Fréttablaðið - 18.07.2005, Síða 66
„Mér finnst alltaf hátíðlegt að
eiga afmæli en samt er ég að kom-
ast á þann aldur að mér finnst
hversdagurinn svo mikilvægur.
Það er svo gaman að geta gert allt
sem mann langar til. Ég er vel á
mig komin, er alltaf að lesa ein-
hverjar skemmtilegar bækur, ég
er að semja ljóð, þýða og vinna að
ritstörfum,“ segir Vilborg Dag-
bjartsdóttir rithöfundur, sem er
75 ára í dag.
„Mér hefur alltaf fundist 18.
júlí mikill hátíðisdagur. Við vor-
um mörg í fjölskyldunni og ekki
siður að gera mikið veður út af af-
mæli en það voru samt alltaf bak-
aðar pönnukökur. Þá saumaði
mamma fallegan kjól handa mér
og það var gaman,“ segir Vilborg,
sem ætlar ekki að halda sérstak-
lega upp á afmæli sitt núna heldur
ætlar að vera heima með sinni
nánustu fjölskyldu.
Vilborg hefur ekki setið iðju-
laus í sumar enda fer hún ávallt
snemma á fætur. „Við fórum
bekkurinn minn úr Kennaraskól-
anum sem útskrifaðist 1952 í
ferðalag, að vísu ekki langt. Við
heimsóttum bekkjarfélaga í sum-
arbústöðum í kringum Reykjavík
og áttum alveg óskaplega
skemmtilegan dag,“ segir Vilborg
sem skellti sér einnig í Jóns-
messuferð með SÍBS um Breiða-
fjörð. „Ég sá Örn á kletti og Össu
á hreiðri,“ segir Vilborg glaðlega.
Vilborg er alltaf að semja og er
með mörg ljóð í smíðum. Hún seg-
ir stangast á að semja ljóð í
frjálsu formi eins og hún gerir og
að yrkja rímað og stuðlað. Hún
man þó eftir því í sínu ungdæmi
að siður var að botna stökur. Eitt
sinn var hún að vaska upp heima í
Hjalla, þá rúmlega tvítug, þegar
kastað var að henni fyrri parti
sem hljóðaði svo:
Eina stund í Edinslundi /
okkar fundi saman bar.
Vilborg var fljót til og samdi tvo
seinni parta:
Hverju sprundi held ég mundi /
hafa fundist gaman þar.
Tætt það sprund af trega stundi /
tára dundu perlurnar.
18 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR
HUNTER S. THOMPSON (1937-2005)
fæddist þennan dag.
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR RITHÖFUNDUR OG SKÁLD ER 75 ÁRA
Hversdagsleikinnn er mikilvægur
„Ég mæli ekki með kynlífi, eiturlyfjum eða
geðveiki fyrir hvern sem er, en það hefur
ávallt reynst mér vel.“
Hunter S. Thompson var bandarískur blaðamaður og rithöfundur. Hann
skrifaði lengi fyrir Rolling Stones tímaritið og kallaði sig Dr. Gonzo.
timamot@frettabladid.is
Þennan dag árið 2000 fannst lík
hinnar átta ára gömlu Söru
Payne á akri í Sussex-héraði í
Englandi. Bóndi fann líkið aðeins
tólf mílum frá þeim stað þaðan
sem Sara hvarf, en hún hafði ver-
ið að leik með systkinum sínum
nálægt heimili afa þeirra og
ömmu. Söru hafði verið saknað í
rúmar tvær vikur. Talið er að lík
stúlkunnar hafi legið á akrinum í
nokkurn tíma en ekki sáust sýni-
legir áverkar á henni.
Tveimur dögum síðar fann lög-
reglan skó Söru í nálægu þorpi
og 31. júlí var Roy Whiting, kunn-
ur barnaníðingur, handtekinn en
hann hafði
áður verið yfir-
heyrður í
tengslum við
málið. Hann
var ákærður
fyrir morðið á
Söru í febrúar
2001 og fund-
inn sekur um
morð og
mannrán í
desember. Hann hlaut lífstíðar-
dóm fyrir vikið. Whiting hafði árið
1995 hlotið fjögurra ára fangels-
isdóm fyrir að ráðast á níu ára
stúlku.
Foreldrar stúlkunnar hófu að
berjast fyrir svokölluðum „lögum
Söru“ og vildu þau að almenn-
ingur fengi aðgang að skrám lög-
reglunnar yfir barnaníðinga.
18. JÚLÍ 2000 Mikill fjöldi blóma var lagður á staðinn
þar sem lík hinnar átta ára gömlu Söru Payne fannst.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
64 f.kr. Eldarnir í Róm hefjast.
Þegar þeir slokknuðu nærri
viku síðar höfðu tveir
þriðju hlutar Rómar brunn-
ið til kaldra kola.
1925 Hitler gefur út bókina Mein
Kampf.
1931 Framkvæmdir hefjast við
verkamannabústaðina við
Hringbraut, Bræðraborgar-
stíg og Ásvallagötu í
Reykjavík.
1936 Borgarastyrjöld brýst út á
Spáni.
1963 Stórbruni verður í verk-
smiðju Ísaga við Rauðarár-
stíg. Miklar sprengingar
verða þegar eldur kemst í
gashylki.
1984 Maður hefur skothríð á
McDonalds-veitingastað í
Kaliforníu. 21 lætur lífið.
1999 Stórhlaup verður í Jökulsá á Sól-
heimasandi. Þetta eru mestu
umbrot í jöklinum í 44 ár.
Lík Söru Payne finnst á akri
Tilkynningar um merkisatbur›i,
stórafmæli, andlát og jar›arfarir
í smáletursdálkinn hér a› ofan
má senda á netfangi›
timamot@frettabladid.is.
!"#$#%& '(& )
"#$*+ ,"-( .(/ )0)& )1./ 12
3 3)
3))2(4)))&/3%51,)&
)0)& 6'&3 7)7 '0 8-
9-)&,'7
:'') ,)"#;"
;$2< 7!= ("#;8%
&)&"#;*>('')&)1 1?"#"8
"*"-@%
"#A$ /' = 0'1) 1 .( &' )&
B+)7 '+7( 3'=
+'!))
)& & 8% < 7' 3 1'&& 1 '&2 )'!
! && )32 1 + = ! )&
)&0 7& ). )%"#A#+ 011& ,)(1 )
13'2 C&& )7 ' ,) +D 7 7.+1"*-*%
)&)7 ')&. ( < 2"*-;EF2)&!
;F )&,'7 = (3% G'& + '71''1
71)% &3 >(' /'1 ). 3
31 '&1= &')&0 7.(3))&,'7 %
6H&(*F%( 8"% '"*"*%G,+ 72
1 1& ,2)&0 7 )&. !2= 77)& /12
1+!+71 33&7+%5&&
, 77 / 3 3 )32 '& (
(3)30. )3! & ) %
3 (1 ! %)
!"#!$
#%
&
'
< 3)! && + !!"#%!)%"#89
7')7I 2.('!2! && 3)J ))%
. 1&2 ) 3&3)2 1 7% %
4 1&&%4 3%K (/ +/''3 G/ 1( !' ("%E"-%( )23& , 2
0 2&71%'%3 )%
L!!' &"#98
$8' , /)72
=CH71)7%K(3B /"#$8
$F% B3 "#$A &' / )) )3 +
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Ásta Kristín Erlingsdóttir
grasalæknir,
lést þann 8. júlí síðastliðinn. Útför hennar verður frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 19. júlí kl. 11.
Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartaheill og minningar-
sjóð Landspítalans.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Ragnar Jónsson
Fögrukinn 13, Hafnarfirði,
andaðist á St. Jósepsspítala, mánudaginn 11. júlí sl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 13.00.
Sólveig Jónsdóttir Sævar Gunnarsson
Guðfinna Jónsdóttir
Jenný Jónsdóttir
Jón Auðunn Jónsson Ólafía S. Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur bróðir okkar, mágur og kær vinur,
Kristján Hólm Loftsson
frá Bólstað,
lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi föstudaginn 8.
júlí sl. Jarðarförin fer fram frá Drangsneskapellu fimmtudaginn
21. júlí kl. 14.00.
Ása Loftsdóttir Lára Loftsdóttir
Lovísa Loftsdóttir Einar Einarsson
Fjóla Loftsdóttir Ragnheiður Loftsdóttir
Sigrún Loftsdóttir Jón Traustason
Björg Loftsdóttir Sveinn Þórðarson
Ingimunda Loftsdóttir Jón Garðar Ágústsson
Fanney Jónsdóttir
Sigrún Elíasdóttir Bjarni Skarphéðinsson
Þráinn Elíasson Guðbjörg Gestsdóttir
Jón Hörður Elíasson Jenný Jensdóttir
Hugrún Elíasdóttir Johnny Símonarson
Ragnhildur Elíasdóttir Tryggvi Ólafsson
Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Hjartar Jónssonar,
Brjánsstöðum, Grímsnesi.
Sonja G. Jónsdóttir
Sigurjón Á. Hjartarson Björk Baldursdóttir
Guðrún H. Hjartardóttir Jón P. Guðmundsson
Jón S. Hjartarson Gerður H. Einarsdóttir
Fríða B. Hjartardóttir Ragnar M. Lárusson
Hjörtur Hjartarson Jóhanna K. Bjarnardóttir
Sveinn Hjartarson
barnabörn og barnabarnabörn.
www.steinsmidjan.is
Í GARÐINUM Vilborgu finnst 18. júlí mikill hátíðisdagur og ætlar að eyða honum með
sinni nánustu fjölskyldu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I