Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.08.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN TmrOOQuTTTTT Miftvikudagur 6. ágúst 1975 Omar Sharif skiptir um dhugamál Omar Sharif hefur sagt skilið við kvenfólk og spilamennsku. Þess i stað er hann að setja sig á höfuðið vegna bilakaupa. Það er nýjasta áhugamál hans, segja vinir hans, en það er svo fjár- frekt að það gæti haft miður góð áhrif á fjárhag hans. Þessi frægi leikari, sem fæddur er i Egypta- landi, eyðir ekki lengur pening- um sinum i fallegar stúlkur og heldur ekki i spilamennsku, þar sem hann þó við og við græddi stundum . Nú eru það bilar. Og ekki þeir ódýrustu, þvi að hann kaupir aðeins ökutæki, sem frægt fólk hefur átt. — Nýlega borgaði hann offjár fyrir Rolls- Royce, sem hinn látni Feisal konungur átti, og nú er hann bú- inn að fá augastað á bilnum, sem John F. Kennedy var i, þegar hann var skotinn til bana i Dallas 22. nóvember 1964. Keðjuverkun Bóndi nokkur, sem býr á landssvæði þvi sem kennt er við Bláu Nil i Súdan, skildi hund sinn eftir bundinn með keðju við tré, er hann brá sér frá, aö drekka tesopa með vini sinum. Þegar bóndi kom aftur að vitja hunds sins var hann hvergi sjá- anlegur, en hins vegar var stór gleraugnaslanga bundin viö staurinn. Hafði hún gleypt hundinn og hluta keðjunnar meö og var nú föst við tréð, eins og fórnarlamb hennar áður. Fornleifafræðingar finna hdlft tonn af Tasjkent (APN) Við fornleifa- uppgröft i Dalversin-Tepe i Usbekistan hafa fundizt um 500 kg af gullstöngum. Hver einstök stöng er stimpluð með ákveðn- um drökmufjölda, og hafa þær augsýnilega verið ætlaðar til myntsláttu. Talið er, að gulliö sé úr fjárhirzlum hins forna konungsrlkis Kusjan, og er taliö að aldur þess sé um 2000 ár. Aðrar áletranir sýna, að steng- urnar eru gjöf, en nafns gefand- ans er ekki getið. Það er heldur ekki vitað hvers vegna gulliö var ekki slegið, en e.t.v. hefur innrás fjandmanna komið I veg fyrir það. Af áletrunum má enn- fremur ráða, að Kusjan hefur haft sambönd við Grikkland, Indland, íran og fleiri lönd. Margrét Dana- drottning og Hinrik eiginmaður hennar að skyldustörfum Hér birtum við tvær myndir, sem eru teknar á mjög svip- uðum tima, og eru þær dæmi- gerðar fyrir annir drottningar i Danaveldi og manns hennar. Það eru óteljandi opinberar at- hafnir þar sem þau þurfa að vera viðstödd: opnanir á ýms- um sýningum, við setningu ýmiss konar þinga og lands- funda o.fl. Margrét drottning vakti aðdáun i Gatsby-tizku- kjólnum sinum með nýja hár- greiðslu, er hún var heiðurs- gestur við árshátið tæknihá- skólans I Kaupmannahöfn. Blöðin sögðu,að nú hefði hún þó einu sinni verið klædd eftir tizku, sem fór henni vel, þetta væri einmitt stlll við hennar hæfi, — frá hárgreiðslunni og niður að bandaskónum, sem voru auövitaö I lit viö kjólinn. Hinrik prins, eiginmaöur hennar, er þarna I sjóliðsfor- ingjabúningi og hrópar húrra af öllum kröftum við athöfn, er haldin var við nafngift herskips- sem var I smlðum I skipasmiða- stöð Frederikshavn. Þetta her- skip, eða öllu heldur tundur- skeytabátur er sá fyrsti af 10 slikum skipum, sem öll á að smiða þarna i Fredrikshavn Skipiðfékk nafnið „Willemoes”, og er verið að hrópa húrra fyrir nafninu og óska skipi og skips- höfn alls hins bezta. — Nei Ertu þarna, Stina. Ég þekkti þig varla svona alklædda. DENNI DÆMALAUSI ,,Æ, Æ. Þetta er allt í lagi. Þaö er of heitt til aö éta súkkulaði hvort sem er.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.