Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 6. ágúst 1975 Fannst drukkn- aður í sundlaug Gsal—Reykjavik — Á laugar- dagsmorgun er starfsmenn sund- laugarinnar i Kópavogi komu til vinnu sinnar; fundu þeir lik á botni laugarinnar. Talsverðum erfiðleikum var bundið að sjá, af hverjum likið var, þar eð engin persónuleg skilriki fundust á lik- inu. Um siðir kom i ljós að það var lik Halldórs Einarssonar, tæplega sautján ára pilts úr Kópavogi. Að sögn lögreglunnar kom ekk- ert fram við rannsókn málsins sem benti til annars en að Halldór heitinn hafi verið einn á ferð, og að dauða hans hafi ekki borið að með óeðlilegum hætti. Krufning á eftir að fara fram. LÍTILL AHUGI A LOÐNU- VEIÐUM FYRIR NORÐAN íslenzk skip með Nord- global í loðnu í Barentshafi 3H-Reykjavik. — Nordglobal, loðnubræðsluskipið, sem svo mjög kom við sögu á siðustu loðnuvertið fyrir austan og sunn- an land, mun næstu daga halda til Barentshafs og er talið, að þrjú islen/k veiðiskip muni fylgja Nordglobal eftir og landa i skipið afla sinum, auk norskra báta, sem þar eru að veiðum. Brotið þeyttist 50 metra - inn um glugga og í brjóst mannsins K.Sn.-Flateyri — í siðustu viku gerðist á Núpi i Dýrafirði atvik, sem hefði getað valdið aivariegu slysi. Trésmiður, sem unnið hefur að byggingu nýs barnaskóla á staðnum, sat við borð innan við glugga á annarri hæð. Er hann stendur upp þeytast yfir hann glerbrot, og um leið fær hann þungt högg i brjóstið og fellur við. Við athugun kom i ljós, að dráttarvél var að slá með sláttu- þyrlu u.þ.b. 50 metra frá húsinu. Hafði einn hnifurinn (að likindum rekizt i stein) brotnað, og brotið þeytzt þessa leið inn um gluggann á annarri hæð og i brjóst manns- ins. Hlaut maðurinn mikið högg á brjóstið, marðist illa og fleiðrað- ist. Ennfremur fékk hann gler- brot i auga. Honum til hlifðar var það, að hann var vel klæddur, i skyrtu, peysu og úlpu og eru likur á, að það hafi bjargað honum frá svöðusári. Sem dæmi um það, hve mikil ferð var á brotinu, má nefna, að rúðan sem var tvöföld — sprakk ekki, heldur var einungis á rúð- unni gat eftir hnifsbrotið. Jónas Haraldsson hjá Lands- jambandi islenzkra útvegsmanna veitti Timanum þessar upplýs- ingar i gær. Veiðiskipin, sem hér sr um að ræða, eru Sigurður og Börkur NK. Einnig kvað Jónas liklegt, að Guðmundur RE yrði I flota þessum, svo og Eldborg GK, en Jónas kvað ekki miklar likur til þess, að Eldborgin héldi áfram loðnuveiðunum út af Reykjafjarðarál. Það væri ekki það glæsilegt á þeim veiðum, og naumast yrði loðnuverðið það hátt, að þetta borgaði sig. Kvað Jónas heldur litlar likur á að loðnuveiðarnar fyrir norðan yrðu stundaðar af fleiri bátum, enda þótt takmörkunum á þeim hefði verið aflétt 1. ágúst. Myndu menn frekar biða væntanlegra sildveiða á hausti komanda. Þórður Asgeirsson i sjávarút- vegsráðuúeytinu veitti Timanúm þær upplýsingar, að ekki væri enn búið að ákveða, hvaða skilyrði yrðu sett fyrir sildveiðum við Hrollaugseyjar i haust, og þvi væri ekki séð, hversu margir bát- ar fengju veiðileyfi, en eins og þegar hefur verið sagt frá i Tim- anum, barust um 80 umsóknir um slik veiðileyfi. Jónas Björnsson, vigtarmaður á Siglufirði, skýrði Timanum svo frá i gær, að bæði Eldborgin og Árni Sigurður hefðu komið með loðnu til Siglufjarðar i gær. Eld- borgin var með 40 lestir og Arni Sigurður með 144 lestir. Alls hefðu þá borizt til Siglufjarðar 2600 lestir af loðnu, en hefði vist unnizt hálfilla. Jónas kvað veiðiskipin tvö liggja inni á Siglufirði eftir að löndun væri lokið, og hefði frétzt, að skipstjórarnir biðu átekta, hvort sem um reglugerð eða loðnuverð væri að ræða. En það væri ljóst, að áhugi væri ekki mikill á þessum veiðum við nú- verandi aðstæður. Hitt mætti þó ekki gleymast, að is hamlaði loðnuveiðunum, og hefðu veiði- skipin ekki komizt á þær slóðir, sem til stóð, fyrir isnum. Guðmundur RE er kominn til Reykjavikur og hættur loðnuveið- unum fyrir norðan, en þær sóttust illa hjá þessu mikla aflaskipi þann tíma, sem það var þar á miðunum. Valt með dróttar- vél °9 beið bana Gsal-Reykjavik — Það hörmulega slys varð sl. föstudag i öxarfirði, að bóndinn á Núpi, Kristján Guðmundsson, lézt, er drátt- arvél, sem hann ók, valt skammt frá bænum. Nánari atvik voru þau, að Kristján var að moka heyi með drátt- arvél, —og var vélin i hliðar- haHa,þegar hún snögglega valt og fór heiian hring. Varð Kristján undir vélinni og lézt nokkru-síðar. Tvö börn urðu vitni að slysinu og gátu þau komið boðum til bæjar. Bóndinn á Núpi, Kristján Guðmunds- son, var rúmlega fertugur að aldri. Hættuleg skriðuföll úr Ólafsvíkurenni Gsal—Reykjavik — Aðfaranótt sunnudags hrundi skriða úr uML U JI rA\ baí li, i Laxá í Aðaldal — Það er nú heldur dauft yfir okkur núna, og heldur litil veiði, sagði Helga Halldórsdóttir, ráðskona i veiðihúsinu að Laxa- mýri við Veiðihornið i gær. En það eru komnir 900 laxar á land. Ég held, að það sé eitthvað svip- að og i fyrra. Við nánari athugun kemur i ljós, að það er talsvert betra en i fyrra, þvi að þann 8. ágúst voru komnir eitthvað á áttunda hundrað laxar á land. — En þetta fer að skána, sagði Helga að lokum. Nú eru Húsvikingar aö byrja i ánni i dag, og það eru nú karlar, sem kunna að veiða! Veiðihornið vonar, að Helga reynist sannspá og óskar Hús- vikingunum i Laxá — og öllum öðrum — góðrar veiði. Hofsá f Vopnafirði — Þetta hefur gengið ágæt- lega hérna, á sunnudag voru komnir rúmlega 500 laxar á land, og þyngsti laxinn, sem veiðzt hefur, er um 20 pund. Þannig komst Sólveig Einars- dóttir i Teigi að orði i gær, þegar Veiðihornið ræddi við hana um veiðina i þessari ágætu á, þar sem frægur gestur er að veiðum þessa dagana. — Karli prins hefur sótzt veiðiskapurinn bara vel, hann fór fyrst i ána á mánudags- morguninn, i gær, og þá fékk hann 6 laxa, fjóra fyrir hádegi og tvo eftir hádegi, og um há- degið i dag var hann búinn að fá þrjá. Við inntum Sólveigu eftir þvi, hvort prinsinn hefði fengið alla laxana á sama stað, en hún kvað nei við þvi. — Hann var innarlega f ánni á mánudag, alveg uppi við Foss, en I morgun hefur hann verið á öðrum stööum i ánni. Við vildum fá að vita, hvort veiði prinsins hefði verið stór eða smá. — Hann fékk tvo sæmilega laxa á mánudaginn, annar var 11,5 pund og hinn tiu. Hinir lax- arnir hafa verið smáir. Það litur út fyrir, að smálax sé að ganga i ána núna, en framan afvar lax- inn, sem veiddist, stór og falleg- Ólafsvikurenni og má það teljast mesta miidi að stórslys hlauzt ekki af, þvi að umferð um veginn hafði verið mjög mikil um nótt- ina, er samkomugestir frá Arnar- stapa voru á heimleið. Skriðan hrundi um fimmleytið um morg- uninn, og voru stór björg á vegin- um er að var komið. Að sögn Jónasar Gestssonar, fréttaritara Timans, hefur hrunið mikið úr fjallinu i sumar, og kvað hann fólk mjög óánægt með að- gerðarleysi vegagerðarinnar i þessu sambandi. Kvað hann ýmsa aðila hafa bent vegagerð- inni á þá miklu hættu, sem þarna gæti skapazt þá og þegar, en vegagerðin virtist láta slikt sem vind um eyru þjóta. Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis var i gærdag boðuð til sér- staks fundar vegna ástandsins á veginum i Ólafsvikurenni og skriðufalla þar s.l. laugardags- morgun. Hreppsnefndin ályktaði fyrri samþykktir og skoraði á sam- gönguyfirvöld að gera nú þegar eftirtaldar lagfæringar á vegin- um I ólafsvikurenni: 1. Að láta hreinsa lausagrjót og klettadranga, sem komnir eru að falli og gætu valdið stórslysum. 2. Að láta gera við veginn, þar sem skörð hafa myndazt i hann. Einnig að breikka vestari hluta vegarins. Hreppsnefndin taldi nauðsyn- legt að meira eftirlit yrði haft af ábyrgum aðilum með veginum og honum yrði lokað þegar hrun væri mest. Jónas Gestsson, fréttaritari Timans sagði að hreppsnefndin hefði s.l. vetur sent samgönguyf- irvöldum ályktun um þetta hættu- lega ástand vegarins, en ekkert hefði verið aðhafzt þrátt fyrir það, til lagfæringar. Jónas sagði, að talið væri að nú væru i fjallinu laus björg sem gætu hrunið þá og þegar, og benti hann á þá augljósu hættu, sem þvi væri samfara. ,,1 sumar hefur oft hrunið úr fjallinu og manni fynd- ist eðlilegt að einhver aðili — t.d. lögreglan — sæi um það, að loka veginum þegar mesta hættan væri yfirvofandi”, sagði hann, ,,en veginum er aldrei lokað”. Að lokum nefndi Jónas, að flokkur frá vegagerðinni hefði verið i vegavinnu á þessum slóð- um fyrir u.þ.b. hálfum mánuði, og heföu þeir þurft að hætta vinnu vegna hruns. Jónas sagði að þessi flokkur hefði verið að aka ofani- burði i veginn. ypa, timbur, gluggar, miðstöðvarofnar, einangrunarplast. nangrunargler, steypujárn, þakjárn, álklæðning, handrið. , milliveggjaplötur, þakpappi, þakpappalagnir, þéttiefni. íðavörur, inni-og útidyrahurðir, eldhúsinnréttingar, teppi. par, harðviðarklæðning, raftæki, Ijósabúnaður, gólfflísar og fleiri kar til húsbygginga. LEITIÐ TILBOÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.