Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.07.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.07.2005, Qupperneq 2
2 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR Alvarleg líkamsárás á Ísafirði um helgina: Me›vitundarlaus eftir fólskulega árás LÖGREGLUMÁL Tveir menn á þrí- tugsaldri gengu í skrokk á manni fyrir utan skemmtistaðinn Krús- ina í miðbæ Ísafjarðar um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var fluttur meðvitund- arlaus á slysadeild sjúkrahússins á Ísafirði eftir árásina. Hinir meintu árásarmenn voru fluttir á lögreglustöðina á Ísafirði. Þeir virtust ósárir eftir átökin. Mennirnir voru yfirheyrðir fram eftir degi en var sleppt úr haldi síðdegis í gær en liggja áfram undir grun í málinu. Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú tildrög árásarinnar og vildi ekki gefa frekari upplýsingar um ástæður hennar síðdegis í gær. Á næstu dögum fara fram frekari yfirheyrslur vegna málsins. Fram eftir sunnudeginum var fylgst náið með líðan fórnar- lambsins, sem er á þrítugsaldri, og fékk það að fara heim eftir há- degi í gær. Honum heilsast vel eftir atvikum að sögn lögreglu. - ifv Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson um orð Össurar: R-listinn er a› li›ast í sundur STJÓRNVÖLD Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn, segir orð Össurar Skarphéðinssonar athyglisverð. „Það vekur að sjálfsögðu at- hygli að einn helsti þungavigtar- maður Samfylkingarinnar og fyrrum formaður skuli í tvígang fjalla ítarlega um framboðsraun- ir R-listans á vefsíðu sinni og leggja á ráðin um á hvern hátt best væri fyrir Samfylkinguna að komast út úr þessum vanda.“ Vilhjálmur segir umræðuna veikleikamerki á R-listanum. „Þetta er til marks um að R-list- inn er að liðast í sundur og sýnir líka veika stöðu Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur sem borgar- stjóra.“ Þar vísar Vilhjálmur til orða Össurar um að Dagur B. Eggertsson, óháður borgarfull- trúi R-listans, gæti orðið borgar- stjóraefni í opnu prófkjöri. Yfirlýsing Össurar kemur Vil- hjálmi þó ekki á óvart. „Það er ekki skrýtið að Steinunn Valdís hafi ekki stuðning Össurar eftir að hún notaði aðstöðu sína í borg- arkerfinu til stuðnings Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur í for- mannskosningunni gegn Össuri. - - bþs Yfirl‡singin sög› heimskuleg Oddvitar samstarfsflokka Samfylkingarinnar í Reykjavíkurlistanum segjast vilja a› nefndin sem nú ræ›ir áframhaldandi samstarf flokkanna fái vinnufri› til a› ljúka flví starfi. Stefán Jón Hafstein oddviti Sam- fylkingarinnar er sama sinnis. Árni fiór Sigur›sson segir or› Össurar Skarphé›inssonar heimskuleg. STJÓRNMÁL Oddvitar flokkanna sem standa að Reykjavíkurlistanum gefa lítið fyrir þá skoðun Össurar Skarphéðinssonar að Samfylkingin eigi að bjóða fram R-lista hvort sem samstarfsflokkarnir taki þátt í framboðinu eður ei. „Mér finnst yfirlýsing Össurar í raun vera heimskuleg, það er í mínum huga ljóst að það verður ekkert sem heitir R-listi nema að honum standi flokkarnir sem stóðu að honum síðast,“ segir Árni Þór Sigurðsson oddviti Vinstri grænna í borg- arstjórn. Össur Skarp- héðinsson, þing- maður Samfylk- ingarinnar og fyrrverandi for- maður, sagði í Fréttablaðinu í gær að hann væri þeirrar skoðunar að Samfylkingin ætti undir öllum kringumstæðum að bjóða fram undir merkjum Reykjavíkurlista, hvort sem samstarfsflokkarnir vildu vera með eða ekki. Árni Þór segist undrandi á þeim misvísandi skilaboðum sem koma úr herbúð- um Samfylking- arinnar þar sem allur gangur virðist vera á því hvað fólk ætlist fyrir með framtíð R-lista- samstarfs ins . Hann segir að honum virðist S a m f y l k i n g i n hálfhölt í þessum efnum. Eins segist Árni Þór vera þeirrar skoð- unar að eðlilegt sé að leyfa við- ræðunefndinni sem hefur umræð- ur um áframhaldandi samstarf á sínu borði að fá vinnufrið til að ljúka því starfi, enda hafi hún fullt umboð til þess. Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna, segir eðlilegt að menn spari yfirlýsingarnar á meðan málið er á borði viðræðu- nefndarinnar, þar sé málið í ákveðnu ferli og rætt um sam- starf á sama grunni og verið hef- ur. Á meðan verið sé að ræða þessi mál ætlar hann í það minnsta sjálfur að spara digur- barkalegar yfirlýsingar. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar, í borgarstjórn tekur í sama streng og segir um- boð viðræðunefndarinnar skýrt og að það beri að virða. Umboð hennar komi úr baklandi flokk- anna og því ekki eðlilegt að aðrir skipti sér að því. Fulltrúar viðræðunefndarinn- ar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki tjá sig frekar um málið við fjölmiðla að svo stöddu. Nefndin er nú í stuttu sumarfríi en síðasti fundur var haldinn fyrir réttri viku. Búist er við því að hún komi aftur saman snemma í næsta mánuði og að línurnar skýrist fljótlega eftir það. Skiptar skoðanir virðast innan allra flokkanna um það hvort halda beri samstarfinu áfram. oddur@frettabladid.is Alvarlegt slys: Kasta›ist tólf metra út úr bíl SLYS Tvítugur maður slasaðist al- varlega í bílveltu við Gljúfur- foss, um 10 km frá Seyðisfirði, aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var einn á ferð er hann missti stjórn á bifreið sinni svo að hann lenti utan vegar. Í veltunni kastaðist hann tólf metra út úr bifreiðinni Farið var með manninn á sjúkrahúsið á Egilsstöðum og í kjölfarið var hann svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Í gærkvöld lá hann þungt haldinn í öndunarvél á gjör- gæsludeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss. - ifv Flugslys í Afríku: Tugir létust MIÐBAUGS-GÍNEA, AP Rússnesk flug- vél hrapaði í frumskógum Mið- baugs-Gíneu í gær og létust allir sem voru um borð. Að minnsta kosti 50 farþegar voru í vélinni, auk áhafnar. Vélin hrapaði um 30 kílómetra suður af höfuðborginni Malabo skömmu eftir flugtak í gær. Lík fórnarlamba slyssins dreifðust um frumskóginn og ótt- ast björgunarmenn að ekki muni takast að finna þau öll. Sökum ófullkominna flugskýrslna er ekki vitað upp á hár hversu margir voru í vélinni sem sennilega hefði aldrei verið hleypt á loft á Vestur- löndum, enda gamalt hrak frá kaldastríðsárunum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR AMFETAMÍN Á AKRANESI Lögregl- an á Akranesi hafði afskipti af öku- manni á föstudagskvöldið sem grunaður var um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Við leit á manninum fundust tvö grömm af amfetamíni. Aðfaranótt laugardags handtók lög- reglan svo þrjú ungmenni vegna gruns um fíkniefnamisferli og við húsleit fundust 5,5 grömm af am- fetamíni. Báðir játuðu að hafa átt fíkniefnin og var þeim sleppt eftir yfirheyrslu. Málin teljast upplýst. 64 KM YFIR HÁMARKSHRAÐA Á laugardagskvöldið stöðvaði lög- reglan á Akranesi ungan ökumann innanbæjar á 114 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Hann má því búast við 50.000 kr sekt, sviptingu öku- réttinda í mánuð og fjórum punkt- um í ökuferilsskrá. KVIKNAÐI Í SUMARBÚSTAÐ Laust eftir klukkan átta í gærkvöld var tilkynnt um eld í sumarbústað í Miðfellslandi við Þingvallavatn. Rétt fyrir klukkan níu var búið að ráða niðurlögum eldsins. Eng- inn var í bústaðnum þegar eldur- inn kviknaði. Sumarbústaðurinn er hins vegar talinn ónýtur. Elds- upptök eru ókunn. Viltu hætta að reykja? Við getum aðstoðað þig NDAÐU LÉTTAR 800 6030 SPURNING DAGSINS Stefanía, óttastu ekki a› ykkur ver›i kalt? Nei, ég geri nú ekki ráð fyrir því. Hitaveit- an verður ekki flutt þótt hún kunni að verða seld. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar veltir fyrir sér að selja hitaveitu bæjarins vegna skulda. Stefanía Trausta- dóttir er bæjarstjóri á Ólafsfirði. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON OG STEFÁN JÓN HAFSTEIN Össur sagði í Fréttablaðinu í gær að hann vildi að Samfylkingin byði fram R-lista, hvort sem samstarfsflokkarnir vildu vera með eða ekki. Myndin er frá landsfundi Samfylkingarinnar í vor. ÁRNI ÞÓR SIG- URÐSSON Segir yf- irlýsningu Össurar „heimskulega“. ALFREÐ ÞORSTEINS- SON Ætlar að spara yfirlýsingarnar. KRÚSIN Á ÍSAFIRÐI Tveir menn á þrítugsaldri gengu í skrokk á manni fyrir utan skemmtistaðinn Krúsina á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Maður- inn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahúsið á Ísafirði í kjölfarið. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Segir R-listann vera að liðast í sundur og að greinilegt sé að Steinunn Valdís njóti ekki stuðnings Össurar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.