Fréttablaðið - 28.07.2005, Side 18

Fréttablaðið - 28.07.2005, Side 18
Það er engin tilviljun, að vestur- evrópskir einkabankar hafa und- angengin ár eignazt talsverðan og sums staðar ráðandi hlut í viðskiptabönkum í Mið- og Aust- ur-Evrópu. Bankarekstur komm- únista í austanverðri Evrópu átti lítið skylt við bankastarfsemi í frjálsum markaðsbúskaparlönd- um. Bankastjórarnir voru hand- bendi valdastéttarinnar. Ákvarð- anir um lánveitingar og vexti voru í höndum manna, sem báru enga virðingu fyrir verðmætum umfram eigin völd. Bankarnir voru valdatæki óhæfrar stjórn- málastéttar, sem notaði lánveit- ingarvaldið til að hlaða undir eigin hagsmuni og kæfa önd- verða krafta. Af þessu leiddi mikla sóun og spillingu, þar eð sparifé almennings rataði ekki í hendur þeirra fyrirtækja, sem hefðu kunnað bezt með féð að fara. Slík fyrirtæki voru að vísu fá, þar eð nær allur atvinnu- rekstur var með líku lagi reistur á grautfúnum stjórnmálafor- sendum. Sparifjáreigendur áttu ekki í önnur hús að venda. Ekk- ert hagkerfi fær til lengdar staðizt svo óhagfellt fyrirkomu- lag atvinnulífs og bankamála, enda varð raunin sú, að hagkerfi kommúnistalandanna hrundu til grunna undan eigin þunga af þessum ástæðum og ýmsum öðrum. Þegar uppi var staðið, stóð ekki steinn yfir steini þarna austur frá. Þegar múrarnir hrundu fyrir austan, var engri nothæfri þekk- ingu á hagkvæmum og heil- brigðum bankarekstri til að dreifa þar um slóðir. Ríkis- stjórnum umbótamanna í þessum löndum reið því mjög á því að flýta einkavæðingu við- skiptabankanna og laða erlenda sérþekkingu að innlendri banka- starfsemi. Um það leyti sem einkavæðing viðskiptabankanna hófst hér heima laust fyrir alda- mótin, var frívæðingu efnahags- lífsins að mestu lokið í flestum kommúnistalandanna og þá um leið einkavæðingu bankanna þar. Drátturinn hér heima stafaði einkum af ófýsi margra stjórnmálamanna til að sleppa hendinni af efnahagslífinu og bönkunum, því að fyrirtækin og bankarnir voru mikilvæg valda- tæki hér líkt og þar. Hjálpfúsir sérfræðingar lögðu hönd á plóg: mér er minnisstætt sérfræðiálit tveggja háskólakennara, sem sáu ýmis tormerki á einkavæð- ingu viðskiptabankanna og hvöttu stjórnvöld til að halda að sér höndum (annar þeirra tók nokkru síðar sæti í bankaráði Landsbankans). Hér heima var hlustað á slíkar úrtölur, en ekki fyrir austan. Þar var sú leið farin víðast hvar að bjóða erlendum bönkum inn- lenda banka til kaups eða inn- lendum mönnum með erlendri þátttöku. Og þetta var leiðin, sem ríkisstjórnin hér heima markaði í byrjun, þegar einka- væðing bankanna komst loksins á dagskrá. Þetta var skynsamleg stefna, enda bar ástand banka- málanna hér ýmis merki austur- evrópskrar óhagkvæmni og hafði gert það frá fyrstu tíð. Í samræmi við þennan ásetning sendi ríkisstjórnin frá sér ásamt kaupendum fréttatilkynningu 16. janúar 2003 undir svohljóðandi fyrirsögn: ,,Þýskur banki í hópi nýrra eigenda Búnaðarbanka Ís- lands hf.” Aðild þýzka bankans var sem sagt aðalatriði málsins. Síðan hefur komið á daginn, að þýzki bankinn er smábanki, miklu minni en gamli Búnaðar- bankinn, og fékk meira að segja lán í Landsbankanum til að fjár- magna kaupin og seldi hlut sinn í Búnaðarbankanum skömmu síð- ar og hvarf af vettvangi. Eftir sitja nokkrir framsóknarmenn með fullar hendur fjár – marga milljarða. Og eftir stendur spurningin um það, hvaða lög- vörnum eigandi gamla Búnaðar- bankans, fólkið í landinu, getur við komið við þessar aðstæður. Lögfræðingar virðast undarlega áhugalausir um málið. Valdsmenn hafa gegnum tíð- ina farið frjálslega með ýmsar eigur almennings. Þeir hafa skenkt vinum sínum ríkisjarðir rétt fyrir kosningar, gefið lista- verk úr opinberum söfnum og svo framvegis, en það eru smá- munir hjá því, sem nú tíðkast. Umfang upptökunnar hefur margfaldazt: tíðarandinn leyfir engin vettlingatök. Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur álitlegum hópi manna að því er virðist tekizt að auðgast umtalsvert á stjórnmálaafskiptum og stjórn- málatengslum. Stjórnmálaflokk- arnir hafa með hiki dregið sig út úr bankarekstri, rétt er það, og þó ekki, þar eð trúnaðarmenn ríkisstjórnarflokkanna eiga enn hvor sinn fulltrúann í banka- ráðum tveggja stærstu bank- anna. Skaðabæturnar fyrir valda- missinn skömmtuðu menn sér sjálfir í Búnaðarbankanum. Enn er minna vitað um ýmsa þætti einkavæðingar Landsbankans. ■ E inkavæðingarnefnd opnar tilboð í Símann í viðurvist fjöl-miðlafólks og bjóðenda í dag. Í kjölfarið verður gengið tilviðræðna við hæstbjóðendur. Þær viðræður eiga að ganga fljótt fyrir sig þar sem drög að kaupsamningi liggja þegar fyrir. Eru því allar líkur á því að Landssími Íslands verði kominn úr höndum ríkisins í lok ágúst. Sala Símans er stærsta einstaka einkavæðingin í sögu íslensku þjóðarinnar. Aldrei hefur verðmætara opinbert fyrirtæki verið selt í einu lagi. Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn settist í ríkisstjórn, undir forsæti Davíðs Oddssonar árið 1991, hefur markvisst verið unnið að því að minnka umsvif ríkisins og koma opinberum fyrir- tækjum í hendur einkaaðila. Frá árinu 1999 hefur söluvirði seldra hlutabréfa í eigu ríkisins numið 55 milljörðum króna. Umfangs- mesta einkavæðingin á þessum tíma hefur verið sala Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins, Búnaðarbankans og Landsbankans. Í dag mun liggja fyrir hve verðmætur Síminn er í augum fjár- festa, sem hafa undanfarnar vikur yfirfarið ítarleg gögn um rekstur fyrirtækisins. Árið 2001 var verðmæti Símans metið á 45 milljarða króna. Sérfræðingar telja hann meira virði í dag í ljósi þess að hægt sé að hagræða í rekstrinum. Til samanburðar var tæpur helmingshlutur í hvorum ríkisbankanum, Búnaðarbank- anum og Landsbankanum, seldur á rúmlega tólf milljarða á árun- um 2002 og 2003. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveins- son, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einka- væðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er póli- tísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Eftir að greitt verður fyrir hlut ríkisins í Símanum er mikilvægt að stjórnmálamenn ráðstafi andvirðinu þannig að það nýtist öllum landsmönnum og komandi kynslóðum. Ein leið til þess er að lækka skuldir ríkissjóðs og greiða niður lífeyrisskuldbindingar. Vilji rík- isstjórnin eyða peningunum í einhver gæluverkefni, eins og jarð- göng milli fámennra byggðarlaga, ætti hún að hafa dug í sér til að skera niður vaxandi ríkisútgjöld til að mæta þeim kostnaði. 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Tilboð í Símann verða opnuð í dag. Stærsta einkavæ›ing Íslandssögunnar FRÁ DEGI TIL DAGS Eins og Jón Sveinsson, forma›ur einkavæ›ingarnefndar, greindi frá í Marka›num í maí hefur mikil áhersla veri› lög› á a› ferli› sé faglegt, gagnsætt og trúver›ugt. fia› hefur gengi› eftir og ræ›ur í flví samhengi miklu a› hæstbjó›andi kaupir Símann. Í DAG BANKAMÁL HÉR OG ÞAR ÞORVALDUR GYLFASON fiegar múrarnir hrundu fyrir austan, var engri nothæfri flekkingu á hagkvæmum og heilbrig›um bankarekstri til a› dreifa flar um sló›ir. Bankar og völd Hæstu greiðendur Ekki eru allir sammála þeirri skoðun að sjálfsagt sé að halda í þá hefð að birta opinberlega lista með nöfnum hæstu skattgreiðenda í hverju umdæmi og upp- hæð þeirra gjalda sem þeim er ætlað að greiða. Í Vefþjóðviljanum í gær er sagt að með öllu sé óljóst hvaða heimild starfs- menn skattstjóra hafi til að gera þetta. „Aðspurðir viðurkenna einhverjir þeirra að fyrir þessari atlögu þeirra að einkalífi ákveðinna manna hafi þeir enga sérstaka heimild en ekkert banni þeim þetta heldur“. Brot í starfi? Vefþjóðviljinn bendir í þessu sambandi á 117. grein skattalaganna þar sem segir „Skattstjórum, umboðsmönnum skattstjóra, ríkisskatt- stjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegn- ingarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila.“ Einkennilegt Í Vefþjóðviljanum segir enn fremur: „Í síðustu viku sendu sýslumenn og toll- stjórinn í Reykjavík vinnuveitendum upp- lýsingar um hvað launþegar þeirra skulda skattinum vegna ársins 2004 eða það sem kallað er „krafa vegna op- inberra gjalda“. Launþegarnir sjálfir fá þessar upplýsingar ekki fyrr en á morgun. Samkvæmt lögum skal launa- greiðandi innheimta þessa kröfu um opinber gjöld. Vanræki hann það ber hann sjálfskuldarábyrgð á greiðslu þess- ara gjalda, sem eru honum algerlega óviðkomandi. Það er einkennilegt að blanda launagreiðendum með þessum hætti í fortíðarvanda launþega sinna.“ Ekki ósk vinnuveitenda Vefþjóðviljinn lýkur umfjöllun sinni með því að segja að skuldir einstaklings við hið opinbera, sem geti verið bæði tekju- skattur, meðlag og fleira, komi vinnuveit- anda hans ekki við „frekar en ógreiddar afborganir af bílaláni eða önnur fjármál launþegans“. Vinnuveitendur kæri sig sjálfsagt heldur ekki um að vera settir með þessum hætti inni í fjármál laun- þega, auk þess sem þessari kröfu hins opinbera fylgi nokkuð umstang og þar með kostnaður. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.