Fréttablaðið - 23.06.2005, Síða 68

Fréttablaðið - 23.06.2005, Síða 68
40 23. júní 2005 FIMMTUDAGUR Halldór Sighvatsson hljómlistar- maður býr til alveg sérstaka kjöt- súpu sem hann nefnir sem sína uppáhalds uppskrift. „Ég verð að nefna kjötsúpuna mína, þó hún sé kannski ekki mjög sumarleg, því hún er rosalega góð á bragðið og í algjöru uppáhaldi hjá heimilis- fólki,“ segir hann um ástæðuna. Halldór segist elda oft heima hjá sér og hann hafi mjög gaman að matargerð almennt. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir hann að finna hráefni við hæfi því hann er með óþol fyrir öllum kúaafurð- um. Slíkt kallast mjólkuróþol og fólk sem þjáist af því getur ekki neytt mjólkurafurða eins og venju- legrar mjólkur, jógúrts og osta. „Í dag er þó ekkert mál að sneiða hjá mjólkurvörum og ég nota sojavörur mjög mikið í stað- inn. Matvöruverslanir eru í mikilli sókn hvað þetta varðar og það eru ekki lengur bara sérhæfð- ar verslanir sem selja sojavörur. Til dæmis bjóða nágrannar mínir í Nóatúni og Nettó upp á gott úrval,“ segir hann. Dæmi um hvernig hann notar sojasost í matargerð er grilluðu tómatarnir hans. „Tómatarnir eru skornir í tvennt og ég tek aðeins innan úr þeim. Svo set ég nokkra dropa af kryddsósu, til dæmis Nandos peri-peri, og fylli síðan tómatinn með sojaosti, Cheddar eða Mozzarella. Þetta grilla ég þar til tómaturinn og fyllingin eru orðin vel heit.“ Ráð Halldórs til þeirra sem hafa mataróþol er að láta sér ekki fallast hendur því lausnirnar séu úti um allt. „Fyrir þá sem eru að uppgötva að þeir séu með mjólkuróþol get ég bent á að ef þeim finnist asískur matur góður þekkjast mjólkurvörur ekki í asískri matargerð.“ Mjólkurleysi er hægt að bæta upp með öðrum hráefnum og er aðalatriðið að láta hugmyndaflug- ið ráða. „Í kjötsúpunni eru allar magntölur byggðar á tilfinningu en ekki nákvæmum fræðum. Stundum nota ég mjög mikið grænmeti og verður þá úr það sem börnin á heimilinu kalla grænmetiskássuna hans pabba,“ segir Halldór. SPUNAKJÖTSÚPAN HANS HALLA 6-800 g svínakjöt (hnakkasneiðar) en má örugglega nota hvaða kjöt sem er. 1 laukur 2 hvítlauksrif (eða meira) 2 teningar gerlaus grænmetiskraftur 2 dósir niðursoðnir tómatar skornir í ten- inga eða maukaðir 1 lítri vatn 2 gulrætur 1 paprika (hálf rauð og hálf gul) 250 g spergilkál 250 g kúrbítur Smakkist til með Herbamare kryddsalti og svörtum pipar. Brúnið kjötið og laukinn í pottinum og setjið marinn hvítl- aukinn út í. Svo eru niðursoðnu tómötunum, vatninu og kraftin- um bætt við. Látið þetta sjóða í 45 mínútur. Því næst er restinni af græn- metinu, skornu í hæfilega bita, skellt saman við og allt saman látið sjóða í 10 mínútur til við- bótar. Súpan er svo smökkuð og krydduð til og gott er bjóða upp á hvítlauksbrauð með. HALLDÓR SIGHVATSSON Þykir mjög gaman að elda og matreiðir gjarnan ítalskan mat. Þá hikar hann ekki við að skipta hefðbundum mjólkurvörum út fyrir sojavörur. NR. 24 - 2005 • Verð kr. 499 9 771025 956009 STÆRRA BLAÐ - NÝTT VERÐ 23.-29.júní Jón Ásgeir og Ingi björg Pálma lifa ótrúleg u þotulífi: Aldrei heima hjá sér! Fljúga úr ein u partíi í ann að! GEISLUÐU AF ÁST! BARA 499 KR. HVAÐ KOM FYRIR JÓN ÓLAFSSON? SJÁIÐ HANA Í AFRÍKU! Sjónvarpsstjarnan Sirrí: SJÁIÐ LÚXUSNEKKJUNA ONE O ONE! LÍFIÐ ER KABARETT! Kolbrún Halldórsdóttir opnar dyrnar: Brúðkaup Loga og Svanhildar: Kúl í Kenýa GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA ! Hvaða matar gætir þú síst verið án? Hafragrautar. Hann er yfirleitt mín fyrsta máltíð. Fyrsta minningin um mat? Pönnu- kökur hjá ömmu. Hún bakaði frábærar pönnukökur sem mér fannst rosalega góðar og fyrsta minningin er sú að eitt sinn borðaði ég þær þangað til að ég gubbaði. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Lúða í rjómalagaðri appelsínusósu. Mamma eldar hana yfirleitt á milli jóla og nýárs þegar allir eru komnir með nóg af kjöti. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, mér finnst sellerí hræði- lega vont. Það er eitthvað við það sem er eins og eitur í mínum munni. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Ég elda besta lambalæri í heimi. Ég set það í stóran járnpott og fylli svo pottinn með kartöflum, rófum og öðru grænmeti. Svo set ég lok á pottinn og hann inn í ofn við 200˚C í 2 klukku- stundir. Þá fer ég út og hleyp tuttugu kílómetra og það er tilbúið þegar ég kem til baka. Sérstaklega gott eftir hlaupið því þá er ég svo svangur. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Harðfisk með smjöri. Helst steinbít. Hvað áttu alltaf í ískápnum? Ég á alltaf kaldar appelsínur. Ég vil geyma appelsínurnar í ísskáp frekar en á borðinu því mér finnst þær best- ar kald- ar. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Bara nóg af vatni. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Ég borðaði einu sinni kanínu í París og svo krókódíl í New Orleans. Í bæði skiptin var mat- urinn samt óskaplega venjulegur, það var bara tilhugsunin sem var skrýtin. MATGÆÐINGURINN HLYNUR ÁSKELSSON, CERES 4, TÓNLISTARMAÐUR WOODBRIDGE: Eftir meistara Mondavi Woodbridge Cabernet Sauvignon eftir meistara Robert Mondavi er djúpkryddað með keim af súkkulaði og anís, sem gefur víninu lakkrís- kenndan þokka. Vínið er þroskað í litlum eikartunnum sem gefa víninu mjúkan eikarkeim og langt lifandi eftirbragð. Vínið hentar vel með nautakjötssteikum og vel krydduðu rauðu kjöti. Yndislegt með súkkulaði og eftirréttum. Sérstak- lega gott með ostum. Verð í Vínbúðum 1.290 kr. FR ÉT TA B LA Ð IÐ : G VA Hleypur á me›an lambi› eldast FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Mjólkuróþol engin hindrun FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A MALESAN: Bordeaux á góðu verði Malesan Bordeaux er vandað vín sem gert er úr þrúgunum caber- net sauvignon, merlot og cabernet franc eða hinni klassísku Bord- eaux-blöndu. Vínið hefur fallegan blárauðan lit, er með fínlega blómaangan og vott af ávöxtum. Mýkt og góður þroski vínsins stað- festir hvað vínið er þægilegt og auð- velt drykkjar. Þetta vín fer frábærlega með svínakjötinu hvort heldur sem það er grillað eða steikt, en einnig er hægt að njóta Malesan með dökku kjöti og mildum ostum. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. - mest lesna blað landsins Á MÁNUDÖGUM Fasteignaauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.