Fréttablaðið - 23.06.2005, Page 22

Fréttablaðið - 23.06.2005, Page 22
Börn eru bráðnauðsynleg, nema hvað, og það þarf því kannski ekki að koma mönnum mjög á óvart, að þau skuli að ýmsu leyti líkjast öðrum lífsnauðsynjum. Flestar nauðsynjar eru þeirrar náttúru, að menn kaupa minna af þeim og meira af munaðarvarn- ingi eftir því sem efnahagur þeirra batnar. Börn eru alveg eins að þessu leyti: batnandi hagur dregur úr barneignum. Það var al- gengt á fyrri tíð, að konur eignuð- ust þetta fjögur, sex, átta börn, sumar jafnvel tíu, tólf eða sextán, en það er sjaldgæft nú orðið. Ís- lenzkar konur eignuðust að jafn- aði 5,7 lifandi börn 1853 og 4,3 börn 1960. Nú er frjósemin komin niður í tvö börn á hverja konu. Fólksfjölgunin hefur hægt á sér eftir því. Íslendingum fjölgaði um 2,3 prósent 1960, en aukningin hefur numið aðeins 0,7 prósentum á ári nokkur undangengin ár. Mannfjölgun á Íslandi stafar nú öll af innflutningi fólks frá útlönd- um, þar eð tvö börn á hverja konu myndu ekki duga til að halda fólksfjöldanum í horfinu (til þess þyrfti 2,1 barn á hverja konu, því að sumar konur eignast engin börn). Ísland er engin undantekn- ing frá þeirri almennu reglu, að batnandi hagur dregur úr fólks- fjölgun. Sama munstur birtist í mann- fjöldatölum annars staðar að. Í mörgum fátækustu löndum heims er ekkert lát á viðkomunni: Þar halda konur áfram að eignast sex eða sjö börn að jafnaði eins og ekkert sé, t.d. í Afganistan og Kongó. Hvers vegna? Í fyrsta lagi eru menntunarskilyrði af skorn- um skammti í þessum löndum og mörgum öðrum, svo að kvenna bíður þá annað hvort erfiðisvinna utan heimilis eða innan, og þær velja iðulega síðari kostinn, fái þær á annað borð nokkru ráðið um niðurstöðuna. Í annan stað hneigist fátækt fólk til að hlaða niður börnum í þeirri von, að eitt- hvert þeirra giftist ekki burt og geti þá séð fyrir foreldrunum í ellinni. Barneignum er m.ö.o. ætlað að koma í stað ellilífeyris og annarrar ellihjálpar í löndum, þar sem lítilli eða engri velferðar- þjónustu af hálfu almannavalds- ins er til að dreifa. Batnandi efna- hagur heldur aftur af fólksfjölgun m.a. vegna þess að ellitryggingar og aðrar velferðarbætur draga úr nauðsyn þess að eignast bara nógu mörg börn til þess, að eitt þeirra verði þá kannski eftir heima hjá foreldrunum. Sum Afríkulönd eru nú fyrst að inn- leiða ellilífeyri og munu þá með því móti búa í haginn fyrir hægari fólksfjölgun. Það er öðrum þræði tilgangurinn. Tilgangurinn? Hvernig má það vera? Barnmargar fjölskyldur í fátækum löndum neyðast stund- um til að leggja mismikla rækt við börnin, þar eð þær hafa t.d. ekki ráð á að senda þau öll í skóla. Á fyrri tíð voru synirnir frekar sendir í skóla en dæturnar, og þannig er þetta enn sums staðar, og af því leiðir aðstöðumun og óréttlæti, sem ekki hefur enn tekizt að uppræta víðast hvar um þróunarlöndin. Þannig hefur mikill mannauður farið til spillis. Ör fólksfjölgun hneigist þar að auki til þess að halda aftur af hag- vexti vegna þess, að mikil ómegð á heimilum dreifir kröftunum og tekjur heimilanna hrökkva skemmra en ella og hvert barn fær þá að jafnaði lakari aðhlynn- ingu en ella. Þess vegna ríður á því, að fátækum þjóðum takist að koma sér upp almannatrygging- um að evrópskri fyrirmynd, því að þá mun draga enn frekar úr fólksfjölgun, og það örvar hag- vöxtinn. Leyfum tölunum að tala. Rannsóknir hagfræðinga sýna, að hjöðnun fólksfjölgunar um 2 prósent á ári örvar vöxt lands- framleiðslu á mann að jafnaði um 1 prósent á ári frá einu landi til annars. Hvað þýðir þetta? Takist þjóð, sem fjölgar um 3 prósent á ári, að stilla strengi sína svo, að henni fjölgi eftirleiðis um 1 pró- sent á ári, þá getur hún vænzt þess, að hagvöxtur á mann aukist úr t.d. 2 prósentum á ári í 3 pró- sent - og það er hvorki meira né minna en helmingsaukning. Það er því brýnt fyrir fátækar þjóðir að finna leiðir til að hamla fólks- fjölgun og láta sér í léttu rúmi liggja ófyrirleitinn áróður kaþólsku kirkjunnar gegn getn- aðarvörnum. Kínverjum tókst þetta, en þeir fóru heldur harð- neskjulega leið að settu marki: Þeir lögðu þungaskatt á foreldra, sem eignuðust fleiri börn en eitt. Það ætti þó ekki að vera sérstakt keppikefli að kýla fólksfjölgun- ina niður að neðstu mörkum, því þá mun gömlu fólki fjölga örar en ungu fólki, og unga fólkinu, sem smám saman kemst á vinnualdur, mun þá ekki fjölga nóg til að geta með góðu móti séð fyrir eldri kynslóðinni, þegar hún kemst á eftirlaun. Fólkinu má því helzt ekki fjölga of hægt og ekki held- ur of hratt. Hóf er skást. ■ U m þessar mundir er unnið hörðum höndum í fjármálaráðuneyt-inu og ríkisstofnunum að undirbúningi fjárlagafrumvarpsinsfyrir næsta ár, sem lagt verður fram í byrjun þings í október. Fjármálayfirvöld hafa að undanförnu fengið athugasemdir frá alþjóða- stofnunum og samtökum atvinnuveitenda og launþega hér innanlands vegna þenslumerkja í íslensku efnahagslífi. Hefur ítrekað verið bent á að gæta verði aðhalds í ríkisfjármálum vegna stórframkvæmdanna á Austurlandi og mikillar þenslu í húsbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar athugasemdir ættu að vera leiðarljós þeirra sem stjórna nú undirbúningi fjárlaga. Það getur á stundum verið erfitt að spá fyrir um framvindu ríkisfjármála, því þar geta utanaðkomandi þættir eins og þróun mála á alþjóðamarkaði haft mikil áhrif eins og dæmin sanna, en gera verður þá kröfu til ríkisins að fjárlagafrumvarpið og fjárlögin sjálf séu raunhæf. Ráðuneyti og stofnanir ríkisins verða þá líka að leggja fram raunhæfar fjárlagatillögur, sem fjármálaráðuneytið getur farið eftir. Fjárlagafrumvarpið tekur oft miklum breytingum á haustþinginu og þá í átt til hækkunar. Þetta fer nokkuð eftir árum og því hvernig stendur á með kosningar. Í nútíma tölvuvæddu þjóðfélagi ætti að vera hægt um vik að fylgjast með helstu efnahagsstærðum ráðuneyta og stofnana, rétt eins og á almennum markaði. Fyrirtæki sem eru í Kaup- höllinni verða að gefa upp markmið og áætlanir í rekstri sínum, svo hluthafar og aðrir fjárfestar geti gert sér grein fyrir rekstrinum. Fjár- málaráðuneytið er þannig eins konar kauphöll, þangað sem allar upp- lýsingar varðandi rekstur ríkisins eru sendar og síðan á ráðuneytið að fylgjast með því að reksturinn sé samkvæmt fjárlögum. Á undanförnum dögum hefur Fréttablaðið birt sláandi upplýsingar um rekstur ráðuneyta og stofnana á síðasta ári. Það geta verið skýring- ar á einstökum liðum þar sem farið hefur verið langt fram úr áætlun og um sumt var jafnvel vitað fyrirfram, en mikil framkvæmdagleði og óstjórn geta líka verið skýringar á mikilli umframkeyrslu. Stóru og umsvifamiklu ráðuneytin, eins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið og menntamálaráðuneytið, fara yfirleitt mest fram úr fjárlög- um hvað upphæðir snertir, en umsvifalítil ráðuneyti eru kannski með hæstu prósentutöluna í umframkeyrslu. Það eru áraskipti að þessu leyti, en krafan hlýtur að vera sú að ráðuneyti og stofnanir ríkisins haldi sig innan fjárlagarammans. Það á sérstaklega við á þenslutímum eins og nú. Það eru peningar skattborgaranna sem stjórnmálamenn og embættismenn ríksins eru að höndla með og þeim ber að fara vel með þá. Á hinn bóginn eru það líka skattborgararnir sem kalla á aukna þjón- ustu sem hefur útgjöld í för með sér, og oft eru allir sammála um ein- hverjar framkvæmdir eða fjárútlát á vegum hins opinbera, en svo kippast menn við þegar reikningurinn kemur. Þá er stjórnarandstaðan ekki sein á sér að gagnrýna, hvort sem um er að ræða rekstur ríkisins eða sveitarfélaga. ■ 23. júní 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Mikil framúrkeyrsla sumra ráðuneyta og stofnana ríkisins á síðasta ári. Fjárlög eiga a› standast FRÁ DEGI TIL DAGS Á undanförnum dögum hefur Fréttabla›i› birt sláandi uppl‡s- ingar um rekstur rá›uneyta og stofnana á sí›asta ári. fia› geta veri› sk‡ringar á einstökum li›um flar sem fari› hefur veri› langt fram úr áætlun og um sumt var jafnvel vita› fyrirfram, en framkvæmdagle›i og óstjórn geta líka veri› sk‡ringar á mikilli umframkeyrslu. Í DAG DVÍNANDI FÓLKSFJÖLGUN ÞORVALDUR GYLFASON fia› er flví br‡nt fyrir fátækar fljó›ir a› finna lei›ir til a› hamla fólksfjölgun og láta sér í léttu rúmi liggja ófyrirleitinn áró›ur kaflólsku kirkjunnar gegn getna›arvörnum. Ódýrari töskur Afgreiðslutím ar versla na! Office 1 Smára lind Virka daga frá 11-19, laugardaga 11 -18, sunnudaga 13 -18 Office 1 Skeifu nni 17 Virka daga frá 9-18, laugardaga frá 11-16 Office 1 Akure yri Office 1 Egilss töðum Virka daga frá 11-18, laugardaga frá 11-14 13.995,- FERÐATÖSKUSETT 4023008-EGI Fjórar SAMAN! Börn eru nau›synleg Sigrún á norðurleið Varla þarf að efast um það að fráfar- andi útvarpsstjóri og verðandi sendi- herra, Markús Örn Antonsson, ræður dr. Sigrúnu Stefánsdóttur í starf dag- skrárstjóra Rásar 2 og yfirmanns svæð- isstöðva Ríkisútvarpsins á Akureyri en Sigrún var sem kunnugt er eini um- sækjandinn um stöðuna. Augljóst er að Sigrún hefur allar tilskildar prófgráður í starfið a tarna, auk fjölbreyttrar reynslu úr fjölmiðlum, en þar fyrir utan er hún Akureyringur að uppruna, sem sakar vitaskuld ekki í ljósi þess hvar höfuðstöðvarnar er að finna ... Hefur komið víða Sigrún hefur komið víða við á fjölmiðlaferli sínum. Sérstaka at- hygli vekur að margar stöður sem hún hefur gegnt hafa verið lagðar niður. Má þar nefna að hún var yfirmaður Fræðsluvarps Ríkisútvarps- ins, sem var lagt niður eftir hennar brott- för. Þá veitti hún forstöðu sérstakri deild um hagnýta fjölmiðlafræði sem var lögð niður í upprunalegri mynd eftir að Sigrún hætti þar störf- um. Loks er þess að geta að Sigrún starfaði lengi fyrir Nor- ræna blaðamannaskólann í Árósum og síðar sem yfirmaður upplýsingasviðs á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar en eftir því sem best er vitað er bæði verið að hætta rekstri skólans í núver- andi mynd og leggja niður starf yfir- manns upplýsingasviðs téðrar nefndar ... Nýr útvarpsstjóri Ef svo furðulega fer að staða dagskrár- stjóra Rásar 2 og yfirmanns svæðis- stöðva Ríkisútvarpsins verði lögð niður á næstunni má ætla að dr. Sigrún Stef- ánsdóttir sé upplögð í embætti út- varpsstjóra. Þar yrði hún verðugur arf- taki Markúsar, enda má segja að menntun hennar, reynsla – og kyn – séu klæðskerasniðin í stöðuna ... ser@365.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.