Fréttablaðið - 18.07.2005, Side 6

Fréttablaðið - 18.07.2005, Side 6
6 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR Ísraelsstjórn boðar hörku í samskiptum við Palestínumenn: Hernum gefinn laus taumurinn JERÚSALEM, AP Ariel Sharon for- sætisráðherra Ísraels sagði í gær að öllum brögðum yrði beitt til að stöðva palestínska upp- reisnarmenn. Hann vill tryggja að áætlanir um brottflutning ís- relskra landtökumanna á Gaza gangi sem allra best. Þúsundir ísraelskra her- manna hafa nú komið sér fyrir við landamæri Gaza-strandar- innar og bíða skipunar um að ráðast til atlögu. Óttast er að palestínskir uppreisnarmenn láti hins vegar hart mæta hörðu og hefni sín grimmilega ef herinn ræðst á heimastjórnarsvæðið. Mahmoud Abbas forseti Palestínu lét lögreglumenn fjar- lægja fána öfgasamtaka og sagð- ist ekki mundu líða að grafið yrði undan ríkisstjórn hans. Öfga- samtök hafa undanfarna daga staðið fyrir stórfelldum loft- skeytaárásum á ísraelsk skot- mörk og hafa sex Ísraelar fallið í þeim síðan á fimmtudag. Svo virðist sem vopnahléssamning- urinn síðan í febrúar sé að verða að engu. Í gærmorgun var svo einn leiðtogi Hamas-samtakanna ráð- inn af dögum og segja vitni að menn á vegum Ísraelsstjórnar hafi framið morðið. Hamas-liðar hóta hefndaraðgerðum. ■ Ferðum strætisvagna um Suðurgötu fjölgar: Íbúarnir sárir og rei›ir SAMGÖNGUR Með breyttu leiðar- kerfi Strætó, sem tekur gildi á laugardag, fjölgar ferðum strætisvagna um Suðurgötu í Reykjavík, íbúum götunnar til sárrar óánægju. „Þetta verður hryllilegt,“ segir Benedikt Stefánsson sem býr við Suðurgötu. Hann segir það skjóta skökku við að nýbúið sé að þrengja götuna og gera hana fína og hleypa svo á hana jafn tíðri umferð strætisvagna og raun ber vitni. Nýja leiðarkerfið gerir ráð fyrir að um Vonarstræti og Suð- urgötu verði helsta æð vagn- anna út úr miðborginni og hlaupa ferðir þeira þar um á tugum á hverri klukkustund. „Við höfum margsinnis kvart- að undan þeirri umferð strætis- vagna sem þegar er um götuna,“ segir Benedikt og vitnar til sam- þykkta og bréfasendinga húsfé- laga og einstaklinga. Ekkert mark hefur verið tekið á þeim umkvörtunum, þvert á móti mun strætisvagnaumferðin þyngjast. Benedikt óttast að þung um- ferð strætisvagna muni hafa áhrif á fasteignaverð við götuna eins og oft er raunin þar sem umferð er þung. - bþs SJÁVARÚTVEGUR Talsverð spurn er eftir hrefnukjöti þessa dagana og er hún jafnvel meiri en framboð- ið. Hrefnuveiðimenn vonast eftir góðu veðri, bæði til að veiðarnar glæðist og betri aðstæður skapist við grillið. „Fólk vill hrefnuna helst á grillið yfir sumartímann og það er auðvitað út af því hvað hún er bragðgóð sem hún selst svona vel,“ segir Gunnar Bergmann, hjá Félagi hrefnuveiðimanna, en hrefnukjöt hefur verið boðið til sölu í ýmsum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu að undan- förnu. Gunnar segir að kjötið sem býðst núna, sé kjöt af þeirri hrefnu sem nú veiðist í vísinda- skyni við strendur landsins en þegar hafa veiðst sjö dýr og enn er veitt. Misjafnlega hefur viðrað til veiða að undanförnu. Nú vonast hann eftir góðu grillveðri svo hægt verði að selja enn meira af hrefnu. Vísindaveiðar á hrefnu hafa staðið undanfarin ár en í ár stend- ur til að veiða þrjátíu og sjö dýr og lýkur þar með kafla hrefnu- veiða í vísindaskyni í bili. Ekki er útlit fyrir að þær verði heimilaðar í atvinnuskyni enda engar veiðar heimilaðar nema með samþykki Alþjóðahvalveiðiráðsins sem felldi allar tillögur þess efnis á ársfundi sínum á dögunum. „Eftirspurnin eftir kjötinu er meira en framboðið. Við höfum verið að fara allt að tvisvar á dag með hrefnukjöt í verslanir þar sem það hefur selst upp eins og til dæmis í Nóatúni og það er ánægjulegt. Það er auðvelt að sjá að landanum líkar þetta vel. Það er nóg eftir ef vel veiðist og við vonum að landsmenn haldi áfram að borða hrefnu,“ segir Gunnar sem er afar ánægður með viðtök- ur landsmanna á hrefnunni enda segir hann að hún sé lostæti sem slái hvaða grillkjöti sem er við. Hver hrefna gefur af sér um átta hundruð kíló af kjöti og þar af eru þrjú hundruð sem fara beint í kjötborð matvöruverslana en af- gangurinn er frystur og selst þannig í stórmörkuðunum hér heima. hjalmar@frettabladid.is JUSUF KALLA Varaforseti Indónesíu lýsti yfir á blaðamannafundi í Helsinki í gær að von væri á friði í Aceh-héraði. Aceh-hérað: Endi bundinn á deilurnar HELSINKI, AP Ríkisstjórn Indónesíu og uppreisnarmenn frá Aceh-hér- aði sættust á það í gær að skrifa í næsta mánuði undir formlegt friðarsamkomulag. Þar með verður vonandi bund- inn endi á 29 ára langar blóðugar deilur sem hafa kostað yfir 15 þúsund manns lífið í þessu héraði sem kom hvað verst út úr flóð- bylgjunni á annan dag jóla. Viðræður milli fylkinganna hafa farið fram í Helsinki, höfuð- borg Finnlands, en þar verður skrifað undir samkomulagið þann 15. ágúst næstkomandi. ■ Festust í grút: Aflífa var› tugi sílamáva SLYS Lögreglan í Reykjanesbæ þurfti að aflífa um 40 sílamáva í Sandgerði síðdegis í fyrradag. Síla- mávarnir höfðu fengið á sig grút sem óþekkt skip losaði í sjóinn úti fyrir Sandgerði. Grútur er mengaður úrgangur og er álitið siðlegra að aflífa dýr sem fá hann á sig. Talið er að þau gangi í gegnum miklar kvalir áður en þau deyja. „Sílamávarnir voru vappandi um höfnina og bæinn allir útataðir í grúti. Íbúar Sandgerðis aðstoðuðu okkur við að klófesta þá og sáum við svo um að aflífa þá,“ segir Sigurður Bergmann aðalvarðstjóri hjá lög- reglunni í Reykjanesbæ. ifv LÖGREGLUFRÉTTIR MAÐUR HANDTEKINN MEÐ FÍKNI- EFNI Á SAUÐÁRKRÓKI Lögreglan á Sauðárkróki handtók sautján ára mann aðfaranótt sunnudags. Mað- urinn var með nokkur grömm af hassi og amfetamíni á sér. Hann hefur ekki áður komið við sögu lög- reglunnar. Manninum var sleppt í kjölfarið og telst málið upplýst. RYSKINGAR Á BLÖNDUÓSI Tvær konur lentu í ryskingum á balli á Blönduósi aðfararnótt sunnudags. Önnur konan kærði líkamsárás til lögreglunnar í kjölfarið. Ekki er vitað um meiðsl þeirra. BÍLVELTA Á ÓLAFSFJARÐARVEGI Bílvelta varð á Ólafsfjarðarvegi milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar að- faranótt sunnudags. Tveir voru fluttir á slysadeild. Annar mann- anna fékk að fara heim að lokinni skoðun en hinn er ennþá á slysa- deild með brákaðan hryggjarlið. FRIENDS VIRKA DAGA KL. 20:30 SJÓNVARPSSTÖÐIN SIRKUS ER ALLTAF Í ÓLÆSTRI DAGSKRÁ. SIRKUS VERÐUR SJÓNVARPAÐ Á SÖMU RÁS OG POPP TÍVÍ VAR. ÁSKRIFENDUR DIGITAL ÍSLAND ÞURFA AÐ UPPFÆRA MYNDLYKILINN TIL AÐ SJÁ POPP TÍVÍ ÁFRAM. FYLGSTU MEÐ. SIRKUS ER KOMINN Í LOFTIÐ! Ætlar þú að lesa nýjustu bókina um Harry Potter? SPURNING DAGSINS Í DAG: Var verslunum Nóatúns stætt á því að gefa bjór með gasgrillum í vikunni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 86,27% 13,73% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Hrefnukjöt á grilli› selst upp í verslunum Mikil sala er á hrefnukjöti í matvöruverslunum og dæmi eru um a› hrefnu- kjöt hafi selst upp í Nóatúni. Vísindavei›um á hrefnu l‡kur a› flessu vei›i- tímabili loknu og flví fer hver a› ver›a sí›astur a› kaupa sér hvalkjöt. HREFNAN ROKSELST Mikil spurn er eftir hrefnukjöti þessa dagana enda þykir hvalurinn góður á grillið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HAMAS-LIÐI Á BLAÐAMANNAFUNDI Ham- as-liðar hafa lofað því að láta hart mæta hörðu. Nú er einnig illska hlaupin í sam- skipti uppreisnarmanna og opinberrar lög- reglu Palestínumanna. Eldsvoði í safni: Listaverkin björgu›ust NOREGUR Eldur kom upp í listasafni Henie Onstad í Høvikodden í Nor- egi í vikunni. Um hundrað manns voru í safninu þegar bruninn kom upp í forstofurými safnsins og tókst að koma öllum út á örfáum mínútum. Í safninu eru geymd listaverk sem sum hver eru talin ómetan- leg, þar á meðal málverk eftir norska málarann Edvard Munch. Svo vel gekk að slökkva eldinn að listaverkin skemmdust ekkert, hvorki af völdum elds né reyks. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kviknar í Heinie Onstad-safninu en stórbruni kom þar upp árið 1998. ■ BANDARÍKIN RÝMING VEGNA GASLEKA Lögregla í þorpi í York County, Pennsylvanínu, sá sér þann kost vænstan að rýma 32 hús eftir að brennslugas í andrúmsloftinu var komið talsvert yfir hættumörk. Í ljós kom að gasleiðsla hafði gefið sig og að viðgerð lokinni fengu flestir að snúa til síns heima. FINGRASKANNI Í DISNEYLANDI Áform eru uppi um að allir gestir í Disneylandi verði látnir þrýsta fingrum sínum á fingrafaraskanna. Formælendur garðsins segja að meiningin sé eingöngu að ganga úr skugga um hverjir hafi gilda miða en gagn- rýnendur tiltækisins segja að veg- ið sé að persónufrelsi með því. STRÆTÓ Í SUÐURGÖTU Þröngt er á horni Suðurgötu og Vonarstrætis og þurfa strætisvagn- ar oft að leggja undir sig báðar akreinarnar og hluta gangstéttarinnar að auki til að kom- ast leiðar sinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I SÍLAMÁVUR B RY N JÚ LF U R B RY N JÓ LF SS O N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.