn ungs
manns sem komst undan í Heið-
mörk á mánudagsmorguninn eftir
að þar var kveikt í stolnum bíl. Lög-
reglan í Hafnarfirði handsamaði á
staðnum tvo pilta og stúlku. Að
loknum yfirheyrslum í Hafnarfirði
var málið svo flutt til rannsóknar-
deildar lögreglu í Reykjavík. Þar á
bæ telja menn sig vita hver lét sig
hverfa í Heiðmerkurhrauninu . -óká
Liðhlaupi frá Norður-Kóreu:
Ba›st afsökunar
BANDARÍKIN, AP Bandaríkjamaður-
inn Charles Jenkins baðst afsök-
unar á liðhlaupi sínu árið 1965
áður en hann fór frá Bandaríkjun-
um til Japans, þar sem hann býr
nú.
„Ég brást bandaríska hernum,
bandarísku ríkisstjórninni og olli
fjölskyldu minni vandræðum,“
sagði Jenkins. Hann sagðist hafa
lifað við erfiðar aðstæður í Norð-
ur-Kóreu. Þótt hann hafi kennt
ensku og birst í áróðursmynd-
böndum kommúnista sagðist hann
aldrei hafa verið heilaþveginn.
Einnig fordæmdi hann Kim Jong-
il, leiðtoga Norður-Kóreu, og kall-
aði hann illmenni.
Jenkins dvaldist á bernsku-
heimili sínu í Norður-Karólínu
ásamt japanskri eiginkonu sinni
og tveim dætrum og hitti þar fjöl-
skyldu sína í fyrsta skipti í fjöru-
tíu ár. - grs
VIÐSKIPTI „Ég eða félög mér tengd
eigum ekkert í Serafin Shipping
og höfum aldrei átt,“ segir Jón
Kristjánsson, stjórnarformaður
Icelandic Group, spurður um
hver ætti félagið. Ólafur Ólafs-
son, stjórnarformaður Sam-
skipa, vísaði á Jón þegar hann
var spurður í fyrradag hvort
hann ætti eða hefði átt Serafin
Shipping.
Icelandic Group varð til
þegar Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna (SH) sameinaðist Sjó-
vík fyrir stuttu. Serafin Shipp-
ing átti í Sjóvík og fengu eigend-
ur félagsins tæp sex prósent
hlut í Icelandic Group við sam-
eininguna. Samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins var hlut Ser-
afin Shipping í Icelandic Group
skipt á tvö félög; Fordace
Limited sem fékk 4,47 prósenta
hlut og Deeks Associates Ltd.
með 1,49 prósenta hlut.
Fari hlutur í félagi yfir fimm
prósent þarf að gera grein fyrir
eigendum þess með tilkynningu
til Kauphallar Íslands.
Ekki hefur fengist staðfest
hver varð sjötti stærsti hlut-
hafinn í Icelandic Group eftir
sameiningu. Ólafur Ólafsson
sagðist í samtali við Fréttablað-
ið í fyrradag ekki kannast við
Fordace Limited, sem var á lista
yfir tíu stærstu hluthafana.
- bg
Huldufélagið í Icelandic Group:
Eigandi enn ókunnur
ÓLAFUR ÓLAFSSON Sagðist ekki þekkja
Fordace Limited.