Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 42
25FIMMTUDAGUR 28. júlí 2005
KB banka upp-
gjör í dag
KB banki birtir uppgjör sitt fyrir
annan ársfjórðung í dag en bank-
anum er spáð rúmlega 11 millj-
arða króna
hagnaði. Á
sama tíma í
fyrra hagnaðist
bankinn um 3,5
milljarða og
mun því vera
mikil hagnaðar-
aukning milli
ára. Gaman
verður að sjá
hvort KB banki
slær út hagnað-
armet Burðaráss en félagið hagn-
aðist um 24,5 milljarða króna á
fyrstu sex mánuðum ársins.
Hagnaður KB banka var tæpir
11,5 milljarða á fyrsta ársfjórð-
ungi og ef spár ganga eftir verður
hagnaður bankans á fyrstu sex
mánuðum ársins 23 milljarðar
króna. -dh
Spá› rúmum
3,5 milljör›um
í hagna›
Landsbankanum er spáð rúmlega
3,5 milljarða króna hagnaði á
öðrum ársfjórðungi. Er það
nokkur aukning frá sama tímabili
árið 2004 en þá var hagnaður
bankans tæpir 1,8 milljarðar.
Hagnaður bankans var rúmir
sex milljarðar á fyrsta ársfjórð-
ungi sem var umfram væntingar
greiningardeilda bankanna.
Breska verðbréfafyrirtækið
Teather & Greenwood kemur inn í
afkomu Landsbankans frá og með
öðrum ársfjórðungi. -dh
Össur birtir
í dag
Össur birtir afkomutölur fyrir
annan ársfjórðung í dag. Búist er
við tæpum 300 milljóna króna
hagnaði á tímabilinu en á sama
tíma í fyrra var hagnaður fé-
lagsins 284 milljónir króna. Þá
hafði hagnaðurinn tvöfaldast milli
ára og var yfir væntingum.
Spennandi verður að sjá niður-
stöður annars ársfjórðungs vegna
þess að afkoman á fyrsta ársfjórð-
ungi var undir spám greiningar-
deilda bankanna. Þá hafði salan
aukist óverulega milli ársfjórð-
unga og dróst salan á Evrópu-
markaði saman. -dh
365 ljósvakamiðlar eiga von á
136,1 milljóna króna endur-
greiðslu úr ríkissjóði vegna
endurálagningar ríkisskattstjóra
á félagið á árunum 1997 og 1998,
kemur fram í tilkynningu á vef
Kauphallarinnar.
Segir í tilkynningunni að yfir-
skattanefnd hafi fallist á kröfu
365 ljósvakamiðla, sem áður hét
Íslenska útvarpsfélagið, um að fé-
laginu hafi verið heimilt að nýta
sér yfirfæranlegt tap vegna
rekstrar Íslenskrar margmiðl-
unnar að fullu og tap Sjónvarps-
markaðarins að hluta. -jsk
Félagið á orðið í tíu
sænskum félögum.
Burðarás hefur aukið fjárfestingar
sínar enn frekar í Svíþjóð með kaup-
um á bréfum í fimm félögum. Fé-
lögin sem um ræðir eru Broström,
Observer, Pricer, SCA og Tele 2.
Andvirði kaupanna er um tveir millj-
arðar króna. Eftir kaupin er Burða-
rás fjórði stærsti hluthafinn í
Broström og Observer.
Burðarás hefur fjárfest grimmt í
Svíþjóð á undanförnum misserum.
Stærstu fjárfestingarnar eru í
Carnegie og Skandia en þar að auki
á fyrirtækið bréf í Cherryföre-
tagen, Intrum Jusitia og Scribona.
Friðrik Jóhannsson, forstjóri
Burðaráss, segir að félagið leiti að
fjárfestingartækifærum í góðum
félögum sem eru vanmetin. Geta
Burðaráss til frekari fjárfestinga sé
um 130 milljarðar króna.
Dagens Industri segir frá því að
einn helsti ráðgjafi Burðaráss sé
Fredrik Danielsson, sonur Eriks
Danielsson - stofnanda Pricer og
næststærsta hluthafans. - eþa
365 fá 136 milljóna
endurgrei›slu
365 LJÓSVAKAMIÐLAR 365 hefur nú
fengið 136,1 milljón króna endurgreiðslu
úr ríkissjóði vegna endurálagningar ríkis-
skattstjóra á félagið á árunum 1997 til
1998.
Bur›arás eykur fjárfestingar
FRIÐRIK JÓHANNSSON HJÁ BURÐAR-
ÁSI Félagið eykur fjárfestingar sínar í Sví-
þjóð með kaupum í fimm félögum. Það
hefur burði til fjárfestinga fyrir 130 millj-
arða króna.NÝIR EIGNARHLUTIR BURÐARÁSS Í SVÍÞJÓÐ
Fyrirtæki Starfssvið Verðmæti hlutar*
Bromström Flutningastarfsemi 812
Observer Markaðsrannsóknir 509
Pricer Hugbúnaðarlausnir 49
SCA Pappírsframleiðsla 418
Tele 2 Símafélag 287
* Í milljónum króna
AFKOMA ÖSSURAR Á ÖÐRUM ÁRS-
FJÓRÐUNGI – Í MILLJÓNUM KRÓNA
Spá Íslandsbanka 286
Spá KB banka 295
Spá Landsbankans 241
Meðaltal: 274
AFKOMA KB BANKA Á ÖÐRUM ÁRS-
FJÓRÐUNGI - Í MILLJÓNUM KRÓNA
Spá Íslandsbanka 11.495
Spá Landsbankans 11.265
Meðaltal: 11.380
AFKOMA LANDSBANKANS Á ÖÐRUM
ÁRSFJÓRÐUNGI – Í MILLJÓNUM
KRÓNA
Spá Íslandsbanka 3.567
Spá KB banka 3.700
Meðaltal: 3.634
SIGURÐUR
EINARSSON