Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2005, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 23.06.2005, Qupperneq 12
SUMARVEIÐI Á POLLINUM Lítið hefur sést til sólar á Norðurlandi undanfarinn mánuð en síðastliðinn þriðjudagsmorgun brast óvænt á með blíðu á Akureyri og nýttu sumir tækifærið og renndu fyrir fisk í Poll- inum. Sólþyrstir Norðlendingar eru farnir að setja upp sumarbrosin því Veðurstofan spáir suðvestlægum áttum á Norðurlandi frá og með morgundeginum. 12 23. júní 2005 FIMMTUDAGUR Á dagskrá Kirkjudaga um helgina: Dans gegn fordómum KIRKJUDAGAR „Meginmarkmið Kirkjudaga er að kynna kirkj- una,“ segir Stefán Már Gunn- laugsson, verkefnisstjóri Kirkjudaga. Kirkjudagar verða haldnir í annað sinn um helgina en stefnt er að því að gera dag- ana að föstum lið í kirkjustarf- inu, fjórða hvert ár. „Á Kirkjudögum reynum við að safna kirkjunni allri saman á einum stað,“ segir Stefán Már. „Þannig er hægt að fá innsýn í allt hið fjölbreytta starf kirkj- unnar.“ Eitt meginmarkmiða Kirkju- daga er að hvetja til umræðu í samfélaginu um kristna trú og starf kirkjunnar en á dagskrá eru um fjörutíu málstofur. „Þetta er hugsað sem vettvang- ur fyrir umræður þar sem fólk getur komið og sagt skoðun sína,“ segir Stefán. Á sjötta tug hreyfinga, félaga, nefnda og stofnana komu að undirbúningi Kirkjudaga. Nýstárlegir atburðir verða á dagskránni, til dæmis píla- grímaganga, dans gegn fordóm- um og Ólympíuleikar undar- legra. Kirkjudagar verða settir klukkan átta á föstudagskvöld og standa til miðnættis á laugar- dag á Skólavörðuholti. - ht KIRKJUDAGAR UNDIRBÚNIR Upplýsingamiðstöð hefur verið opnuð við Hallgrímskirkju þar sem hægt er að kynna sér dagskrá Kirkjudaga. meg a FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K JARÐSKJÁLFTAR Klukkan hálf átta í gærmorgun reið yfir jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter-kvarða við vestanvert Kleifarvatn á Reykja- nesi. Sekúndu fyrr mældist annar um 2,5 á Richter. Að sögn Stein- unnar S. Jakobsdóttur, deildar- stjóra hjá Veðurstofunni, virtist hrinan í gær vera að ganga niður með eðlilegum hætti. Skjálfta- virkni hófst um klukkan þrjú í fyrrinótt. „Við sjáum enga sérstaka fyrirboða í þessu, en fylgjumst vitanlega vel með,“ segir Stein- unn og telur ekki loku fyrir það skotið að hrinan nú sé hluti af ein- hverri spennutilfærslu vegna skjálftahrinunnar úti af Reykja- neshrygg fyrir um mánuði. Hún bendir jafnframt á að fyrir um tveimur árum hafi orðið hrina á svipuðum slóðum við Kleifarvatn, en stærsti skjálftinn þá mældist rúmlega fjórir á Richter. „Í júlí í fyrra mældist líka allnokkur hrina við Fagradalsfjall, nokkuð vestar á Reykjanesskaga. Þá mældust nokkur hundruð skjálft- ar á nokkrum dögum, en enginn þeirra náði stærðinni þremur,“ segir Steinunn. -óká KLEIFARVATN Í fyrrinótt hófst jarðskjálftahrina við Kleifarvatn sem náði hámarki snemma í gærmorgun með skjálfta upp á 3,5 á Richter-kvarða. Í ágúst 2003 varð hrina á svipuðum slóðum þar sem öflugasti skjálftinn var rétt yfir fjóra á Richter að stærð. Jarðskjálftar við Kleifarvatn: Hrinan gengur ni›ur Bílbruni í Heiðmörk: Ungs manns enn leita› LÖGREGLA Lögregla leitar enn ungs manns sem komst undan í Heið- mörk á mánudagsmorguninn eftir að þar var kveikt í stolnum bíl. Lög- reglan í Hafnarfirði handsamaði á staðnum tvo pilta og stúlku. Að loknum yfirheyrslum í Hafnarfirði var málið svo flutt til rannsóknar- deildar lögreglu í Reykjavík. Þar á bæ telja menn sig vita hver lét sig hverfa í Heiðmerkurhrauninu . -óká Liðhlaupi frá Norður-Kóreu: Ba›st afsökunar BANDARÍKIN, AP Bandaríkjamaður- inn Charles Jenkins baðst afsök- unar á liðhlaupi sínu árið 1965 áður en hann fór frá Bandaríkjun- um til Japans, þar sem hann býr nú. „Ég brást bandaríska hernum, bandarísku ríkisstjórninni og olli fjölskyldu minni vandræðum,“ sagði Jenkins. Hann sagðist hafa lifað við erfiðar aðstæður í Norð- ur-Kóreu. Þótt hann hafi kennt ensku og birst í áróðursmynd- böndum kommúnista sagðist hann aldrei hafa verið heilaþveginn. Einnig fordæmdi hann Kim Jong- il, leiðtoga Norður-Kóreu, og kall- aði hann illmenni. Jenkins dvaldist á bernsku- heimili sínu í Norður-Karólínu ásamt japanskri eiginkonu sinni og tveim dætrum og hitti þar fjöl- skyldu sína í fyrsta skipti í fjöru- tíu ár. - grs VIÐSKIPTI „Ég eða félög mér tengd eigum ekkert í Serafin Shipping og höfum aldrei átt,“ segir Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Icelandic Group, spurður um hver ætti félagið. Ólafur Ólafs- son, stjórnarformaður Sam- skipa, vísaði á Jón þegar hann var spurður í fyrradag hvort hann ætti eða hefði átt Serafin Shipping. Icelandic Group varð til þegar Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna (SH) sameinaðist Sjó- vík fyrir stuttu. Serafin Shipp- ing átti í Sjóvík og fengu eigend- ur félagsins tæp sex prósent hlut í Icelandic Group við sam- eininguna. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins var hlut Ser- afin Shipping í Icelandic Group skipt á tvö félög; Fordace Limited sem fékk 4,47 prósenta hlut og Deeks Associates Ltd. með 1,49 prósenta hlut. Fari hlutur í félagi yfir fimm prósent þarf að gera grein fyrir eigendum þess með tilkynningu til Kauphallar Íslands. Ekki hefur fengist staðfest hver varð sjötti stærsti hlut- hafinn í Icelandic Group eftir sameiningu. Ólafur Ólafsson sagðist í samtali við Fréttablað- ið í fyrradag ekki kannast við Fordace Limited, sem var á lista yfir tíu stærstu hluthafana. - bg Huldufélagið í Icelandic Group: Eigandi enn ókunnur ÓLAFUR ÓLAFSSON Sagðist ekki þekkja Fordace Limited.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.