Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 60
Nýjasta æðið! Engin trygging nauðsynleg – flokkast sem reiðhjól. Notist á gangstéttum. Engin aldurstakmörk Munið eftir hjálmunum! Salan er hafin! Sími: 869 0898 Scooterhjól með mótor í fyrsta sinn á Íslandi! DEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK •JEPPADEKK • FÓLKS LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! ...einfaldlega betri! Stórsveit Nix Noltes heldur út- gáfutónleika á Hótel Borg í kvöld í tilefni af plötu sinni, Orkídeur Havaí, sem kemur út á vegum 12 tóna á næstunni. Sveitin leikur þjóðlagatónlist frá Balkanskaga og Búlgaríu í eigin útsetningum og á tónleikun- um verður hún skipuð tólf manns. Að sögn Óla Björns út Stórsveit- inni verða spiluð ný lög á tónleik- unum í bland við þau sem eru á plötunni. Tónleikarnir standa yfir í um það bil tvo tíma þar sem Böðvar Brútal stígur meðal ann- ars á stokk og syngur á jiddísku. „Þessi útgáfa af hljómsveitinni byrjaði að spila saman síðasta haust. Við ákváðum strax í nóv- ember að taka upp. Við fórum út í gamalt fjárhús í Borgarfirði með upptökugræjurnar og vorum þar í viku. Það hefði aldrei virkað að fara í stúdíó með þessa hljómsveit því það skiptir máli að hafa réttu stemninguna,“ segir Óli Björn. Nafn plötunnar, Orkídeur Havaí, er tekið af skyrtu leikar- ans Nick Nolte þegar hann var handtekinn og ljósmyndaður fyrir nokkrum árum. Bófamyndin af honum lak á netið og urðu margir undrandi á slæmu ásigkomu lagi hans. „Fyrstu plakötin okkar voru með myndinni af honum og nafnið er svolítið sótt í þá mynd. Hann var eiginlega andlit sveitarinnar í byrjun,“ segir Óli sem vill þó ekki meina að Nolte sjálfur sé í sér- stöku uppáhaldi hjá hljómsveitar- meðlimum. Ljósmyndin sé það miklu frekar. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.00 og hitar hljómsveit- in Hudson Wayne upp. Miðaverð er 500 krónur. freyr@frettabladid.is Nix Noltes kynna Havaíorkídeur NIX NOLTES Stórsveit Nix Noltes heldur útgáfutónleika á Hótel Borg í kvöld. Söngdrottningin Emilíana Torrini var á kyrrlátum nótum á aukatón- leikum í Fríkirkjunni á fimmtu- dagskvöldið. Aðdáendur stapp- fylltu kirkjuna og setið var þétt á kirkjubekkjum og á gólfinu um- hverfis sviðið. Fyrir tónleikana hafði hljóm- sveit Emilíönu kveikt á kertum og dundað sér við að hengja álpappír fyrir gluggana í kirkjunni til að skapa réttu stemninguna. Emilí- ana sló á létta strengi á milli söng- númera og sagðist meðal annars hafa gert þau mistök að líma ál- pappír fyrir opnanlegu gluggana. Ansi heitt var því á tónleikunum en aðallega hlýjaði Emiliíana áhorfendum um hjartaræturnar með einlægum flutningi á við- kvæmnislegum lögum. Hún sagðist sjálf svitna eins og svín og bauð tónleikagestum pappír til að þurrka á sér andlitið. Álpappírs- uppátækið kom þó ekki í veg fyrir að sólin léti sjá sig, geislarnir gægðust í gegnum litla rifu og appelsínugulur kvöldroði lýsti upp andlit Emilíönu einmitt þegar hún flutti lagið Sunny Road. ■ Kyrrlát og geislandi EMILÍANA TORRINI Sló á létta strengi og sagðist svitna eins og svín á aukatónleikum í Fríkirkjunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.