Fréttablaðið - 18.07.2005, Síða 50

Fréttablaðið - 18.07.2005, Síða 50
34 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR Álftarimi – Selfossi 2ja herb- 61m2 Um er að ræða snyrtilega íbúð á fyrstu hæð. Eignin telur: for- stofu/hol, baðherbergi, svefnherbergi, eldhús og stofu. 6,5m2 geymsla fylgir íbúðinni í kjallara. Gólfefni eru fín, á stofu er kirsuberja plastparket, spónaparket á herbergi og flísar á forstofu, eldhúsi og baðherbergi. Baðherbergi er snyrtilegt með hornsturtu og nýlegum flísaplötum á veggjum, og í eldhúsi er hvít innrétting og flísar á milli efri og neðri skápa. Úr stofu er hægt að ganga út á suður svalir. Stigagangur er snyrtilegur með sameiginlegri hjólageymslu og þurrk- herbergi fyrir þvott. Verð: 9.400.000.- Tjaldhólar - Selfossi - 5 herb. – 184m2 Vorum að fá í einkasölu þetta glæsilega parhús í suðurbyggð á Sel- fossi. Um er að ræða 5 herbergja, þar af tvö baðherbergi og annað þeirra innaf hjónaherbergi. Eignin er nánast tilbúin á því stigi sem hún selst á (Fullbúin að utan með tyrfðri lóð og fokhelt að innan). Hurðir eru úr mahogny, gluggar hvítlakkaðir, brúnt stál á þaki, Klætt með brúnum keramik flísum. Lofthæðin er 2,8m og gott geymsluloft er í bílskúr. Gólfhiti er í öllu húsinu nema stofu og tveim herbergjum og auk þess er gert ráð fyrir ofnum í öllu húsinu. Skjólveggur er á milli íbúða og komnar lagnir fyrir pott. Öll gjöld greidd nema skipulags- gjald. Eins og fyrr segir selst eignin fokheld og samkvæmt skilalýs- ingu. Verð: 18.500.000.- Klausturhólar 801 Selfoss 2ja herb. Sumarbústaður staðsettur í landi Klausturhóla í Grímsnes og Grafn- ingshreppi. Bústaðurinn er á eignarlandi sem er einn hektari að stærð, lóð er í góðri rækt og mikið af stórum trjám sem vel hefur verið geng- ið frá í upphafi. Frábært útsýni er til allra átta. Um er að ræða bústað og nýlegt gestahús alls 60 fm sem skiptist þannig. Bústaður(byggður 1980), sólstofa(4 ára) og andyri eru 55 fm(skráð í FMR 44m2). Sérstætt gestahús 6 fm. í bústaðnum er eitt gott herbergi með hjónarúmi,stór stofa og eldhús, geymsla og salerni með sturtu,rafmagn og hitakút- ur.Gólf endurnýjuð og einangruð fyrir 5 árum síðan. Vandað Bruspar- ket á gólfum. Bústaðnum fylgja innanstokksmunir húsbúnaður og garðáhöld. Nýtt gler er í bústaðnum að stærstum hluta ásamt nýjum rennum og niðurföllum. Verönd var öll endurnýjuð fyrir 2 árum og er hún um 75 fm að stærð. Verð: 9.900.000.- ‘ Á R B O R G I R • A u s t u r v e g i 3 8 • 8 0 0 S e l f o s s • S í m i 4 8 2 4 8 0 0 • F a x : 4 8 2 4 8 4 8 • w w w . a r b o r g i r . i s Langamýri - Selfossi - 3ja herb - 75m2 Steinsteyptar íbúðir á 2 hæðum sem nú eru í byggingu í 6 íbúða raðhúsi. Hver íbúð er hæð og ris. Minni íbúðir eru 2 til 3ja herb. 74,6m2, (gólfflatarmál er 86,8m2) og stærri íbúðir eru 3 til 4ra herb 104,9m2 (gólfflatarmál er 113,9m2). Húsin eru steinuð að utan með viðhaldsfríu efni sem ekki þarf að mála, þak er aluzink og gluggar mjög vandaðir frá Berki á Akureyri. Selst skv staðli ÍST 51 og byggingalýsingu, fullfrágengið að utan og lóð grófjöfnuð. (Fokhelt) Verð: 9.900.000.- Austurmýri - Selfossi - 4ra herb. - 166m2 Um er að ræða vandað, steypt raðhús í Fosslandi. Eignin tel- ur forstofu, sjónvarpshol, 3 svefnherbergi, stofu, eldhús, þvottahús, baðherbergi og sambyggðan bílskúr. Hluti lofta er upptekinn með tveimur myndarlegum þakgluggum. Eignin selst Eignin selst eins og hún er, milliveggir uppkomnir að mestu og öll loft einangruð með steinull, þ.e. næstum tilbúin undir tré. Verð:19.900.000.- Birkivellir - Selfossi - 2ja herb. - 83m2 Um er að ræða snyrtilega íbúð í tvíbýlishúsi í vinsælu grónu hverfi á Selfossi. Eignin hefur verið endurnýjuð að miklu leyti, eldhúsinnrétting er ný og nýjar flísar eru á eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi. Allar lagnir í hafa einnig verið endurnýjaðar, sem og gler og glerlistar. Baðinnrétting er nýleg. Á stærstum hluta gólfa er plastparket. Innaf stofunni var áður svefnherbergi. Mögulegt er að setja upp vegg í stofunni og bæta þannig einu svefnherbergi við. Í sameign er rúmlega 60 fermetra geymsla í þakrými. Garðurinn er gróinn og skjólsæll, en nýlega var steypt gangstétt og verönd aftan við húsið úr skrautsteypu og tilheyrir veröndin íbúðinni. Þetta er sérlega snyrtileg og vel staðsett eign - kannið málið. Verð: 13.800.000.- Sigurður Fannar Guðmundsson sölumaður Anna Björg Stefánsdóttir ritari/sölumaður Magnús Ninni Reykdalsson sölumaður Guðjón Ægir Sigurjónsson hdl. Óskar Sigurðsson hdl.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.