Fréttablaðið - 18.07.2005, Síða 72

Fréttablaðið - 18.07.2005, Síða 72
24 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR Í gærkvöldi fylgdist troðfull Egilshöll með glæparapparan- um Snoop Dogg og fáklæddum dönsurum hans. Ég gerðist ekki svo frægur að fara á þessa tónleika þó svo að ég hafi þannig séð alveg gaman að gamla hvutta þegar þannig ber und- ir en hins vegar efast ég ekki um að hann hafi flutt texta sem eru gjör- samlega uppfullir af kvenfyrirlitn- ingu og öðru sem hugsanlega geti haft skaðleg áhrif á einhverjar við- kvæmar sálir. Eins fylgdist ég með því í síðustu viku þegar femínistar bölsótuðust yfir textum og framkomu rappar- ans og vöktu þar með athygli um- ræddra viðkvæmra sála á tónleik- unum. Sjálfur tel ég mig jafnréttis- sinna, kvenréttindasinna, femínista og allt það og get horft framan í hvern sem er og staðið við þær full- yrðingar. Hins vegar þykir mér það í besta falli naumhyggja þegar femínistar eru farnir að berjast hat- rammlega gegn amerískum röppur- um sem enginn tekur hvorteðer nokkurt mark á. Mér þykir það í raun álíka mikilvægt og ef femínsistar myndu berjast fyrir því að fá sérhannaðar þvagskálar á al- menningsklósett til að geta pissað standandi eins og karlarnir. Víða hallar á konur í okkar sam- félagi, víðar hallar á konur í mörg- um fátækari samfélögum. Hér heima er til dæmis óverjandi launa- misrétti, karlar veljast frekar til ábyrgðarstarfa og fleira sem ber vott um fornaldarafdalahugsunar- hátt svo fjölmargra okkar. Víða er- lendis eru konur limlestar, seldar mansali og fleira sem ber vott um afskiptaleysi svo fjölmargra okkar. Ég er þeirrar skoðunnar að hinir fjölmörgu ágætu femínistar, skoð- anasystur mínar og bræður, eigi að einbeita sér að því að uppræta þessi aðkallandi vandamál. Koma á jafn- rétti þar sem verulega hallar á. Þeg- ar þeim markmiðum er náð má hver sem er mín vegna agnúast yfir glæparöppurum sem eru það sem ég kalla „all talk“. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ODDI ÁSTRÁÐSSYNI ER ALVEG SAMA UM SNOOP DOGG Naumhyggjufemínismi M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ KJÖLTURAKKAR ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli ■ BARNALÁN Leiðist þér?? Hvernig getur þér leiðst?! Það eru til milljón uppbyggjandi hlutir sem þú getur gert! Eins og hvað? ■ GELGJAN Þú gætir notað tímann í að spjalla við gömlu nágrannana. Margt gamalt fólk hefur ýmis- legt áhugavert að segja og kann margar sögur. Vá! Ég hef aldrei áður þekkt neinn sem getur drukkið heilt glas af kóki með nefinu! Móðir mín myndi vara mig við, alla- vega áður en hún segir eitthvað skemmtilegt. Dumm durumm durumm durumm durumm durumm durumm Marserið fram!! Hannes er að borða popp. Jæja, segðu hon- um að hætta, það er að koma matur. Og snakk líka. Og hnetur..... og smartís. Hvað?! Solla, farðu inn og segðu Hann- esi að ég hafi sagt honum að hætta að borða þetta núna strax. Allt í lagi. Mamma segir að þú eigir að koma áður en þú eyðileggur matinn þinn. *stuna, stuna* Halló..... Ég heyri í þér anda! Hvað viltu mér??! Heldurðu að ég hafi gaman að því að hlusta á stunurnar í þér, sjúka svín!?! Einu sinni enn?? Já, já, já!!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.