Fréttablaðið - 28.07.2005, Side 12
Við spáum því að við seljum sam-
tals um 700 þúsund lítra af áfengi
fyrir verslunarmannahelgi,“ segir
Höskuldur Jónsson, fráfarandi
forstjóri Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins. „Yfirgnæfandi
hluti, eða um 90 prósent, af þessu
er bjór,“ bætir hann við. Það þýðir
að um 630 þús-
und lítrar af
bjór verði seldir
í vikunni.
H ö s k u l d u r
segist gera ráð
fyrir um tíu pró-
senta aukningu í
áfengisverslun
miðað við sama
tíma í fyrra og
verður það þá
mesta magn sem
ÁTVR hefur selt á einni viku, en
andvirðið hljóðar upp á 500 millj-
ónir króna.
Það er því óhætt að fullyrða að
Íslendingar stefni á að setja
drykkjumet um helgina, en þeir
hafa reyndar gert svo á hverri
verslunarmannahelgi undanfarin
ár. Höskuldur vonar þó auðvitað
að fólk gangi hægt inn um gleð-
innar dyr þó það fái sér dálitla
brjóstbirtu.
Af þeim 700 þúsund lítrum
sem gert er ráð fyrir að lands-
menn kaupi fyrir helgina fara
um 100 þúsund lítrar til Akur-
eyrar. „Ætli við fjórföldum ekki
birgðirnar miðað við venjulega
viku,“ segir Ólafur Þorsteinsson
í Vínbúðinni á Akureyri.
„Straumurinn í búðina byrjaði
fyrir alvöru í gær og ég geri ráð
fyrir að hann aukist jafnt og þétt
eftir því sem nær dregur helgi.“
Svipaða sögu er að segja af
Egilsstöðum og Vestmanna-
eyjum. „Það er alveg magnað
hvað fólk virðist geta drukkið
mikið,“ segir Edda Sigrún
Svavarsdóttir í Vínbúðinni í
Vestmannaeyjum. „Það er troðið
hús hjá okkur og ég hef varla séð
annað eins.“ Edda segir það mis-
jafnt hvort þjóðhátíðargestir
komi með eigin veigar af megin-
landinu eða versli í Vestmanna-
eyjum. „Fólk sem kemur fyrir
föstudaginn kaupir oftar en ekki
vínið sitt hjá okkur, en þeir sem
koma eftir hádegi á föstudag
þurfa að bjarga sér sjálfir,“
bendir Edda á. Við höfum nefni-
lega þá reglu í hér í Eyjum að
loka vínbúðinni klukkan eitt
föstudaginn fyrir verslunar-
mannahelgi.“
bergsteinn@frettabladid.is
12 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Drykkjumet slegi› um helgina
Ljóst er að margir ætla að fá sér í staupinu um verslunarmannahelgina. Búist er við að landsmenn kaupi í vik-
unni um 700 þúsund lítra af áfengi fyrir hálfan milljarð króna sem er met. Akureyringar fjórfalda birgðirnar
fyrir helgina og vínbúðirnar á Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum taka líka mikið til sín.
HVAÐ DREKKUM VIÐ MIKIÐ?
Íslendingar sem mega samkvæmt lög-
um neyta áfengis, það er 20 ára og
eldri, eru tæplega 207 þúsund sam-
kvæmt vef Hagstofunnar. Miðað við
söluspá ÁTVR drekkur hver Íslendingur
yfir tvítugu að jafnaði um 3,4 lítra af
áfengi fyrir og um verslunarmanna-
helgina. Ef aðeins er litið til bjórsins,
sem telur um 90
prósent af áfeng-
isversluninni fyrir
helgina, má gera
ráð fyrir að allir
Íslendingar yfir tví-
tugu drekki um
þrjá lítra af bjór fyrir
og um helgina. Það sam-
svarar um níu bjórum í 350
millilítra umbúðum.
Mótmælendum við Kárahnjúka hefur
verið gert að yfirgefa tjaldbúðir sínar
við Kárahnjúka í kjölfar harðra átaka
við lögreglu, þar sem þrír Bretar voru
handteknir. Fulltrúi sýslumanns á Seyð-
isfirði segir mótmælendur hafa sýnt af
sér gróft ofbeldi, en mótmælendur
segja hins vegar að mótmælin hafi far-
ið friðsamlega fram þar til lögregla
mætti á staðinn.
„Mér finnst að það eigi að senda þetta
lið úr landi,“ segir Marteinn S. Björns-
son bifreiðarstjóri og á þar við erlenda
mótmælendur við Kárahnjúka. „Svo vill
til að Marteinn var staddur í sumarfríi
við Kárahnjúka í fyrradag og sá
verksummerki mótmælanna. „Það er
til skammar hvernig þetta fólk hagaði
sér. Ég kann engan veginn að meta
svona framkomu.“ Marteinn telur að
það verði að efla löggæslu við Kára-
hnjúka, að minnsta kosti um stundar-
sakir, til að stöðva mótmælendur sem
láti ófriðlega. „Það er ótækt að fólk sé
að sprauta málningu yfir eigur annarra
og valda skemmdum,“ segir Marteinn,
sem telur fólk gera málstað sínum lít-
inn greiða með svona framkomu.
MARTEINN S. BJÖRNSSON BIFREIÐ-
ARSTJÓRI.
fietta fólk er
til skammar
MÓTMÆLENDUR REKNIR FRÁ
KÁRAHNJÚKUM
SJÓNARHÓLL
Sólin skín á okkur hér á Norðurlandi
þar sem við göngum frá Sveinsstöð-
um í Húnavatnssýslu að Laugabakka.
Það hefur viðrað svo vel á okkur að
allt sem stendur út úr fötunum er
orðið nærri svart og ef við förum úr
þeim erum við köflóttir.
Við vorum boðnir í grillveislu á þriðju-
dagskvöld hjá Valgarði Hilmarssyni,
forseta bæjarstjórnar Blönduóss. Að
sjálfsögðu var boðið upp á lamb enda
er eins og Guðbrandur segir: „Lambið
best fyrir göngumenn“.
Það fjölgaði um heilan helling í aðdá-
endahópi Bjarka um daginn þegar við
gengum um Langadal en þá hlupu
með okkur kýr dágóðan spotta. Þær
voru einstaklega hrifnar af Bjarka en
líklega hefur nytin eitthvað dottið
niður við öll þessi hlaup.
Við höfum nú gengið um merkar
hrossaræktarsýslur og oft var Guð-
brandur að því kominn að beisla einn
klárinn og fara ríðandi það sem eftir
var leiðar. Hinir í hópnum voru þó
ekki eins spenntir fyrir þeirri hugmynd.
Guðbrandur hlakkar þó mjög til föstu-
dagsins. Þá á að taka daginn snemma
til að losna við umferðina, sem að
öllum líkindum verður svakaleg fyrir
helgina. Stefnan er að fara norður á
Strandir, um áttatíu kílómetra leið að
Broddanesi þar sem Guðbrandur er
fæddur og uppalinn, og háfa lunda.
Auðvitað ætlum við að gæða okkur á
veiðinni um kvöldið.
Kær kveðja frá sólbrúnum göngu-
hrólfum.
K‡rnar í Langadal hrifnar af Bjarka
HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI
nær og fjær
„Mér hefur veri›
stungi› í steininn af og
til og vi› vorum bönn-
u› á N‡ja Sjálandi um
tíma en fla› er allt í
gó›u núna.“
JIM ROSE SIRKUSSTJÓRI Í FRÉTTA-
BLAÐINU.
„Ég kasta›i einu sinni
John Travolta út flar
sem allt var fullt á hót-
elinu flegar hann kom
en ég myndi ekki gera
fla› í dag.“
STEINÞÓR JÓNSSON HÓTELSTJÓRI Í
KEFLAVÍK Í DV.
OR‹RÉTT„ “
LAGER ÁTVR Lagerstarfsmenn vinna myrkranna á milli til að sjá vínbúðum fyrir birgðum
svo landsmenn geti slökkt þorstann.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
HÖSKULDUR
JÓNSSON