Fréttablaðið - 18.07.2005, Page 75
ALLT Í DRASLI Margrét Sigfúsdóttir og
Heiðar Jónsson ætla að taka til á lands-
byggðinni í næstu þáttaröð.
Allt í drasli
úti á landi
Þau Margrét Sigfúsdóttir og Heið-
ar Jónsson ætla að taka til hend-
inni á landsbyggðinni í nýrri
þáttaröð af Allt í drasli sem hefst
í haust.
Þættirnir hófu göngu sína á
Skjá einum síðasta vetur og nutu
mikilla vinsælda. Sýndu þau
skötuhjú Margrét og Heiðar
skemmtileg tilþrif við hreingern-
ingar sínar hjá öðru fólki og gáfu
því fjölda heilræða um það hvern-
ig best væri að bera sig að við til-
tektina.
„Þetta er búið að vera gaman
en mest um vert er ef maður getur
hjálpað einhverjum, það er aðalat-
riðið,“ segir Margrét. Hún er
ýmsu vön varðandi tiltekt og
hreingerningar og segist ekki hafa
orðið ofboðið í fyrstu þáttaröðinni.
„Þetta er bara vinna. Maður er
ýmsu vanur.“
Sagafilm og Skjáreinn leita nú
að hentugum heimilum úti á lands-
byggðinni þar sem fólk vill fá þau
Margréti og Heiðar í heimsókn og
geta áhugasamir haft samband við
ofantalin fyrirtæki. ■
Hjónaband Jessicu Simson ogNick Lachey stendur á brauð-
fótum. Jessica átti 25 ára af-
mæli þann 7. júlí og mættu
hjónin hvort í sínu lagi og
töluðust ekki við. „Hann
stóð bara úti í horni og
spjallaði við vini sína á
meðan Jessica blés á
kertin. Hann tók engan
þátt í veislunni og það
var eins og honum væri
alveg sama,“ sagði vitni.
Flestir eru sammála um það aðScarlett Johansson sé ein feg-
ursta konan í Hollywood. Hún hefur
engu að síður áhyggjur af útlitinu
þótt hjartaknúsarar, eins og
Jared Leto og Josh Hart-
nett, eltist við hana. „Allir í
Hollywood eru svo fjandi
mjóir og mér finnst ég
aldrei nógu grönn,“ sagði
Scarlett sem hefur kven-
legar og fallegar línur.
„Stundum líður mér eins
og fituhlussu en ég hef
sætt mig við að ég verð
aldrei horuð.“
FRÉTTIR AF FÓLKI