Fréttablaðið - 28.07.2005, Síða 16
16 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Verðmerkingar á útsölum í Kringlunni
og Smáralind voru til fyrirmyndar í
flesta staði samkvæmt úttekt Frétta-
blaðsins sem gerð var fyrir helgina.
Samkeppnislög kveða á um að útsölu-
vörur megi aðeins auglýsa sé um raun-
verulega lækkun að ræða og þess
vegna skuli gæta þess að upprunalegt
verð vörunnar sé greinilega merkt.
Reyndist svo vera í meirihluta tilfella á
báðum stöðum og hverjum viðskipta-
vini því í flestum tilvikum ljóst hversu
mikil lækkun hverrar vöru var. Í
nokkrum tilfellum var vara merkt upp-
runalegu verði en auglýsingaspjöld
kynntu afslætti yfir línuna. Þannig voru
allar vörur hjá Boss í Kringlunni á 50
prósenta afslætti og auðvelt að draga
helming frá uppgefnu verði. Málið
vandaðist aðeins
þegar um minni eða
meiri afslætti var að
ræða. Hjá Ice in the
Bucket í Kringlunni
var 30 prósenta af-
sláttur af öllum vör-
um en þar sem hug-
arreikningur getur
reynst fólki miserfið-
ur verður að gefa
versluninni mínus
fyrir það.
Aðeins í einu tilviki í
Hagkaupum í Kringl-
unni reyndist útsölu-
verð ekki rétt við afgreiðslukassa.
Hefur verslunin tekið virðisaukaskatt af
útsöluvörum sínum en sú lækkun
hafði ekki skilað sér á kassa verslunar-
innar í Kringlunni á fimmtudaginn var.
-aöe
Ver›merkingar til fyrirmyndar
ÚTSÖLUR Í KRINGLUNNI OG SMÁRALIND:
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
hagur heimilanna
Toyota 2834
Hyundai 873
Volkswagen 859
Ford 768
Honda 746
Skoda 624
Subaru 491
Suzuki 479
Nissan 481
Mitsubishi 417
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
MEST SELDU BÍLARNIR 2005*
*1. jan – 22. júl 2005
Ganga um
stífpússaðir
eins og á betri
veitingahúsum
í New York
Alfreð með
einkaþjóna í
Orkuveitunni
Margir reiða sig orðið á ferðatryggingar þær er kortafyrirtækin bjóða sé ferðalag
greitt að öllu eða hluta til með kortum. Með tilvísun í hryðjuverkaárásirnar í
London og ógnina um fleiri slíkar víða um heim næstu árin er vert að hafa í
huga að tryggingar kortafyrirtækjanna, Visa og Mastercard, taka ekki til alls þess
tjóns sem ferðalangar geta orðið fyrir.
Líkamstjón: Korthafar eru ferðaslysatryggðir vegna líkamstjóns af völdum hryðju-
verka nema um sé að ræða hryðjuverk þar sem við sögu koma kjarnavopn,
efnavopn eða líffræðileg vopn. Af því leiðir að korthafi sem varð fyrir líkamlegu
tjóni í árásunum í London, Madrid eða New York á rétt á bótum vegna sjúkra-
kostnaðar og líkamstjóns.
Breytt ferðatilhögun: Neyðist korthafi til að breyta ferðatilhögun sinni vegna
hryðjuverka eða ógnarinnar um slík grimmdarverk fæst slíkt ekki bætt gegnum
tryggingar korthafa. Gildir það sama hvort sem hætt er við ferð eða henni flýtt
eða seinkað.
Tafir: Allar tafir á ferðum falla ekki undir bótasvið ferðatrygginga kortafyrirtækj-
anna og því fást engar bætur fyrir verði röskun á ferð viðskiptavina. Gildir þá einu
hvort um er að ræða flugsamgöngur, almenningssamgöngur eða aðrar leiðir.
Tryggingar
í skugga hryðjuverka
STAÐREYNDIR UM SÓLSKIN:
GOTT:
- UV-geislar sólarinnar er meginuppspretta D-vítamíns fyrir mannfólkið. D-vítamín er nauðsynlegt beinum, vöðvum og ónæmiskerfinu.
- D-vítamín er einnig talið hafa hamlandi áhrif á krabbameinsvaldandi æxli.
- Sólskin hefur áhrif á starfsemi heilans. Hann framleiðir þá svokölluð tryptómín, sem bæta skap okkar.
VONT:
- Leiðandi orsakavaldur húðkrabbameins.
- Fimm sinnum líklegra en ekki að verða fyrir starblindu í augum.
- Sólbruni getur breytt dreifingu og eðli hvítra blóðkorna í líkama okkar og skemmt erfðafræðaefni hvers og eins.
Ekki allt gott undir sólinni
»
NEYTENDUR Sumarið er víst tíminn
en stutt er það og því ekki óeðli-
legt að Íslendingar eyði upp til
hópa eins miklum tíma utan dyra
og hægt er þegar veður leyfir. Sé
íslenska sumarið manni ekki að
skapi er lítið mál að bregða sér
bæjarleið til útlanda og liggja
utanveltu á hvítum sandi í viku
eða tvær. Koma til baka með sól-
brún og sælleg og mögulega með
auknar líkur á húðkrabbameini.
Rannsóknir hafa sýnt að sól-
bruni snemma á lífsleiðinni, sér-
staklega hjá börnum, getur þýtt
að viðkomandi er í mun meiri
hættu síðar á lífsleiðinni að fá
húðkrabbamein. Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin hefur staðfest
þetta enda talið sannað að UV-
geislar sólarinnar hafi áhrif á
ónæmiskerfi líkamans og geri
okkur viðkvæmari gagnvart
sortuæxlum og húðkrabbameini.
Íslendingar eru engir eftirbát-
ar nágrannaþjóðanna. Alls staðar
hefur tíðni húðkrabbameina
margfaldast og hér á Íslandi
greinast árlega vel yfir hundrað
einstaklingar með húðkrabba-
mein af einhverju tagi. Fyrir
fjörutíu árum síðan greindust
tuttugu manns árlega en vitan-
lega er eftirlit og almenn vit-
neskja um hætturnar meiri nú en
þá.
Vegna þess að sólskaði kemur
ekki fram fyrr en löngu síðar er
mikilvægt að fylgjast með öllum
breytingum á líkamanum og fara
strax til læknis verði vart grun-
samlegra bletta sem ekki voru
þar áður sem hafa stækkað eða
breytt um lit.
Forvarnir eru þó allra bestar.
Nota skal drjúgt af sólarvörn,
hvort sem legið er á ströndum á
Spáni eða Ströndum fyrir vestan.
Nota skal háa vörn fyrstu vikuna
erlendis og minnka vörnina eftir
það. Læknar segja þjóðráð að
dvelja í skugganum þegar sól er
hvað hæst á lofti um hádegisbil
og mælast til að fólk sé klætt í bol
með hatt og sólgleraugu. Gæta
skal þess vandlega að brenna ekki
og fylgjast sérstaklega með börn-
um. albert@frettabladid.is
Íslendingar eru engir eftirbátar nágrannafljó›anna flegar kemur a› almennri
sóld‡rkun. fieir eru heldur engir eftirbátar flegar kemur a› sívaxandi fjölda
einstaklinga sem greinast me› hú›krabbamein af einhverju tagi.
AÐGÁT SKAL HÖFÐ Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir sólbruna en færðar hafa verið
sönnur á að slíkur bruni getur komið fram síðar á lífsleiðinni sem húðkrabbamein.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
Bílaöryggisprófanir EuroNCAP:
Fáir me› toppeinkunn
NEYTENDUR Á þeim átta árum sem
liðin eru síðan öryggisprófunarsam-
tökin EuroNCAP hófu prófanir sín-
ar á bifreiðum hafa aðeins 26 teg-
undir fengið fimm stjörnu einkunn
þegar kemur að öryggi fullorðinna.
Einkunnir eru gefnar fyrir
öryggi gagnvart fullorðnum, fyrir
börn í bílnum og gagnvart gangandi
vegfarendum. Hér er þó aðeins litið
á tölurnar gagnvart fullorðnum en
samtökin gefa hæst fimm stjörnur
fyrir öryggi en miðað er við árekst-
ur tveggja bíla á 64 kílómetra hraða
en rannsóknir hafa sýnt að það er sá
hraði sem algengastur er þegar slys
og umferðaróhöpp eiga sér stað í
þéttbýli.
Eins og sést á töflunni standa
franskir bílar sig með ágætum
þegar að prófinu kemur. Renault,
Citroën og Peugeot eiga öll fleiri en
eina tegund bíla á listanum meðan
Audi og Ford eiga aðeins einn.
Þó ber að hafa í huga að
EuroNCAP hafa ekki framkvæmt
prófanir á öllum tegundum og út-
skýrir það að hluta fjarveru banda-
rískra og japanskra bíla á listanum.
Prófin sjálf eru þó að hluta til þróuð
í Bandaríkjunum og notast við svip-
aða staðla.
Fimm stjörnur þýða að viðkom-
andi bíll veitir bílstjóra og farþeg-
um meiri vörn við árekstur en aðrir
sem minni einkunn hljóta. -aöe
Opel Zafira 2005
Opel Astra 2004
Renault Scenic 2003
Renault Laguna 2003
Renault Mégane 2003
Renault Clio 2005
VW Touran 2003
VW Touareg 2004
VW Golf 2005
Peugeot 807 2003
Peugeot 407 2004
Peugeot 1007 2005
BMW X5 2003
BMW 3-series 2005
BMW 1-series 2004
Volvo XC90 2003
Volvo S40 2004
Audi A6 2004
Lexus GS300 2005
Saab 9-5 2003
Saab 9-3 2003
Citroën C5 2004
Citroën C4 2004
Mercedes C-class 2001
Mercedes A-class 2005
Toyota Avensis 2003
Ford Focus 2004
* með tilliti til öryggis fullorðinna
Fimm stjörnu bílar
M
YN
D
/G
ET
TY