Fréttablaðið - 18.07.2005, Side 68
FÓTBOLTI Þjálfarar beggja liða
ákváðu að breyta um leikkerfi frá
fyrri leikjum og spiluðu með fjóra
í vörn, fjóra á miðjunni og tvo
frammi, í stað þess að vera með
fjóra í vörn, þrjá á miðjunni og
þrjá frammi. Þetta hafði lítil áhrif
á leikinn til þess að byrja með.
Bæði lið voru varkár og reyndu að
ná upp spili á miðjunni en komust
lítt áfram og því varð úr miðjuþóf
fyrstu fimmtán mínútur leiksins.
Um miðjan fyrri hálfleik fór að
rigna og áttu leikmenn beggja liða
í stökustu vandræðum með að
fóta sig á hálum vellinum. KR
náði síðan ágætis tökum á leikn-
um. Rógvi Jacobsen brenndi af í
dauðafæri eftir að Sigurvin Ólafs-
son hafði skallað boltann fyrir
markið frá hægri og Sigmundur
Kristjánsson átti ágætt skot sem
fór yfir markið. Grétar Hjartar-
son skoraði svo fallegt mark eftir
að hafa fengið boltann vinstra
megin fyrir utan teiginn. Hann
lyfti knettinum framhjá Eggerti
Stefánssyni og þrumaði boltanum
í netið. Vel gert hjá Grétari og
staðan því orðin 1-0 KR í vil. Leik-
menn Fram áttu í töluverðum erf-
iðleikum með að byggja upp spil í
fyrri hálfleik og virtust stundum
ekki vita almennilega hvernig
þeir ættu að leysa úr auðveldustu
aðstæðum.
Fram setti ágæta pressu á KR
fyrstu mínútur síðari hálfleiks og
fékk Bo Hendriksen ágætt færi
sem Kristján átti auðvelt með að
verja. Sigmundur Kristjánsson
sendi glæsilega fyrir markið eftir
hraða sókn KR, og þar fékk Rógvi
Jacobsen boltann og kláraði færið
vel. Mótlætið fór í skapið á leik-
mönnum Fram og fékk Bo Hend-
riksen, sem var að spila sinn
fyrsta leik fyrir félagið, að líta
rauða spjaldið fyrir að slá til
Tryggva Bjarnasonar. Eftir þetta
atvik var KR miklu betra liðið,
enda manni fleiri. Grétar Hjartar-
son bætti við sínu öðru marki í
leiknum eftir að Rógvi Jacobsen
hafði stolið boltanum af Gunnari
Gunnarssyni, sem var alltof lengi
að athafna sig. Sigurvin Ólafsson
skoraði síðan glæsilegt mark með
þrumuskoti af þrjátíu metra færi.
Flestir leikmenn KR léku vel í
gærkvöldi en enginn þó betur en
Grétar Hjartarson sem lék sinn
besta leik í sumar. Leikmenn
Fram virðast ekki ná nógu vel
saman inni á vellinum. Sóknar-
leikurinn er hugmyndalítill og
kantspilið ekki nægilega gott.
Leikmenn liðsins þurfa að taka sig
á ef liðið ætlar að halda sér uppi í
efstu deild.
Ríkharður Daðason var þungur
á brún í leikslok. „Eftir þetta er
hver leikur úrslitaleikur hjá okk-
ur. Við náðum ekki að koma okkur
almennilega inn í leikinn en
vorum þó að sýna þokkalegt spil
inn á milli. En rauða spjaldið var
ófyrirgefanlegt og kom á versta
tíma fyrir okkur. Eftir það voru
leikmenn KR miklu betri.“
Magnús Gylfason var ánægður
eftir leikinn. „Ég var ánægður
með mína menn í dag. Sérstaklega
var mikilvægt að fá menn til baka
úr meiðslum sem léku vel í dag.
Ágúst og Bjarnólfur náðu vel
saman á miðjunni og vonandi get-
um við byggt á þessum góðu úr-
slitum.“ magnush@frettabladid.is
18. júlí 2005 MÁNUDAGUR20
KR-ingar hristu af sér sleni› í fallbaráttuslag gegn Frömurum í gær. Grétar Ólafur Hjartason skora›i tvö
mörk í 4–0 sigri KR en leikmenn li›sins höf›u í hinum tíu leikjum sumarsins skora› samtals níu mörk.
Hör› fallbarátta blasir nú vi› li›i Fram sem fyrr.
KR valtaði yfir slakt lið Fram
0–4
Laugd.völlur, áhorf: 1070 Ólafur Ragnarsson (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 6–9 (3–6)
Varin skot Gunnar 2 – Kristján 3
Horn 3–4
Aukaspyrnur fengnar 11–6
Rangstöður 5–4
0–1 Grétar Ólafur Hjartarson (32.)
0–2 Rógvi Jacobsen (48.)
0–3 Grétar Ólafur Hjartarson (77.)
0–4 Sigurvin Ólafsson (79.)
Fram KR
LA
ND
SB
AN
KA
DE
IL
DI
N
> Við vorkennum ...
... stangarstökkvaranum Þóreyju Eddu
Elísdóttur, sem þarf að
lifa við það að eiga
keppinaut sem heitir
Jelena Isinbajeva og
gerir fátt annað en að
slá heimsmetið í greininni.
Fyrir vikið verður Þórey
Edda alltaf í öðru sæti eða
neðar, rétt eins og í Madríd
um helgina þegar hún stökk
4,45 metra og fylgdist með
Isinbajevu stökkva 4,95 og
bæta heimsmetið í enn eitt
skiptið.
Strákarnir unnu riðilinn
Íslensku drengirnir í landsliði skipuðu
leikmönnum 18 ára og yngri unnu
sinn riðil á Evrópumeistaramótinu í
körfubolta sem fer fram í Slóvakíu.
Ísland er þar með komið í milliriðil
og gangi þeim vel þar tryggja þeir sér
sæti í undanúrslitum. Næsti leikur
liðsins er á morgun.
sport@frettabladid.is
> Við hrósum ...
.... Atla Eðvaldssyni, sem náð hefur að
blása nýju lífi í lið Þróttar. Liðið
hefur haldið hreinu í báðum
leikjunum undir hans stjórn,
hlotið fjögur stig af sex
mögulegum og er fyrir
vikið komið upp í 7. sæti
Framganga FH í Landsbankadeild karla í
sumar hefur vakið verðskuldaða athygli,
en liðið hefur unnið alla tíu deildarleiki
sína.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir
nokkra leikmenn liðsins eiga skilið
að fá sæti í landsliði Íslands og von-
ast til þess að landsliðsþjálfararnir
horfi ekki framhjá frammistöðu
þeirra í sumar. „Mér
finnst nokkrir leik-
menn eiga skilið að
vera valdir. Ég get
nefnt sérstaklega
Daða Lárusson mark-
mann og Guðmund Sæv-
arsson, sem valinn var í fyrra en
fékk einhverra hluta vegna ekki
möguleika á að spila fyrir lands-
liðið. Þeir hafa ekki verið að spila síður
vel í sumar en í fyrra, og hafa sýnt það
og sannað að þeir geta vel spilað fyrir
íslenska landsliðið.“
Val á landsliðshóp hefur oft
verið gagnrýnt. Sérstaklega
hafa knattspyrnuáhugamenn
stundum furðað sig á því að
leikmenn sem spila hér á
landi eigi varla
mögu-
leika á
því að
komast í
liðið. „Það
er nú ekki
ég sem vel liðið, en mér
finnst það ekkert óeðli-
legt að skoða leikmenn
hér á landi alveg eins og erlendis.
Landsliðsþjálfararnir hafa verið að
velja leikmenn sem leika hér á
landi að undanförnu, til dæmis
Auðun Helgason og Tryggva Guð-
mundsson. Það er gott fyrir ís-
lenska knattspyrnu að leikmenn
finni fyrir því að með þeim sé
fylgst. Vonandi komast fleiri leik-
menn FH í landsliðið, því það yrði
sanngjörn viðurkenning á því
starfi sem við höfum verið að
vinna að undanförnu.“
Næstu verkefni landsliðsins
eru leikir gegn landsliðum
Búlgaríu og Króatíu, en þeir
fara fram þriðja og
sjötta september.
ÓLAFUR JÓHANNESSON: EKKI HÆGT AÐ HORFA FRAM HJÁ GÓÐRI FRAMMISTÖÐU FH Í SUMAR
Vill sjá fleiri leikmenn FH í landsli›inu
Þróttarar eru komnir upp í sjöunda sæti Landsbankadeildarinnar:
Fyrsti hálftíminn í leiknum
gegn Fylki í gær var svo gott
sem tíðindalaus fyrir utan að
Gylfi Þór Orrason, dómari leiks-
ins þurfti að yfirgefa leikvöllinn
vegna meiðsla.
Byrjunin á síðari hálfleik var
keimlík þeim fyrri en ekkert
markvert gerðist fyrr en Viktor
Bjarki komst í gott færi um miðj-
an fyrri hálfleik en slakt skot
hans var varið af Fjalari í mark-
inu. Strax í næstu sókn kom
markið sem skildi liðin að. Þar
var að verki varamaðurinn Ólaf-
ur Tryggvason eftir góðan undir-
búning Þórarins Kristjánssonar.
Það var ljóst frá byrjun að
gestirnir væru komnir með því
hugarfari að ná minnsta kosti
einu stigi. Liðið varðist skipulega
á sínum vallarhelmingi en þegar
kom að því að sækja þá skorti lið-
ið oft á tíðum hugmyndaflug þeg-
ar framherjar þess fengu loks úr
einhverju að moða. Til marks um
skort á hugmyndaflugi þá náðu
Þróttarar ekki einu skoti allan
fyrri hálfleikinn. En stigin þrjú
voru Þróttara og það hafðist með
skipulögðum varnarleik. - gjj
Atli st‡rir firótturum á rétta braut
LEIKIR GÆRDAGSINS
Landsbankadeild karla:
FRAM–KR 0–4
FYLKIR–ÞRÓTTUR 0–1
STAÐAN:
FH 10 10 0 0 28–5 30
VALUR 10 8 0 2 21–5 24
FYLKIR 11 5 2 4 20–16 17
KEFLAVÍK 10 4 3 3 16–21 15
ÍA 10 4 2 4 9–11 14
KR 11 4 1 6 13–16 13
ÞRÓTTUR 11 2 3 6 12–17 9
GRINDAVÍK 10 2 3 5 10–17 9
ÍBV 10 3 0 7 8–21 9
FRAM 11 2 2 7 10–18 8
MARKAHÆSTIR:
TRYGGVI GUÐMUNDSSON, FH 9
ALLAN BORGVARDT, FH 8
MATTHÍAS GUÐMUNDSSON, VALUR 7
BJÖRGÓLFUR TAKEFUSA, FYLKI 5
GUÐMUNDUR STEINARSS., KEFLAVÍK 5
HRAFNKELL HELGASON, FYLKI 4
HÖRÐUR SVEINSSON, KEFLAVÍK 4
SINISA KEKIC, GRINDAVÍK 4
*Tryggvi Guðmundsson hefur leikið einum
leik færra en félagi hans Allan Borgvardt.
0–1
Fylkisvöllur, áhorf: 910 Erlendur Eiríkss. (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 15–8 (8–3)
Varin skot Bjarni 2 – Fjalar 8
Horn 6–5
Aukaspyrnur fengnar 7–14
Rangstöður 1–0
0–1 Ólafur Tryggvason (71.)
Fylkir
*MAÐUR LEIKSINS
FYLKIR 4–3–3
Bjarni Þórður 5
Gunnar Þór 5
Helgi Valur 6
Valur Fannar 6
Ragnar 7
Guðni Rúnar 6
Tranberg 5
(74. Jón Björgvin –)
Hrafnkell 5
(56. Eyjólfur 5)
Christiansen 5
(66. Kjartan 5)
Björgólfur 6
Viktor Bjarki 6
ÞRÓTTUR 4–3–3
*Fjalar 8
Ingvi 6
Páll 7
Eysteinn 7
Freyr 6
Daníel 5
(54. Guðfinnur 6)
Hallur 6
Haukur Páll 6
Halldór 6
Þórarinn 5
(83. Erlingur –)
Magnús Már 3
(66. Ólafur 6)
Þróttur
FÓTBOLTI Það má með sanni segja
að Atli Eðvaldsson hafi blásið
nýju lífi í lið Þróttar eftir að hafa
verið við stjórnvölinn hjá liðinu í
aðeins rúma viku. Liðið hefur
fengið allt annað yfirbragð og
hefur fyrir vikið lyft sér úr
botnsæti deildarinnar og upp í
það sjöunda.
*MAÐUR LEIKSINS
FRAM 4–4–2
Gunnar Sig. 5
Gunnar Þór 4
Þórhallur Dan 5
Eggert 4
(67. Ómar 5)
Ingvar 3
Viðar 4
Mathiesen 5
Nörholt 6
(74. Víðir –)
Heiðar Geir 4
(62. Ívar 5)
Henriksen 3
Ríkharður 5
KR 4–4–2
Kristján 6
Kristinn 5
Tryggvi 5
Sölvi 5
Gestur 6
Sigurvin 7
Ágúst 7
(84. Jökull –)
Bjarnólfur 7
Sigmundur 7
(85. Sölvi –)
Rógvi 6
*Grétar 8
(82. Gunnar –)
GRÉTAR SKORAÐI TVÖ
Grétar Ólafur Hjartarson
skoraði tvö mörk í 4–0
sigri KR á Fram í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI