Fréttablaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 64
Sundlaug Garðabæjar var tekin í notk- un árið 1990 og er eina almennings- laugin í Garðabæ. Arkitekt hennar er Mannfreð Vilhjálmsson. Sundlaugin skiptist í tvennt, þar sem annars veg- ar er 25 X 15 metra sundlaug með 5 brautum og er hún um 29.5 gráðu heit. Hins vegar er barnalaug sem er um 34 gráður en hún er 15 X 6,5 metr- ar. Í barnalauginni er sveppur og lítil rennibraut fyrir minnstu börnin. Í sundlauginni er stærri rennibraut á sérstöku leiksvæði sem hefur verið afmarkað. Tveir heitir pottar eru við laugina auk eimbaðs og hvíldarrýmis á sundlaugarsvæðinu. Útiklefar eru fyrir bæði kyn þar sem einnig er hægt að liggja í sólbaði. Íþróttafulltrúi Garðabæjar, Gunnar Örn Erlingsson, ber ábyrgð á rekstri sundlaugarinnar. „Draumahúsið mitt er lítið og sætt einbýlishús,“ segir sjónvarpskonan Halldóra Rut Bjarnadóttir spurð um draumahúsið sitt. „Ég sé fyrir mér timburhús, jafnvel bara sumarbú- stað, í stórum garði. Mig langar að hafa stóran garð sem ég get skreytt með fallegum blómum og trjám og alls konar spennandi hlutum. Garð sem er heil veröld út af fyrir sig. Það væri til dæmis gaman að hafa sól- skála í miðjum garðinum,“ segir Halldóra og á þá við notalega sól- stofu í 19. aldar stíl. Þótt draumahúsið sé ekki fullmótað í huga Halldóru er staðsetningin al- veg á hreinu. „Draumahúsið mitt er í Hveragerði, hvergi annars staðar. Ég ólst upp í Hveragerði og vil búa þar. Þetta er svo litríkur og skemmti- legur bær, fólkið skemmtilegt og gott að vera þarna.“ Halldóra vill hafa heimilislegt í kringum sig og langar að eiga nota- legt heimili. „Mig hefur líka alltaf langað til að hafa lítið gróðurhús við húsið mitt. Þar gæti ég ræktað vín- ber, jarðarber og alls konar græn- meti til að gæða mér á. Það væri al- gjör draumur.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT HALLDÓRA RUT BJARNADÓTTIR Halldóra Rut ætlar að hafa gróðurhús úti og rækta jarðar- ber og annað góðgæti. SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis 65,62% Litlu Miklu SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Skiptir útsýni máli við val á fasteign? 23,75% Áttu samskipti við nágranna þína? Vogaskóli stækkaður Nýjasti hluti skólans rifinn til að rýma fyrir stærra húsnæði. Byrjað er að rífa niður eina álmu í Vogaskóla til að mæta fjölgun nemenda í skólanum. Álman sem verður rifin var byggð um 1960 og er því yngsti hluti hans. Í stað- inn fyrir þann hluta skólans sem verður rifinn kemur nýtt húsnæði á tveimur hæðum en auk þess verður byggt bílastæði í kjallar- anum. Gripið er til þessa ráðs vegna þess að lóð skólans ber ekki fleiri viðbyggingar. Nemendur í yngstu bekkjum skólans verða því að flytja sig um set og er búið að koma upp skóla- stofum í gömlu verslunarhúsnæði við Sólheima. Verður þar um að ræða nemendur í fimmta bekk og undir. Þar að auki verður komið upp litlum húsum á lóð skólans með fleiri kennslustofum. Áætlað er að hefja kennslu í nýja hús- næðinu undir árslok 2006. ■ SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 16/6- 23/6 27/5- 2/6 3/6- 9/6 10/6- 15/6 130204 189 175 Griðastaður í Hveragerði 24/6- 30/6 195 1/7- 7/7 145 10,62%Engu SUNDLAUG GARÐABÆJAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.