Fréttablaðið - 18.07.2005, Qupperneq 12
Sumarið 1886 kom hópur manna
saman á Grund í Eyjafirði í því
augnamiði að stofna Pöntunarfélag
Eyjafjarðar og hálfu ári síðar var
nafni félagsins breytt í Kaupfélag
Eyfirðinga. Lungann úr síðustu öld
var KEA stórveldi í íslensku við-
skiptalífi og hentu ýmsir að því
gaman að KEA ætti allt á Akureyri,
nema Akureyrarkirkju. Vissulega
átti KEA ekki kirkjuna en lagði þó
drjúgan skerf til byggingar henn-
ar.
Starfsemi kaupfélaga, hringinn
í kringum landið, þandist út þegar
líða tók á síðustu öld og var KEA
eitt helsta flaggskip Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga Félagið
kom ekki einungis að verslun með
varning af öllum toga heldur var
Kaupfélag Eyfirðinga umsvifamik-
ið í iðnaði, úrvinnslu landbúnaðar-
afurða, útgerð og fiskvinnslu.
Verulega tók að halla undan fæti
hjá kaupfélögunum á síðustu
tveimur áratugum 20. aldarinnar.
Kaupfélögunum tókst ekki að laga
sig að nýrri hugsun í verslunar-
rekstri, og viðskiptum almennt, og
mörg þeirra fóru í þrot.
Árið 1998 voru rekstrartekjur
Kaupfélags Eyfirðinga 10,6 millj-
arðar króna. Afskriftir ársins
námu 725 milljónum króna og fjár-
magnsliðir voru neikvæðir um 660
milljónir. Tapið árið 1998 var 788
milljónir króna og heildar skuldir
félagsins í árslok voru sléttir 10
milljarðar króna. Kaupfélag Ey-
firðinga var ekki komið að fótum
fram en ágjöf undanfarinna ára
setti mark sitt á fjárhagslega burði
félagsins og í árslok 1998 var eigið
fé KEA 2,1 milljarður króna.
Undir lok síðustu aldar var
stjórnendum Kaupfélags Eyfirð-
inga ljóst að umbylta þyrfti rekstri
félagsins ef ekki ætti illa að fara.
Þeim aðgerðum lauk 1. janúar
2002. Þá urðu vatnaskil í starfsemi
KEA með stofnun fjárfestingafé-
lagsins Kaldbaks. Eignarhlutur
KEA í Kaldbaki var 71,6 prósent en
félagið tók við öllum eignum,
skuldum og skuldbindingum KEA.
Kaldbakur óx og dafnaði og í
september 2004 seldi KEA allan
eignarhlut sinn til Kaldbaks sjálfs.
Í kjölfarið eignaðist Burðarás 77
prósenta hlut í félaginu og var
Kaldbakur leystur upp.
KEA fékk samtals rúma 3,7
milljarða króna fyrir hlut sinn í
Kaldbaki. Þar af var tæpur 2,1
milljarður króna greiddur með
hlutafé í Samherja en 1.653 millj-
ónir króna í reiðufé fóru á banka-
reikninga Kaupfélags Eyfirðinga.
Vegna sölunnar á hlut KEA í
Kaldbaki var methagnaður af
starfsemi félagsins í fyrra eða tæp-
ir tveir milljarðar króna og eigið fé
í árslok var rúmir fjórir milljarðar.
KEA í dag
Sem fyrr er Kaupfélag Eyfirðinga
áberandi í norðlensku viðskiptalífi
en starfsmenn á launaskrá eru ekki
lengur á annað þúsund eins og þeg-
ar mest var heldur eru þeir þrír:
Framkvæmdastjóri, fjárfestinga-
stjóri og aðstoðarmaður fram-
kvæmdastjóra. Verslunarrekstur
og annar beinn atvinnurekstur
heyrir sögunni til en félagið á hlut í
mörgum fyrirtækjum. Menningar-
og viðurkenningarsjóður KEA út-
deilir tugum milljóna árlega til
margvíslegra málefna í formi
styrkja.
Markmið Kaupfélags Eyfirð-
inga í upphafi nýrrar aldar er að
styrkja atvinnulífið, bæta sam-
göngur og hlúa að mennta-, menn-
ingar- og íþróttamálum á starfs-
svæði KEA sem er Eyjafjörður og
Þingeyjarsýslurnar. Félagið er því
eins konar blanda af staðbundinni
byggðastofnun og átthagabundnu
framfarafélagi. Munurinn á KEA
og öðrum svæðisbundnum velferð-
arfélögum á Íslandi er að í krafti
mikils fjárstyrks er KEA kleift að
hrinda mörgum stórum málum í
framkvæmd á sama tíma.
Á undanförnum mánuðum hefur
KEA verið áberandi í umræðunni
um samgöngubætur í einkafram-
kvæmd. Flugvallarframkvæmdir,
vegagerð og jarðgöng hafa verið á
borði stjórnar KEA undanfarin
misseri og segir Benedikt Sigurð-
arson, stjórnarformaður KEA, að
svo verði áfram.
KEA hefur einnig brotið blað
hvað varðar aðkomu félags í al-
menningseigu að flutningi opin-
berra stofnana og verkefna frá höf-
uðborgarsvæðinu út á land. KEA er
tilbúið að leggja fram hundruð
milljóna króna til að fjölga störfum
á starfssvæði félagsins. Í því sam-
bandi hefur KEA átt í viðræðum við
tvö ráðuneyti; viðskipta- og iðnað-
arráðuneytið annars vegar og sjáv-
arútvegsráðuneytið hins vegar.
Nýlega keypti KEA stóra hús-
eign á Akureyri sem félagið hyggst
bjóða opinberum stofnunum og
einkaaðilum afnot af en kaupverð
húseignarinnar var rúmar 100
milljónir króna. Þá hefur KEA
einnig lýst yfir áhuga á að kaupa
Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR)
og flytja starfsemina norður en
velta ÍSOR er um hálfur milljarður
króna. „Við horfum til allra átta í
stöðugri leit að verkefnum sem eflt
geta norðlenskt samfélag. Mark-
mið okkar er að fjölga störfum,
styrkja atvinnulífið, hækka þekk-
ingarstig vinnuaflsins og vinna al-
mennt að auknum lífsgæðum og
fjölgun tækifæra fyrir þá íbúa sem
kjósa sér búsetu á starfssvæði
KEA” segir Benedikt Sigurðarson,
formaður stjórnar Kaupfélags Ey-
firðinga. ■
Stórveldi me› flrjá starfsmenn
Ferskir vindar blása um starfsemi Kaupfélags Eyfir›inga í upphafi n‡rrar aldar og félagi› fer ótro›nar
sló›ir a› flví markmi›i sínu a› bæta búsetuskilyr›i og efla bygg› í Eyjafir›i og fiingeyjars‡slum.
Beinn atvinnurekstur KEA heyrir sögunni til en fjárhagslegur styrkur gerir rödd félagsins sterka.
Lögreglan rannsakaði
ekki vændishring
fyrrverandi löggu
DV fjallaði fyrst
um vændis-
hringinn fyrir
níu mánuðum
Kaupfélag Eyfirðinga hefur stofnað tvö
ný einkahlutafélög, Framtakssjóð og
Hilding.
Hver er tilgangur Framtakssjóðsins?
Hlutverk Framtakssjóðsins er að leggja
fé í sprotafyrirtæki á starfssvæði KEA
en eigið fé sjóðsins er 400 milljónir
króna. Þar af eru 100 milljónir króna í
formi hlutafjár sem KEA hefur nú þeg-
ar lagt nýjum fyrirtækjum til en 300
milljónir króna eru í formi peninga.
Stuðningur Framtakssjóðs einskorðast
ekki við einn atvinnuveg frekar en
annan.
Hver eru markmið Hildings?
Hildingur þýðir konungur eða hermað-
ur en markmið félagsins er að fjárfesta
í rótgrónum fyrirtækjum. Eigið fé Hild-
ings er 1200 milljónir króna; 400 millj-
ónir króna í formi hlutafjár í fyrirtækj-
um á Norðurlandi og 800 milljónir
króna í peningum. Þegar sýnt er að
fyrirtækin sem Hildingur og Framtaks-
sjóðurinn fjárfesta í eru orðin sjálf-
bjarga er hugsanlegt að við seljum
okkar hlut í þeim og notum fjármun-
ina til að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum.
ANDRI TEITSSON
Framkvæmdastjóri KEA
Tvö n‡ félög
KEA Í UPPHAFI NÝRRAR ALDAR
SPURT & SVARAÐ
12 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR
Hvenær hófst fyrsta blómaskeiðið í sögu
KEA?
Eftir heimsstyrjöldina fyrri áraði vel til
lands og sjávar og Eyfirðingum vegnaði
almennt vel. Á skömmum tíma réðst
KEA í byggingu nýs verslunarhúss, slátur-
húss, mjólkurvinnslustöðvar og frystihúss
til frystingar á kjöti til útflutnings. Árið
1930 hafði félagið byggt skrifstofu- og
verslunarhús á horni Hafnarstrætis og
Kaupvangsstrætis sem allar götur síðan
hefur verið tákn Kaupfélags Eyfirðinga.
Hvernig hefur þróunin varðandi fjölda
starfsmanna verið?
Árið 1926 voru skráðir starfsmennn fé-
lagsins á Akureyri og Dalvík 21 að tölu.
Fjörutíu árum síðar voru starfsmenn KEA
á sjötta hundrað og á miðjum níunda
áratug síðustu aldar voru starfsmenn
KEA orðnir nokkuð á annað þúsund.
Í dag eru starfsmenn félagsins þrír.
Hver á Kaupfélag Eyfirðinga?
KEA er í eigu félagsmanna á starfs-
svæði félagsins í Eyjafirði og Þingeyj-
arsýslum og er fjöldi þeirra á áttunda
þúsund. Allir lögráða einstaklingar,
sem eiga lögheimili á félagssvæðinu,
geta orðið fullgildir félagsmenn. Ein-
staklingar undir lögræðisaldri, sem
búsettir eru á félagssvæðinu, geta
einnig orðið félagsmenn með ábyrgð
forráðarmanna og þeim takmörkun-
um varðandi trúnaðarstörf sem lög
ákvarða. Til að gerast félagsmaður
greiðir hver einstaklingur 500 krónur
í aðildargjald til félagsins og skal inn-
eign allra félagsmanna í stofnsjóði
vera sú sama.
Starfsemin endurspeglast af tí›arandanum
FBL GREINING? KEA FYRR OG SÍÐAR
fréttir og fró›leikur
1984
1994
2004
2.
19
3
1.
60
8
SVONA ERUM VIÐ
BYGGING ÍBÚÐARHÚSA Á ÖLLU LANDINU
(FJÖLDI ÍBÚÐA SEM LOKIÐ ER VIÐ)
Heimild: Hagstofan 1974
1.
71
4
2.
35
5
UPPHAFIÐ Fyrsta verslunarhús KEA.
GLERÁRGATA 36 Kaupfélag Eyfirðinga keypti nýlega eignarhlut ríkisins á Glerárgötu 36 á
Akureyri í þeim tilgangi að fjölga störfum í bænum með því að bjóða einkaaðilum á höf-
uðborgarsvæðinu og opinberum stofnunum afnot af húsnæðinu.
STJÓRNARFORMAÐUR KEA Benedikt
Sigurðarson segir KEA horfa til allra átta
svo efla megi byggð og mannlíf í Eyjafirði
og Þingeyjarsýslum.
KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA