Fréttablaðið - 18.07.2005, Síða 19

Fréttablaðið - 18.07.2005, Síða 19
3MÁNUDAGUR 18. júlí 2005 Stór amerísk grill verða sífellt vinsælli hérlendis. Henning Haraldsson hjá Járni og Gleri segir amerísku Weber grillin henta vel við íslenskar að- stæður. Ameríkanar eru ókrýndir kon- ungar grillsins og því skal engan undra að þaðan koma stór og stæðileg hágæðagrill sem þola hvað sem er og nýtast í nánast hvað sem er, eins og Weber grill- in sem fyrirtækið Járn og Gler flytur inn til landsins. „Þetta er rollsinn í grillum,“ segir Henning Haraldsson hjá Járni og Gleri. „Grillin eru til af öllum stærðum og gerðum og meðal nýjunga er Baby Q grillið er ferðagasgrill, en það er nógu flott til að nota í bakgarðinum heima og auðvelt að ferðast með það,“ segir Henning. Emalering á grillunum er sérunnin þannig að fátt bítur á hana, og hentar sérstaklega vel við íslenskar að- stæður. „Fólk á þessi grill í fjöldamörg ár án þess að það sjáist nokkuð á þeim,“ segir Henning. Upphafsmaður Weber grills- ins George Stephen átti hug- myndina af fyrsta kúlu-kola- grillinu. George vann við það að sjóða saman baujur, en þá fékk hann þá hugmynd að búa til kolagrill með því einfaldlega að taka tvo hluta úr bauju, sjóða handfang á efri hluta, en þrjár lappir á þann neðri og úr varð fyrsta kúlukolagrillið. „Weber grillin hafa þróast mikið síðan og eru þau unnin úr bestu fáan- legu efnum, enda eru þau hönn- uð til að endast allt árið um kring, „ segir Henning. ■ Veldu rétta eld- húsinnréttingu Að mörgu þarf að huga þeg- ar eldhúsinnrétting er valin. Þegar velja á nýja eldhúsinn- réttingu er margt sem þarf að huga að. Úrvalið er endalaust og hægt er að velja um óteljandi liti, viðartegundir og skápagerð- ir. Innréttingar eru dýrar og þeim er ætlað að endast lengi. Það er því vissara að vanda val- ið. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar inn- rétting er valin. · Innréttingin verður að henta þörf- um og neysluvenjum þess sem hana á. Áttu börn? Eldarðu mikið? Hvernig eldhús hentar fjölskyldunni best? Veltu því fyrir þér áður en þú velur innréttingu. · Fáðu faglega ráðgjöf frá einhverj- um sem hefur þekkingu á málinu. Talaðu til dæmis við innanhúss- hönnuð. · Skoðaðu eldhús í blöðum og bæklingum. Það er gott að fá góða mynd af því sem er í boði. Þá er lík- legra að maður verði ánægður með valið. Mundu að innréttingunni er ætlað að endast og því getur verið vandasamt að eltast við tísku- straumana. · Ef þú ert að spara veldu þá fjölda- framleidda innréttingu sem er til á lager og ekki þarf að sérsmíða. · Veldu viðartegund sem þú ert ánægður með. Ef þig langar í dýran við sem þú hefur ekki efni á hafðu þá í huga að ódýrum við má gjörbreyta með réttri meðhöndlun. Fura getur t.d. litið út eins og kirsuberjaviður ef réttur áburður er borinn á hana. · Veldu innréttingu sem endingargóð og þolir stöðuga notkun. Skoðaðu hjarir og samskeyti vel og vertu viss um að yfirborðið þoli mikið álag. · Skoðaðu inn í skápana. Í flestum ódýrum innréttingum er aðeins not- aður gegnheill viður í hurðirnar en innvolsið er úr krossvið. Slíkt er einnig algengt í hágæðainnrétting- um. Það þarf ekki að þýða að inn- réttingin sé slæm, krossviður verður síður undinn en gegnheill viður og þolir auk þess mikið álag. · Innréttingin verður að vera sterkbyggð. Veldu skúffur sem opnast alveg og eru á rennum sem þola hámarksþyngd (35 kg.). Geirnegldar skúffur eru sterkastar og hillur úr þykkum krossvið þola mest- an þunga. Það getur verið gott að leita til fag- manna til að fá ráðgjöf varðandi val á innréttingu. Fyrsta grillið var úr baujum Henning Haraldsson stendur við línu af Weber grillum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.