Fréttablaðið - 18.07.2005, Page 20

Fréttablaðið - 18.07.2005, Page 20
Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? 4 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR RESCUE ME MIÐVIKUDAGA KL. 21:00 FYLGSTU MEÐ! Golfáhugamenn athugið Nú er rétti tímin til að setja niður púttholu í garðinn Upplagt í sumarbústaðinn eða garðinn heima Tilboð 1 1 stk stöng með áföstu númeri og bolla kr 4.900 Tilboð 2 1 stk stöng með flaggi og bolla kr 7.900 Leigjum út holuskera Askalind 2 201 Kópavogur Sími 565 2000 / 897 1100 Sumir panta pitsur, aðrir gosbrunnadælur Vatnsforðabúr og dæla er allt sem þarf til að útbúa gosbrunn. Gosbrunnar.is heimsendir bún- aðinn á höfuðborgarsvæðinu og veitir ráðgjöf. Áhugi á skrautlegum og hönnuð- um görðum hefur aukist til muna og æ algengara er að fólk setji upp tjarnir og gosbrunna í görð- um sínum – og einnig á svölum. „Það er ekkert mál að setja upp gosbrunn nánast hvar sem er, það eina sem þarf er vatnsforðabúr og dæla,“ segir Svavar Björgvinsson hjá Gosbrunnar.is. „Til dæmis er hægt að taka emeleraðan þvotta- bala, setja fallega steina í botninn og svo dælu og þá er maður komin með gosbrunn sem hægt er að hafa á svölunum,“ segir Svavar og bætir við að lítið mál sé að útbúa gosbrunn inni í stofu. Í raun eru engin tak- mörk fyrir því hvað hægt er að gera að mati Svavars, tak- mörkin eru þau sem ímyndunaraflið setur manni auk útlagðs kostnaðar. „Það þarf alls ekki að kosta mik- ið að setja upp gos- brunn eða litla tjörn í garðinum eða við sumarbústaðinn,“ segir Svavar. Tjörn er útbúin einfaldlega með tjarndúk. Þá er grafin hola fyrir tjörninni í jarðveginn og dúkur lagður ofan í, steinar eða möl lagðir yfir kantanna, og fyllt upp með vatni og jafnvel dælu komið fyrir. „Dælurnar eru misjafnar eftir því hvernig vatnið rennur eða sprautast, það getur verið bein buna eða sprautast eins og blævængur,“ segir Svavar. Gosbrunnar.is selur allan bún- að sem þarf til verksins eingöngu á netinu og keyra vörurnar til við- skiptavina á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem þar er veitt ráðgjöf við uppsetningu og hönnun. „Sum- ir panta pitsu en aðrir gosbrunna- dælur,“ segir Svavar og hlær. ■ Litlir álfar á hverjum hól Það má lífga upp á garðinn með ýmsum aðferðum. Garðurinn þarf ekki að vera uppfullur af framandi trjáteg- undum og flæðandi fossum til að vera líflegur og notalegur. Garðálfar geta verulega lífgað upp á garðinn, jafnvel þá sem eru fúlir og fullir af illgresi. Gaman er að koma þeim fyrir á ótrúlegustu stöðum og setja við þá lítil ljósker, þannig að þeir sjáist vel þegar rökkva tekur. Börnum þykir sérstaklega gam- an að álfunum en þeir fást af öll- um stærðum og gerðum. Þetta eru glaðlegir álfar og koma brosi á hvern þann sem mætir þeim, þannig að það er einnig góð hugmynd að stilla þeim upp við útidyrnar þar sem þeir taka vel á móti heimilisfólki og gest- um. ■ Líf færist í garðinn þegar garðálfarnir eru komnir á stjá. Svavar Björgvinsson með gosbrunnadælu. Hægt er að hafa margar fallegar og skemmtilegar útfærslur á gosbrunnum og jafnvel setja ljós undir vatnsbununa. FRIENDS VIRKA DAGA KL. 20:30 FYLGSTU MEÐ!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.