Fréttablaðið - 28.07.2005, Side 32

Fréttablaðið - 28.07.2005, Side 32
5FIMMTUDAGUR 28. júlí 2005 Falleg sængurföt í miklu úrvali. Lokað á laugardag Tivoli - PAL ferðaútvarp Tilvalið í ferðalagið Bleik vesti og skræpótt veggfóður Líf og störf kvennaskólapía á Blönduósi í hundrað ár. Aðalbjörg Ingvarsdóttir, fyrrverandi skóla- stjóri Kvennaskólans, hefur umsjón með sýningunni. Úr baðstofunni í Kvennaskólanum á Blönduósi. Bleikt vestið ber greinileg merki litskrúð- ugs sjöunda áratugarins og kvenna- skólapíurnar hafa eflaust haft eitthvað um valið á veggfóðrinu að segja. Í Kvennaskólanum á Blönduósi stendur nú yfir sýning með mun- um úr sögu skólans. Aðalbjörg Ingvarsdóttir hefur umsjón með sýningunni en hún var síðasti skólastjóri skólans, sem var lagð- ur niður árið 1978. Á sýningunni er að finna muni frá öllum ára- tugum í sögu skólans, allt frá stofnun hans árið 1879. Verkin endurspegla tíðarandann hverju sinni og meðal annars voru útbú- in tvö nemendaherbergi í anda þriðja og sjöunda áratugarins þar sem má sjá hvernig líf stúlknanna hefur verið á þeim tíma. Þar sem sjöundi áratugur- inn er alltaf í tísku er tilvalið fyrir fólk að kíkja á sýninguna og fá skemmtilegar hugmyndir. Sýningin er opin til 7. ágúst, en vert að benda á að við hliðina á Kvennaskólanum er Heimilisiðn- aðarsafnið og ástæða til að staldra við úti við ósa Blöndu og líta þær merku sýningar sem þar standa yfir. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Orkídean hennar Steinunnar er þriggja ára og þetta er annað árið sem hún blómstrar svona vel. Í fyrra var hún með tuttugu og sjö blóm þegar mest lét. Steinunn segir að það sé ekki algengt að þær nái svo mörgum blómum en hún á nokkrar í viðbót sem ekki blómstra jafn mikið og þessi. Aðspurð um hvernig fólk eigi að bera sig að til að fá orkídeur til að blómstra svona vel segist Steinunn ekki hafa nein sérstök ráð. „Þær hafa verið á mjög björt- um stað, ekki alveg í sólinni en mjög nálægt glugganum. Ég hef bara vökvað þær eftir hentisemi en aldrei verið að dýfa þeim eitt- hvað ofan í vatn eða vesenast með þær. Ef loftræturnar eru grænar og sprækar líður þeim vel en ef þær fara að skorpna líður þeim illa.“ Hún segir að mörgum hafi reynst vel að vera með orkídeur í gegnsæum pottum svo loftræt- urnar geti fengið ljós. Hún hafi þó ekki gert það sjálf en geymir sína orkídeu í mósaíkpotti sem er eftir hana sjálfa. Orkídea heitir öðru nafni brönugras og er algengt potta- blóm hér á landi. Orkídean er með tuttugu blómstrandi og yfir fjörutíu knúppum. Blómstrandi brönugras Myndlistarkonan Steinunn Bergsteinsdóttir á orkídeu eða brönugras með yfir tuttugu blómum. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.