Fréttablaðið - 18.07.2005, Page 70

Fréttablaðið - 18.07.2005, Page 70
18. júlí 2005 MÁNUDAGUR Svo virðist sem Ashley Cole ogforráðamenn Arsenal hafi náð sáttum í samningadeilunni sem staðið hefur yfir í margar vikur en umboðsmaður Cole hefur greint frá því að samningur liggi fyrir og bíði undirskriftar. Talið er að nýi samning- urinn muni veita Cole 70 þúsund pund á viku sem er mun minna en það sem Cole var sagð- ur heimta á sínum tíma. Skemmst er að minnast orða hans fyrir tveim- ur mánuðum þar sem hann sagðist ekki geta hugsað sér að vera áfram hjá Arsenal á næstu leiktíð þótt fé- lagið byði honum 200 þúsund pund á viku. Grétar Rafn Steinsson og félagarí Young Boys frá Sviss töpuðu á heimavelli, 2-3, fyrir franska liðinu Marseille í Inter- Toto keppninni á laugardaginn. Þetta var fyrri leikur lið- anna í þriðju um- ferð keppninnar. Grétar Rafn spilaði allan leikinn í hægri bakverðinum. Sóknarmaðurinn Andy Cole munað öllum líkindum ganga frá fé- lagsskiptum frá Fulham til Manchester City í dag en ekki er langt síðan Cole var bolað í burtu frá Fulham til að búa til pláss fyrir Heiðar Helguson. Stuart Pearce, knattspyrnustjóri City, er mikill að- dáandi Cole og telur hann enn eiga a.m.k. eitt gott ár eftir í boltanum. Franski sóknarmaðurinn NicholasAnelka segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á leið til Newcaste. Graeme Souness sagði frá því á laugardag að Anelka vildi ólmur snúa aftur í ensku deildina og spila þá með Newcastle, en í gær sagði Anelka að Souness færi með fleipur. „Ég hef ekki fengið nein tilboð og ég ætla að segja það einu sinni enn, þrátt fyrir að ég hafi sagt það oft áður, að hér er ég mjög ánægður,“ sagði Anelka, en hann er á mála hjá Fenerbache í Tyrklandi. Jose Mourinho, knattspyrnustjóriChelsea, kveðst geta náð því allra besta út úr Argentínumanninum Hernan Crespo á komandi leiktíð, en Crespo fann sig engan veginn á sínu fyrsta tímabil í Englandi fyrir tveimur árum. Crespo sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar í láni hjá AC Milan á síð- ustu leiktíð og undi sér vel með eigin- konu og barni, en þau áttu mjög erfitt með að aðlagast lífinu í Englandi. Nú er Crespo kominn aftur til Chel- sea og í þetta sinn án fjölskyldu sinnar. Mourinho segir að Crespo sébúinn að gera upp hug sinn. „Hann er búinn að sannfæra sjálfan sig um að Chelsea sé áskorun fyrir sig. Hann verður án fjölskyldu sinnar næsta árið sem er gríðarlega erfitt en Crespo ætlar að leggja sig allan fram. Hann hefur verið frábær alls staðar þar sem hann hefur spilað, nema í Englandi. Nú er komið að því að hann sýni hvað hann getur í ensku deildinni,“ segir Mourinho. „Chelsea mun fá meira út úr Crespo í ár þar sem hann er að leika undir minni stjórn. Svo er HM næsta sumar og Crespo mun gera allt til að komast í argentínska hóp- inn fyrir þá keppni,“ segir Mourin- ho. Arsenal er að ganga frá samningivið efnilegasta knattspyrnumann Kamerún, Alexandre Song, frá franska liðinu Bastia. Hinn 17 ára gamli Song spilar sem varnarsinnað- ur miðjumaður og þykir svipa mjög til Patrick Vieira. Song stóð til boða að ganga til liðs við Middlesbrough þegar hann var 13 ára en neitaði og allt síðan þá hefur hann verið undir smásjánni hjá Man. Utd, Inter Mil- an, Lyon og auðvitað Arsenal, sem nú virðist vera búið að klófesta pilt. Þess má geta að Song þessi er ná- frændi Rigobert Song, sem eitt sinn var til mála hjá Liverpool. ÚR SPORTINU 22 Tiger Woods sanna›i á Opna breska meistarmótinu í golfi um helgina a› fla› er enginn kylfingur me› tærnar flar sem hann hefur hælana. fietta var annar sigur Woods á stórmóti á flessu ári. GOLF Bandaríski kylfingurinn Tig- er Woods sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem haldið var á St. Andrews-vellinum í Skotlandi, en því lauk í gær. Woods hafði forystu á mótinu frá byrjun, en Skotinn Colin Montgomerie og Spánverjinn José Olazabal fylgdu honum eftir en náðu aldrei að ógna stöðu hans að neinu marki. Þetta er annar sigur Woods á stórmóti á árinu, en hann sigraði einnig á Masters-mótinu í Banda- ríkjunum í júní. Woods var að vonum ánægður í mótslok. „Það er ánægjulegt að vinna hér á heimavelli golfsins. Að auki er það virkilega gaman að hafa unnið á mótinu þar sem mesti sigurvegari í sögu golfsins, Jack Nicklaus, hætti keppni.“ Woods þakkaði einnig föður sínum sem fylgdist með mótinu frá Bandaríkjunum. „Ég á föður mínum mikið að þakka og ég get ekki annað en þakkað honum inni- lega fyrir stuðninginn.“ Enn bíður Montgomerie Colin Montgomerie fylgdi Woods eftir lengst af móti, og var minnst tveimur höggum á eftir honum, en í lokin var munurinn orðin fimm högg. Woods endaði á fjórtán höggum undir pari en Montgomerie á níu undir, en þetta er í fjórða skiptið sem Montgomerie er í öðru sæti á stór- móti í golfi. Nítján ára drengur frá Edin- borg, Lloyd Saltman, vann áhuga- mannaflokkinn með því að leika á fimm höggum undir pari, einu höggi minna en Eric Ramsay. Tiger Woods var gagnrýndur á síðasta ári fyrir að breyta sveifl- unni, en hann segir þær breyting- ar vera að skila sér á þessu ári. „Ég vil nú ekki segja neitt við þá sem hafa gagnrýnt mig fyrir sveifluna. Ég einfaldlega þarf þess ekki. Árangurinn talar sínu máli.“ Tiger Woods á nú aðeins eftir að vinna eitt mót til þess að kom- ast upp að hlið Walter Hagen í öðru sæti á listann yfir sigursæl- ustu kylfinga sögunnar. Jack Nicklaus er efstur á listanum, en hann vann átján sinnum á stór- móti á ferli sínum. magnush@frettabladid.is Undirbúningstímabil ensku liðanna komið á fullt: FÓTBOLTI Liðin í ensku úrvals- deildinni er kominn á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir kom- andi keppnistímabil sem hefst eftir tæpan mánuð. Fjöldi æf- ingaleikja var háður um helgina og áttu stærstu liðin ekki í nein- um vandræðum með að leggja andstæðinga sína af velli, sem margir hverjir voru lið úr neðri deildum landsins. Arsenal sigraði Barnet á úti- velli 1-4, þar sem Hvít-Rússinn Alexander Hleb spilaði mjög vel og opnaði markareikning sinn fyrir Arsenal strax á annarri mínútu leiksins. Nýi fyrirliðinn Thierry Henry bætti öðru marki við fyrir hálfleik en í þeim síðari skoruðu Dennis Bergkamp og Justin Hoyte sitt markið hvor. Man. Utd átti ekki í neinum vandræðum með lið Clyde og vann öruggan 5-1 sigur á útivelli. Það sem mesta athygli vakti í leiknum var óánægja stuðnings- manna Man. Utd í garð Rio Ferdinand, sem enn á eftir að skrifa undir nýjan samning við félagið. Þeir kölluðu Ferdinand „gráðugan“ í hvert sinn sem hann fékk boltann og fylgdu þeim köllum síðan eftir með bauli. Mörk Man. Utd í leiknum skoruðu Kleberson, Paul Scholes og Liam Miller og þá skoraði Ruud van Nistelrooy tvö. Liverpool vann öruggan sigur á Bayer Leverkusen í Þýskandi, 3-0, þar sem franski framherjinn Djibril Cisse gerði sterkt tilkall til byrjunarliðssætis í vetur með tveimur mörkum. Milan Baros skoraði þriðja mark Liverpool eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þá gerði Tottenham 2-2 jafntefli við Boca Juniors í S- Kóreu þar sem Jermain Defoe og Mido skoruðu fyrir þá hvít- klæddu. - vig Au›veldir sigrar hjá öllum stærstu li›unum Breytingar hjá Arsenal: Henry ver›ur fyrirli›i FÓTBOLTI Það verður franski sókn- armaðurinn Thierry Henry sem mun taka við fyrirliðabandinu af landa sínum Patrick Vieira, en eins og kunnugt er gekk hann í raðir Juventus í síðustu viku. Val Arsene Wenger, stjóra Arsenal, á Henry kemur ekki á óvart þar sem Henry hafði oftast verið fyrirliði liðsins í fjarveru Vieira á síðustu árum. Henry hef- ur verið hjá félaginu í sex ár og er einn af leikreyndustu leikmönn- um liðsins. Hann þreytti frumraun sína sem fyrirliði í æf- ingaleik gegn Barnet um helgina og stóð sig vel. ALEXANDER HLEB Opnaði markareikn- ing sinn fyrir Arsenal um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Didier Drogba er ekki ánægður með Jose Mourinho: Ég flarf a› verjast eins og brjálæ›ingur FÓTBOLTI Dider Drogba, framherj- inn öflugi hjá Chelsea, er ekki ánægður með það leikskipulag sem Jose Mourinho notast við með liðið og kveðst þurfa að sinna alltof mikilli varnarskyldu. „Við skulum bíða og sjá hvort einhver annar framherji mun verjast eins og brjálæðingur, líkt og ég gerði á öllu síðasta tímabili,“ segir Drogba. „Ég fórnaði sjálfum mér fyrir liðið og auðvitað bitnaði það á markaskorun minni. Í staðinn fékk stjarna Frank Lampard og Joe Cole að skína sem skærast,“ bætti Drogba við í samtali við breska fjölmiðla um helgina, en hann skoraði aðeins 10 mörk í deildinni á síðustu leiktíð, sem er 15 mörkum minna en markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði. „Ég mun hugsa meira um að skora í vetur og reyna að vera ekki svona langt fyrir aftan Thi- erre Henry á lista markahæstu manna. Þá ætla ég líka að reyna að hlaupa minna á eftir boltanum en ég hef verið að gera. Mér fannst leikstíll liðsins í fyrra mjög undarlegur, sérstaklega síðari hluta tímabilsins. Það eina sem við gerðum var að senda langar sendingar fram völlinn á mig, en ég vill einmitt frekar fá boltann í fæturna,“ segir Drogba. - vig Algerir yfirburðir Tigers TIGER WOODS MEÐ BIKARINN FRÆGA Sigur Tiger Woods á Opna breska meistaramótinu er tíundi sigur hans á stórmóti á ferlinum, en hann er aðeins tuttugu og níu ára gamall. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.