Fréttablaðið - 18.07.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 18.07.2005, Síða 18
Lækjargötu 34c • 220 Hafnarfirði • S:553 4488 Sturtuklefar með blöndunartækjum verð frá 41.000.- Flísar verð frá 990.- ]ÚtiljósNú er góður tími til að fara að huga að útiljósum. Þegar kólna tekur með haustinu og skygg-ja á kvöldin, er frábært að vera búin að setja upp ný ljós eða laga þau sem voru biluð.[ MR hefur haft sérstaka þýð- ingu fyrir Magnús Skúlason bæði í námi og starfi. „Húsið hefur bæði byggingar- sögulegt og menningarsögulegt gildi en þar var ég í skóla og ekki síst þess vegna sem húsið er í upp- áhaldi hjá mér,“ segir Magnús Skúlason, forstöðumaður Húsa- friðunarnefndar ríkisins. „Byggingalist Menntaskólans er mjög elegant. Húsið er byggt í klassískum stíl og samsvarar sér mjög vel að öllu leyti. Það sem er sérkennilegt við húsið er að arki- tektinn er danskur, Jörgen Han- sen Koch hét hann nú víst og var hvorki meira né minna en hirð- byggingameistari, en húsið kemur tilhöggvið frá Kristiansand í Nor- egi.“ Húsið tengist einnig starfi Magnúsar. „Menntaskólinn í Reykjavík var á sínum tíma vendipunktur í sambandi við húsafriðun. Í kringum 1950 voru uppi háværar raddir um að rífa húsið en þá komu góðir menn í veg fyrir niðurrif þess,“ segir hann. Þótt Húsafriðunarnefnd rík- isins hafi ekki verið stofnuð fyrr en tuttugu árum eftir þetta var baráttan fyrir vernd MR mikil kveikja að stofnun nefndarinnar. Aðspurður um þýðingu þess að enn sé líf í húsinu segir Magnús að honum finnist mikilvægt að skól- inn sé þar ennþá. „Það ber merki aldurs og slits þetta hús en mér finnst mjög merkilegt að það sé enn í notkun. Ég myndi sjá mikið eftir því ef yrði hætt að kenna í því og það gert að skrifstofum skólans eins og hefur verið orðað.“ Hátíðarsalurinn er í sérstöku uppáhaldi hjá Magnúsi. „Hátíðar- salurinn er eitthvað það merkileg- asta við húsið þar sem hann hefur mikið menningarsögulegt gildi í sambandi við Þjóðfundinn. En þegar ég var í skólanum voru haldnar svokallaðar dansæfingar á Sal og þá tók maður sporið með skólasystrum sínum.“ annat@frettabladid.is Í görðum og garðskálum á Ís- landi vaxa alls konar blóm og tré. Flestar þessar plöntur eru skaðlausar en inn á milli má finna tegundir sem eru svo eitraðar eða ertandi að börn- um getur stafað hætta af. Hættulegar eitranir af völdum plantna eru sjaldæfar. Það er þó full ástæða til að vera á varðbergi og varast að planta eitruðum plöntum við leiksvæði barna. Nokkrar plöntur hafa áhrif á hjartað og miðtaugakerfið og geta verið hættulegar ef þær eru sett- ar í litla munna. Dæmi um slíkar plöntur sem vaxa í görðum hér á landi eru dalalilja, fingurbjargar- blóm, riddaraspori, venusvang og gullregn. Aðrar plöntur hafa ertandi áhrif á slímhimnu, húð og augu. Oftast valda þær aðeins óþægind- um en sé eitrunin mikil getur hún verið hættuleg. Bóndarós, páskalilja og bergflétta eru dæmi um slíkar plöntur. Þá má ekki gleyma því að nokkrar villtar jurtir ber að varast og ýmsir hafa lent í leiðinlegum samskiptum við brennisóleyjar og ætihvönn. Garðyrkjufræðingar geta gefið upplýsingar um hvaða plöntur beri að varast og það er gott að leita til þeirra þegar verið er að velja plöntur í garðinn. ■ Eitraðar plöntur á leiksvæðum Gullregn vex víða í görðum hér á landi. Öll plantan er eitruð en oftast eru það fræbelgirn- ir sem freista barna. Góðir menn komu í veg fyrir niðurrif hússins Uppáhaldshús Magnúsar er Menntaskólinn í Reykjavík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FYLGSTU MEÐ! FRIENDS VIRKA DAGA KL. 20:30

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.