Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,52 64,85 112,52 113,10 77,70 78,17 10,41 10,48 9,80 9,86 8,23 8,27 0,57 0,58 92,28 92,90 GENGI GJALDMIÐLA 27.07.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,28 4 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Minni fiskverkun innanlands og meira flutt út í gámum: Mestur samdráttur á Vesturlandi SJÁVARÚTVEGUR Mestur varð sam- dráttur á vinnslu sjávarafla á Vesturlandi fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Í krónum talið nemur hann um 37 prósentum miðað við sama tímabil í fyrra. Einnig varð nokkur samdráttur á Vestfjörðum og Suðurnesjum. Aftur á móti jókst vinnsluverð- mætið um fjórðung á Suðurlandi og einnig jókst vinnsla í höfuð- borginni. Um átján prósenta aukning varð fyrstu fjóra mánuði ársins á útflutningi ferskfisks í gámum miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tímabili varð fimm prósenta samdráttur á sölu afla á mörk- uðum innanlands. Aflaverðmæti fyrstu fjóra mánuði ársins var liðlega fjórum prósentum meira en á sama tíma- bili í fyrra eða 25,9 milljarðar króna. Verulegur samdráttur varð á verðmæti rækjuafla og annarra krabbadýra og nokkur sam- dráttur varð í verðmæti þorsk- aflans. Aftur á móti jókst verð- mæti ýsuaflans um 28 prósent frá fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs. Verðmæti loðnu- og kol- munna afla jókst umtalsvert fyrstu fjóra mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra.- jh Meintur hry›juverkama›ur handtekinn í Birmingham Breska lögreglan handtók mann í Birmingham í gærmorgun sem fjölmi›lar fullyr›a a› sé einn hinna meintu sprengjutilræ›ismanna. Fleiri handtökur voru einnig ger›ar í tengslum vi› máli› í gær. Alls eru níu manns í haldi lögreglunnar í tengslum vi› rannsókn hry›juverkaárásanna í London. BRETLAND, AP Breska lögreglan réðst til inngöngu í hús í Birming- ham fyrir dögun í gærmorgun og beitti rafbyssu til að yfirbuga mann sem að sögn vitnis og fjöl- miðla er sagður vera Yasin Hass- an Omar, einn þeirra fjögurra sem stóð að sprengjutilræðunum í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum fyrir viku. Sprengjusérfæðingar lögregl- unnar, sumir í brynklæðum, sáust fara inn í bygginguna eftir að lög- regla hafði rekið fólk úr um hundrað nærliggjandi húsum. Húsið þar sem handtakan fór fram er í friðsælu hverfi þar sem fólk af ýmsum uppruna býr. Þrír aðrir menn voru hand- teknir í áhlaupi lögreglu á annað hús í Birmingham í gærmorgun. Engum skotum var hleypt af. Þá var einn maður handtekinn á Luton-flugvelli nærri Lundún- um, í nafni hryðjuverkavarna- laga. Maðurinn var á leið til Frakklands. Lögregla vildi ekkert segja um hvers vegna maðurinn var handtekinn, en samkvæmt heimildum fjölmiðla líktist hann einum hinna eftirlýstu. Lögreglan vildi heldur ekki staðfesta fregnir fjölmiðla um að sá sem fyrstur var handtekinn í Birmingham væri Omar. Að minnsta kosti eitt vitni sagði hinn handtekna líkjast mjög myndinni af Omar, sem er 24 ára að aldri og fluttist ungur til Bretlands frá Sómalíu. Lundúnalögreglan leitaði líka í tveimur íbúðum í norðurhluta borgarinnar í gær, í hverfunum Finchley og Enfield. Enginn var handtekinn í þeim en vettvangs- rannsóknargögnun var safnað, að sögn talsmanns lögreglunnar. Með handtökunum í Birming- ham eru nú alls níu manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn sprengjutilræðanna 21. júlí. Auk þess voru tveir menn handteknir í lest á leiðinni frá Newcastle til Lundúna seint í fyrrakvöld. Handtökurnar fóru einnig fram í nafni hryðjuverka- varnalaga, en ekki var upplýst frekar hvort þær tengdust rann- sókninni á Lundúnaárásunum. audunn@frettabladid.is LÖGREGLA VIÐ MÆLINGAR Um tuttugu lögreglubílar verða með stafrænan búnað sem hljóð- og myndritar samskipti lög- reglumanna og ökumanna. Verslunarmannahelgin: Umfer›ar- eftirlit auki› VERSLUNARMANNAHELGIN Umferðar- eftirlit verður aukið verulega um verslunarmannahelgina. Kominn er nýr búnaður í 35 lögreglubíla sem mælir hraða ökutækja óháð akstursstefnu lögreglubílsins. Gert er ráð fyrir því að um áttatíu ökutæki frá lögreglunni verði á ferðinni og einhver þeirra ómerkt, án þess að dregið verði úr löggæslu á höfuðborgarsvæðinu. Löggæsla verður aukin í flestum umdæmum um helgina og sérstaklega þar sem útisamkomur verða. Viðbótarlöggæslu á vegum Ríkislögreglustjóra verður beint á þá staði þar sem þörfin þykir mest hverju sinni. - grs SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Gönguskór - mikið úrval Meindl Island Tilboðsverð 19.990 kr. Verð áður 22.990 kr. VEÐRIÐ Í DAG MISJAFNT GENGI EFTIR LANDSHLUTUM Fiskvinnslan skreppur verulega saman á Vestur- landi fyrstu fjóra mánuði ársins. Útflutningur á ferskfiski í gámum eykst. Aldrei meiri rigning: Bombay lömu› INDLAND, AP Aldrei hafa mælst jafnmiklar rigningar í Indlandi og síðustu tvo daga. Þar sem mest er hefur regnið mælst 97 senti- metrar á þriðjudaginn. Fjármála- höfuðborgin Bombay hefur verið algerlega lömuð vegna flóðanna. Yfir tvö hundruð hafa fundist látnir og þar af yfir áttatíu í Bombay og búist er við því að margir finnist til viðbótar á næstu dögum, en flóðin eru nú í rénun. Alvanalegt er að miklar rign- ingar og flóð séu í landinu á þessum árstíma, en svo mikil rigning er einsdæmi. ■ BRYNKLÆDDUR SPRENGJUSÉRFRÆÐINGUR Sprengjusérfræðingur gengur inni í húsið þar sem Hassan Omar dvaldi. Húsið er í friðsælu hverfi í Birmingham. YASIN HASSAN OMAR Þessa mynd úr eftir- litsmyndavél birti Lundúnalögreglan af manninum sem reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street- stöðina síðastliðinn fimmtudag. Hann er sagður hafa verið handtekinn í Birming- ham í gærmorgun. M YN D /A P
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.