Fréttablaðið - 16.08.2005, Page 31

Fréttablaðið - 16.08.2005, Page 31
ÞRIÐJUDAGUR 16. ágúst 2005 REYKUR STÍGUR TIL HIMNA Skógareld- ar hafa brotist út í Portúgal, viku eftir að menn töldu sig hafa ráðið niðurlögum þeirra. M YN D /A P MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR Formað- ur Félags eldri borgara segir að breyta þurfi lögum þannig að atvinnutekjur skerði ekki lífeyrinn svo mjög sem raun ber vitni. Formaður Félags eldri borgara: Margir myndu vilja vinna ATVINNUMÁL „Þetta er mjög gott mál og það eru sjálfsagt margir sem myndu gjarnan vilja vinna eitthvað,“ segir Margrét Mar- geirsdóttir formaður Félags eldri borgara. Hún segir vandann hins vegar vera þann, að um leið og lífeyris- þegar fari að afla aukatekna, þótt í litlum mæli sé, þá skerðist greiðslurnar frá Tryggingastofn- un og lífeyrissjóðum. „Ég veit um fólk sem hefur ætlað að vinna eftir að það var komið á lífeyri, en sér ekki fjár- hagslegan hag í því vegna þess að skerðingarnar koma svo fljótt inn,“ segir Margrét. „Þetta finnst mér vera vond pólitík, að leyfa ekki eldra fólki að vera til gagns, hafa hlutverk, og lifa jafnframt við heldur betri efni. Ekki veitir nú af.“ Margrét segir að stjórnvöldum hafi margsinnis verið bent á þetta af samtökum eldri borgara en það hafi engan árangur borið. Laga- breyting þurfi að koma til. Það felist forvarnarstarf í að því að eldra fólk fari út á vinnumarkað- inn, þannig að nauðsynlegt sé að breyta tekjumarkinu. -jss

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.